3.3.2008 | 00:06
267. - Vísnagerð og vanhæfir alþingismenn
Þú ert kátur með þitt mát
þó meiri gát ég vildi.
En í gráti aldrei lát
enda hláturmildi.
Þetta er sennilega einhver dýrast kveðna vísa sem ég hef gert. Vissulega hef ég gert þónokkrar sléttubandavísur, en mér finnst ekki að þær séu dýrari en oddhendur. Vel gerðar oddhendur finnst mér taka flestu fram. Afhendingarhátt hef ég glímt við og sett saman vísur eftir þeim reglum sem þar gilda. Meiningin í þeim vísum vill þó fara veg allrar veraldar þegar formið eitt yrkir orðið vísuna. Af einhverjum ástæðum hefur mér jafnan gengið verst að gera limrur.
Ofangreind vísa er úr ljóðabréfi til Þóris E. Gunnarssonar og ég man að við tefldum líka bréfskák um leið og felldum leikina í ferskeytlur eins og allt annað í bréfunum, jafnvel dagsetningarnar. Hann hótaði að máta mig í byrjun skákar og þess vegna varð þessi vísa til. Skákin varð ekki löng og lauk líklega aldrei. Ein af fyrstu vísunum sem ég gerði í þessum ljóðabréfaflokki var svona:
Ofsalegt æfingarleysi
er mér til tafar um stund.
Á Pegasus þegar ég þeysi
á Þóris hins spaka fund.
Ekki veit ég hversvegna ég man þessa vísu svona vel. Hún er þó alveg sæmilega lipur. Yfirleitt man ég ekki lengi þær vísur sem ég geri.
En frá sjáflhælninni og að öðrum málefnum.
Ég hef oft velt fyrir mér hve alþingismenn eru undarlegur þjóðflokkur. Dæmi um það er frumvarp sem ég heyrði sagt frá fyrir nokkru, en veit ekki hvar er statt núna. Þar er gert ráð fyrir að hver og einn landsbyggðarþingmaður geti ráðið sér einn þriðja hluta af aðstoðarmanni.
Þvílík della. Í fyrsta lagi er engin leið að koma auga á hversvegna þetta á bara að ná til landsbyggðarþingmanna en ekki annarra. Eru þeir eitthvað hjálparlausari en aðrir? Í öðru lagi er það út í loftið að hafa bara einn þriðja hluta aðstoðarmanns og getur alls ekki gengið til lengdar.
Ef þessi ósköp verða samþykkt þá líður ekki á löngu áður en þessir aðstoðarmenn verða orðnir jafnmargir og þingmennirnir og allir í fullu starfi. Hlutverk þeirra verður öðru fremur að tryggja sínum manni endurkjör í prófkjörum og alþingiskosningum og sjálfum sér þar með áframhaldandi atvinnu. Með þessu má komast hjá óhóflegri endurnýjun í þingliðinu og sú er væntanlega hugsun flutningsmanna þessa fáviskufrumvarps.
Ef ekki væri gert ráð fyrir að þingmenn sjálfir réðu sér aðstoðarmenn væri mögulegt að koma viti í þetta frumvarp. Ekki er ég á móti því að þingmenn sinni sínu starfi betur.
Einn af kostunum við að blogga er að þetta er ágæt aðferð til að koma frá sér allskonar efni. Það sá ég best um daginn þegar það datt í mig að setja saman einskonar ljóð. Með því að henda því inn á bloggsvæðið mitt var ég laus við það. Auðvitað má ekki nota þessa öskutunnuaðferð í óhófi en sé hún sparlega notuð er hún úrvalsgóð.
Óróinn við Upptyppinga fer nú vaxandi. Áslaug stendur jafnan skjálftavaktina og veit um svonalagað löngu áður en sagt er frá því í sjónvarpinu, þökk sé úrvalsupplýsingum um þetta á Netinu á slóðinni vedur.is.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ofsalegt æfingarleysi
er mér til tafar um stund.
Á Pegasus þegar ég þeysi
á Þóris hins spaka fund.
Þessi vísa er ekki ferskeytla. Ferskeytlur, eins og aðrir rímnahættir, þekkjast m.a. á því að í þeim eru eingöngu tvíliðir. (Að sönnu finnast vísur sem í eru þríliðir en þær eru undantekningar og þríliðurinn raskar hrynjandi vísunnar) Þessi vísa hefur hins vegar eðlilega þríliði, nema reyndar í annarri kveðu í seinustu línunni, og er þar af leiðandi eitthvað annað.
Fyrri vísan er heldur ekki hrein oddhenda. Oddhendur eru frumbakhendar, þeas önnur kveðan í 1. og 3. línu rímar við síðustu kveðuna. Þessi er svo hringhent að auki, en það er ekki skilyrði til að vísan sé oddhent, sbr. vísu sr. Halla Pé en hann orti:
Hreykinn móð úr hyggju sjóð,
hringa eikin skæra.
Oddhent ljóð hið unga fljóð
ætla ég þér að færa.
Og af því þú hefur augljóslega vit á vísnagerð þá sérðu hvernig þríliðurinn í síðustu línunni stingur í stúf.
Kveðja T
Tobbi 9.3.2008 kl. 17:04
Þakka þér fyrir þetta. Þú hefur eflaust lög að mæla. Í mínum huga eru þó allar vísur sem hafa fjórar ljóðlínur ferskeytlur. En ég hef lítið vit á nafnagiftum vísna og þekki ekki einu sinni rímnakveðskap frá öðrum. Stundum hefur of mikil áhersla á nafngiftir og þess háttar slæm áhrif á þá sem þó eru hagmæltir.
Þetta með tvíliði og þríliði getur líka oft verið ruglandi og mér finnst framburður eigi að ráða hér miklu. Í fyrstu vísunni er "tafar um" nánast tvíliður í framburði og þess vegna hljómar vísan ekki óeðlilega.
Sæmundur Bjarnason, 9.3.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.