2.3.2008 | 00:23
266. - Meira um Bláfell og ýmislegt annað
Charmaine kom til landsins á fimmtudagsmorguninn frá Bahama og mamma hennar og móðursystir einnig.
Bjarni fór til Keflavíkur að ná í þær og það gekk ágætlega þó dálítið snjóaði.
Í gærkvöldi tefldi Bjarni eina skák í seinni hluta deildarkeppninnar og í dag fóru þau öll á Snæfellsjökul og Hafdís, Jói og Benni einnig. Sú ferð tókst ágætlega og veðrið var skínandi gott. Mamma Charmaine og móðursystir halda síðan af landi brott á þriðjudaginn en Charmaine verður eftir.
Þetta blessað blogg er að verða svo vinsælt eftir að ég lenti á áttmenningalistanum að ég þori varla að skrifa neitt. Það virðast margir hafa lesið frásögnina um Bláfellsbrunann sem ég setti aftur á bloggið í gær.
Hér eru þrjár gamlar myndir sem Bjössi sendi mér um daginn.
Þessi mynd er af Bláfelli. Ekki veit ég nákvæmlega hvernær hún er tekin en þetta er vesturhliðin á húsinu sem þarna blasir við. Utan við dyrnar sem eru þarna á miðjum vegg var síðar byggt bíslag eins og lýst er í brunafrásögninni. Viðbyggingin sem nýlokið var við þegar húsið brann var við austuhlið þess.
Á þessari mynd eru þeir pabbi og Gunnar Vigfússon (Gunnar er til hægri á myndinni) Gunnar var giftur Oddbjörgu systur pabba. Þau áttu engin börn, en bjuggi að Árvegi 6 á Selfossi. Gunnar var lengi skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga. Oft komum við krakkarnir á Árveginn þegar pabbi fór að heimsækja Oddu. Ekki veit ég hvenær eða hvar þessi mynd er tekin. Þetta er myndarlegt hús sem sést á myndinni og hugsanlega var það í Eystri Garðsauka skammt frá Hvolsvelli.
Hér eru tvær heimsdömur staddar í Kaupmannahöfn. Þetta eru þær Vala og Inga systur pabba. Ekki veit ég hvenær þessi mynd er tekin, en allgömul er hún.
Undarleg var umfjöllunin um faðernismálið í Kastljósinu þrjá daga í síðustu viku. Ég get ekki skilið hvaða erindi svona lagað á í Sjónvarp. Vel hefði mátt koma skoðunum Kára Stefánssonar um þessi mál á framfæri án þessarar faðernissögu. Ég vorkenni móður konunnar.
Viðtalið við Salvöru ofurbloggara á föstudaginn var samt ágætt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Flott að þú ert orðinn svona vinsæll en hvað er áttmenningalisti
Erna Bjarnadóttir, 2.3.2008 kl. 10:46
Sko, það er listi yfir bloggara sem hugbúnaður velur úr þá 8 sem birtast fremst þegar farið er beint á bloggið. Þessir 8 fá stærri mynd og þeir birtast óháð því hvort þeir eru nýbúnir að blogga eða ekki. Við Lára Hanna erum búin að vera að velta því fyrir okkur hvernig valið er á þennan lista og hún hefur verið í sambandi við þá sem stjórna þessu hjá Moggablogginu.
Fyrir neðan þessa átta birtast síðan ca. 20 nýjustu bloggin en þau hverfa sjónum fljótlega. Þetta er eins konar stéttaskipting Moggabloggara og ég er dálítið búinn að vera að blogga um þetta undanfarið.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 14:03
Haltu bara áfram að skrifa eins og þú hefur gert. Ég hef lesið allar þínar færslur og hef haft gaman af.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 14:20
Blessaður,Sæmi. Ég held að þeir séu fleiri en átta hverju sinni, það er einhver rótering í þessu sem þú sérð ef þu kemur aftur og aftur inn. En hefur einhver skýring fengist á því hvernig valið er, er það eins og útdráttur happdrætta, eða er þessu duttlungastjórnað? Ekki er a.m.k. farið eftir vinsældarlistanum.
241.
Sæmundur Bjarnason
saemi7.blog.is
661
1.486
73
69
Hallmundur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 00:24
Mér sýnist þeir vera 8 sem birtast hverju sinni. Það eru vinsældir og hve langt er síðan bloggað var að ég held sem ráða því einkum hverjir birtast. Hugbúnaður velur það. Eftir því sem Moggabloggsmenn segja eru meira en 160 á listanum. Flestir hafa þó að ég held aðeins talið 60 - 80 manns þar og mismunurinn stafar kannski af því að margir séu hættir sem þar voru.
Sæmundur Bjarnason, 3.3.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.