367. - Um blogg, vana, Vefritið og sitthvað fleira

Mestallt líf okkar er vani. Flestir sem slysast til að lesa þetta blogg gera það af vana. En hvernig myndast vani? Einhvern tíma verður allt fyrst. Auðvitað skiptir máli hvað skrifað er um. Til að fá lesendur þarf að skrifa þannig að einhverjir vilji gera það að vana sínum að skoða skrifin. Líka þarf maður að skrifa nokkuð oft svo það taki því að líta hingað fyrir þá sem hafa gert það að vana sínum. Ekki er verra að skrifin séu góð. Íslenskan í lagi og skrifað um eitthvað sem máli skiptir. Ekki geta skrifin orðið áhugaverð fyrir alla alltaf.

Fór um helgina á ættarmót að Ketilstöðum í Mýrdal. Þar var Gvendarkotsættin svonefnda að stórum hluta komin saman (sjá gvendarkot. tk). Þar þekkti ég talsvert marga af eldri kynslóðinni en sú yngri er mér að miklu leyti lokuð bók. Ég tók dálítið af myndum þarna en þær eiga varla erindi hér á bloggið.

Beturvitringur skrifar ágæta sögu um ímynduð viðskipti sín við lögregluna í Kópavogi og bíltík sem skilin hafði verið eftir einhvers staðar, eða ekki.

Ég gæti skrifað um hvernig ég held að hlutirnir gangi fyrir sig hjá vefritinu.is

Ritstjórinn: „Þetta gengur ekkert hjá okkur. Það nennir enginn að lesa þessar greinar sem við erum að skrifa."

Skrifari: „Já, ég held að fólk sé bara svona vitlaust."

Ritstjóri: „Þetta megum við ekki segja. Við verðum að ímynda okkur að fólk viti vel hvað það er að gera."

Skrifari: „Ekki getum við bara skrifað örstuttuar greinar eins og þessir bloggarar sem ekkert vita og ekkert skilja."

Ritstjóri: „Það er nú meinið. Allir eru alltaf að lesa þessi andskotans blogg. Sem þó eru ekki neitt neitt."

Skrifari: „Getum við bara ekki auglýst á þessu fjárans bloggi? Til dæmis Moggablogginu. Það kostar ekkert að vera þar."

Ritstjóri: „Þú segir nokkuð. Ef við bjóðum öllum þar bloggvináttu og þefum uppi nýja bloggara líka, þá gæti verið að fólki dytti í hug að kíkja til okkar. Ég athuga hvernig er hægt að gera þetta. Kannski verða bara allir að bjóða bloggvináttu baki brotnu. Þá heldur fólk að það sé svo merkilegt. Þetta er ágæt hugmynd. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sæmundur

Það eru nú margir í þínum "pælingum" á blogginu.

Nýlega hef ég þó byrjað að sætta mig við að skrifa aðallega fyrir sjálfan mig og það er bara ágætt.

Fyrir mig er þetta grundvöllur til að tjá mig um menn og málefni og koma hugsunum á prent, en með því móti finnst mér ég ná betri "fókus" á hlutina.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.6.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Beturvitringur

Frásögnin um samskipti mín við lögregluna vegna yfirgefna silfurgráa sportbílsins er SÖNN Í EINU OG ÖLLU.

Það var bara "krimminn" sem var ímyndun, - að e-ð glæpsamlegt tengdist málinu :)

Það breytir þó ekki ágæti þíns pistils, ágæti saemi7 

Beturvitringur, 16.6.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband