13.3.2008 | 00:38
277. - Kettlingum komið í skjól og fleiri krakkasögur frá Vegamótum
Þegar við vorum á Vegamótum gerði stundum ansi slæm veður.
Eitt sinn vaknaði ég upp víð það um miðja nótt að glugginn inni hjá strákunum skelltist hvað eftir annað með miklum látum.
Ég fór inn til þeirra til að loka glugganum og heyrði að Benni hafði vaknað við djöfulganginn og sagði við mig hálf aumingjalega úr sinni neðri koju.
"Hann var að reyna að loka sér sjálfur."
Við áttum á þessum tíma kött. Þetta var læða og ég man ómögulega hvað hún hét. En kettlingafull varð hún eins og katta er siður. Í fyllingu tímans gaut hún svo fjórum kettlingum í bælinu sínu. Þetta var um miðjan dag en um nóttina á eftir vaknaði Bjarni í sinni efri koju við það að kisa var að klifra upp eftir gardínunni við hliðina á kojunni hans með kettling í kjaftinum. Síðan varð hann var við að þrír kettlingar voru komnir undir sængina hans til fóta.
Þetta var semsagt síðasti kettlingurinn sem hún var að koma á öruggan stað. Hvers vegna hún ákvað að leggja allt þetta á sig til að koma kettlingunum á nýjan stað hef ég aldrei skilið.
Bjarni vildi náttúrulega helst láta kisu eftir kojuna sína fyrst hún sýndi henni svona mikinn áhuga, en ég held að kisa hafi fallist á það að lokum að fara aftur í bælið sitt.
Benni var að segja frá viðureign sinni við hunangsflugu: "Það kom fluga og stang mig en ég rakti hana í burtu."
Einn daginn kom Bjarni þjótandi inn og sagði: "Mamma, mamma. Errið er komið í mig." Og það var alveg rétt hjá honum. Hann var allt í einu hættur að vera smámæltur og farinn að segja err eins og fullorðið fólk.
Benni fann eitt sinn dauðan fugl. Þegar hann var spurður hvort ekki væri ástæða til að jarðsetja hann með viðhöfn sagði hann. "Nei, það er allt í lagi. Ég henti honum bara upp til Guðs."
Virkileg óveður komu þarna stundum með afar litlum fyrirvara. Eitt sinn sá ég að bylur var að bresta á og strákarnir voru að leika sér í snjónum nokkra tugi metra frá íbúðarhúsinu. Ég var að vinna niðri í búð, sem er í svona 150 metra fjarlægð eða svo þegar ég sá til þeirra. Ég flýtti mér að ná í þá, en svo var bylurinn svartur og svo skyndilega skall hann á að ég komst ekki heim með þá báða í einu svo ég varð að skilja annan eftir og sækja hann svo eftir að ég var búinn að koma hinum í skjól.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mikið er þessi kettlingasaga falleg. Það er ekki einleikið hvað mæður leggja á sig fyrir börnin sín.
Eru ekki Vegamót mikið veðravíti svona almennt?
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:41
Jú, Vegamót eru dálítið slæm vegna þess að það kemur oft svo mikill snjór af flóanum fyrir ofan. Það gerir aldrei óveður í Reykjavík (hvessir í mesta lagi svolítið) og heldur ekki á Akranesi held ég.
Sæmundur Bjarnason, 13.3.2008 kl. 01:02
Ég kommentaði langt mál á þessa færslu í gærkvöldi en rétt áður en ég ýtti á "senda" datt internetið út og kom ekki inn aftur.
En skemmtileg færsla og víst var alvöru bylur á Vegamótum... bylur sem til að mynda sést aldrei í Borgarnesi.
Anna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:34
Ég vil endilega að nafnið á kisunni sem um getur í þessari frásögn komi fram hérna!
Hún hét: Skotta Dimmalimm
asben 17.3.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.