288. - Bloggfixið er flestum nauðsynlegt, jafnvel þó nú séu páskar

Það er eflaust misjafnt hvort fólk á betra með að skoða bloggin sem það vill lesa úr vinnunni eða heiman að frá sér. Flestir þurfa þó að fá sitt bloggfix yfir jafn langa fríhelgi og páskahelgin er. Eflaust verður mikið bloggað um helgina og mikið lesið líka. En svo eru líka margir fjarri bloggvélum þessa daga.

Mig minnir að ég hafi skrifað frekar illa um svarhala um daginn. Auðvitað er þó gott fyrir egóið að fá athugasemdir við færslurnar sínar, en ég fer ekki ofan af því að séu þær of margar verður leiðinlegt að lesa þær, að minnsta kosti fyrir aðra. Oft er þetta líka tilgangslaust karp sem margir missa af, sem þó hafa kannski áhuga á málefninu.

Það skiptir í mínum huga engu máli þó það sé Morgunblaðið sem hefur aukið vinsældir bloggsins svo gríðarlega sem raun ber vitni. Og þó margt ljótt megi segja um mbl.is og greinilegt sé að þar eru oft unglingar að æfa sig og prófarkalesturinn afar lélegur eða enginn, þá er ekki hægt að neita því að Moggabloggið er vel hannað og þjónustan þar góð. Auðvitað er bloggað víða annars staðar og það er hið besta mál. Bloggið hefur náð svo gríðarlegum vinsældum undanfarið að búast má við að þær geti varla orðið meiri.

Páskapælingin hjá Jóhanni Björnssyni heimspekingi og siðbótarmanni er einhvern vegin á þessa leið: „Hvaða ástæða er til að vera að fara eftir boðorðunum fyrst Guð fyrirgefur manni hvort sem er alltaf?

Þetta er nokkuð sem aðeins sanntrúað fólk getur reynt að svara af einhverju viti. Aðrir segja eflaust að boðorðin fjalli eingöngu um siðferði og komi Guði eða guðstrú ekki nokkurn skapaðan hlut við.

Þetta er bara ein af þeim þversögnum sem bókstafstrúarfólk þarf alltaf að vera að glíma við. Mér finnst mikið af orkunni hjá því fara í að reyna að finna skynsamlegar skýringar á svonalöguðu. Það er miklu fremur verkefni heimspekinga að skýra mál eins og boðorðaþversögnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OOH ég er fyrst í blogghalanum   Vonandi nennir þú að lesa þennan fyrsta í blogghala

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 03:06

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Sæmundur og gleðilega hátíð. Ég er sammála þér með færslurnar oft er kannski gott blogg eyðilagt með færslum sem eiga í raun ekkert skylt við það sem eigandi síðunnar var að skrifa um. Oftar en ekki eru kannski einhverjir farnir karpa á síðunni hans um eitthvað allt annað mál.Ég er einn af þeim sem fælist þessar fjölda færslur, hef hvorki tíma eða nennu í slíkt.  Eftir því sem færslurnar verða fleiri því þynnri verða þær líka. Ég held  að meirihluti þeirra sem bloggar geri það vegna þess að þá langar að tjá sig um eitthvað sem vekur áhuga þeirra, en ekki til að safna einhverju magni af færslum. Ef færslur fara yfir 10 og sér ekki fyrir endann þá gef ég þeim frí

Kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 23.3.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tek fram að ég er alls engin bókstafstrúarmaðaur en hef vissan áhuga á trúmálum. Ég held að ef Guð sé til þá fyrirgefi hann engum sjálfkrafa því þarf alltaf að koma til iðrun þess sem syndgar, og sú iðrun verður að vera sönn. Við þekkjum það vonandi öll að það er erfitt að fyrirgefa þeim sem sjá ekki eftir neinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.3.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Konbrún - takk fyrir að láta heyra í þér.

Ari Guðmar - Já, mér finnst ágætt að kommentin séu ekki óhóflega mörg.

Emil - Ég ber virðingu fyrir trúmálum en finnst samt að öfgabókstafstrú geti hæglega valdið skaða - trúleysi auðvitað líka. Það sem ég vildi einkum leggja áherslu á þarna var að vantrúaðir reyna stundum að gera trúmenn hlægilega og leita sér að öfgafullum þverstæðum. Allir hljóta að hafa áhuga á trúmálum.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóna Kolbrún fyrirgefðu að ég skuli hafa skrifað nafnið þitt svona vitlaust. Ég hef bara ekki lesið þetta nógu vel yfir.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst svo gaman að fá athugasemd við færslurnar mínar að ég skrifa athugasemdir hjá þeim sem vilja...

Góður pistill hjá þér eins og vant er. 

Gleðilega páska

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband