20.2.2008 | 00:25
255. - Um stéttaskiptingu á Moggablogginu og fleira
Geir harði vill veita Villa greyinu tilfinningalegt svigrúm.
Geir sér greinilega eftir því að hafa bundið trúss sitt við hann, en neyðist til að sætta sig við að hann hætti. Samkvæmt nýjustu fréttum vill Davíð þó að Villi þrauki enn um sinn. Þetta virðist ætla að verða athyglisvert drama í Sjálfstæðisflokknum. Ekki held ég samt að hann klofni. Stórir flokkar gera það yfirleitt ekki.
Þegar ég var innan við tvítugt var ég öldungis viss um tvennt. Að ég mundi deyja ungur og að ég ætti eftir að verða frægur rithöfundur. Hvorttveggja þarfnast greinilega endurskoðunar. Ungur dey ég varla úr þessu og til að verða rithöfundur (tala nú ekki um frægur) held ég að tvennt þurfi að koma til. Gott vald á málinu og að hafa frá einhverju að segja. Ég tel mig hafa allgott vald á íslenskunni (loksins), en því miður hef ég ekki frá neinu að segja.
Ég hef eiginlega aldrei lent í neinu. Ekki framhjáhaldi, ekki skilnaði, ekki stórfelldum skattsvikum. (Jú, ég smurði alltaf svolítið á allan kostnað og vexti hérna áður fyrr, en hver gerði það ekki?) Ekki hef ég lent í dópi og drykkju. Ekki einu sinni í andlegum mótbyr eins og nú er í tísku. Að minnsta kosti ekki alvarlegum.
Ekki hef ég lent í bílslysi, ekki í neinum afbrotum, sem orð er á gerandi. Einu sinni var ég þó kærður fyrir að hafa lagt bíl ólöglega, en þegar til átti að taka og ég ætlaði að mótmæla hástöfum þá var kæran týnd.
Auðvitað er hægt að ljúga öllu mögulegu í skáldsögu, en ég held að það verði aldrei sennilegt ef maður hefur ekki lent í neinu sjálfur. Jú, ég gæti líklega orðið alkóhólisti ennþá ef ég vandaði mig, en trúlega er margt af þessu sem ég taldi upp að verða of seint fyrir mig, en með einbeittum brotavilja er þó margt hægt.
Já, og nú geta menn keypt sig frá auglýsingum og meira að segja þannig að aðrir sem fara á bloggið manns þurfi ekki að horfa á þær. Eins og ég sagði á kommenti í gær eða í dag þá þýðir þetta náttúrlega að allir geta séð hvort maður tímir að borga 300 kall á mánuði til að vera með aðlinum eða heldur bara áfram að vera sá nískupúki sem maður hefur verið hingað til.
Eins og Gunnar Helgi Dennason segir réttilega á sínu bloggi þá er þetta að sjálfsögðu byrjunin á stéttaskiptingu hér á Moggablogginu. Þó ég sé síst af öllu einhver NOVA stuðningsmaður þá held ég að ég haldi áfram að tilheyra pöplinum. Sjái að minnsta kosti til hvernig þessi auglýsingamál arta sig.
Og ég sé ekki betur en Guðbjörg Hildur sætti sig ennþá við NOVA auglýsinguna. Skyldi hún ekki ætla að fara að drífa sig í að borga þrjúhundruðkallinn? Ég læt nú aðallega svona útí hana af því að hún leyfir ekki komment á sínu bloggi. (Það er líka smávísir að stéttaskiptingu) Það gerir þó Sigurður Þór og er meira að segja ótrúlega duglegur við að svara misgáfulegum kommentum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Innlitskvitt og ps. Ég hélt að þú kæmir aldrei inn á bloggið mitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 10:01
Jú, jú. Ég fer oft á síðuna þína, en kommenta sjaldan þar. Yfirleitt geri ég ekki það sem ég er beðinn um, ef ég get komist hjá því.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2008 kl. 12:00
Kannski ertu ekkert of seinn að deyja ungur. Þetta fer allt eftir túlkun orðanna. Og auðvitað geturðu orðið rithöfundur þó að þú hafir ekki lent í neinum stórskakkaföllum í lífinu. Þú skáldar bara... Varla hefur krimmapenninn Arnaldur lent í öllu sem hann skrifar um.
En einhvern veginn sé ég þig fyrir mér með þína fyrstu bók sem einhvers konar sagnfræði... kannski verða næstu bækur svo sagnfræðilegar skáldsögur. Það held ég að færi þér afbragðsvel.
Ef það, að kaupa sig frá Nova-auglýsingunni og þeim sem á eftir koma, er túlkað sem stéttskipting á blogginu er hún helvíti billeg. Þar kom að maður tilheyrði aðli, ekki seinna vænna. Nokkrir sem ég heimsæki reglulega hafa losað sig undan auglýsingunni og mér finnst allt annað líf að koma inn á síðurnar þeirra. Þessi hreyfimyndarsóðaskapur fór í mínar fínustu taugar.
Svona erum við nú öll ólík - og allt gott um það að segja.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:34
Nei nei, þetta er ekki spurning um nísku, bara um það hvort maður lætur auglýsinguna pirra sig eða ekki. Mér finnst alveg sjálfsagt að greiða fyrir það að fá að hafa síðu á blogginu og ef ég get greitt fyrir það með auglýsingu þá er það bara fínt. Get þá notað 300 kr. á mánuði í eitthvað annað!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:18
Þó ég tali um stéttaskiptingu og aðal er fjarri því að ég meini nokkuð illt með því. Það er samt ekki hægt að neita því að með þessu skiptast Moggabloggarar í tvo hópa og allir geta séð í hvorum hópnum hver er. Þetta finnst mér pínulítið vafasamt að gera.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2008 kl. 19:39
Er það ekki spurning um viðhorf hvort maður hefur frá einhverju að segja..... Nóg bulla nú sumir . Annars hef ég látið eins og ég taki ekki eftir NOVA en stéttaskipting... ja það var eftir moggaslektinu....
Erna Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 20:05
Sæmundur ég skil ekki alveg hvað þú meinar með þessu:
"Yfirleitt geri ég ekki það sem ég er beðinn um, ef ég get komist hjá því."
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 20:36
Hey hey hey, þú hefur nú verið í flugvél sem hlekktist á í flugtaki, er það ekki eithhvað? - fyrst þú ert að telja upp eiithvað sem fólk getur lent í á ævinni.
Hafdís 20.2.2008 kl. 21:09
Gunnar Helgi, það er ekki von. Eiginlega veit ég það ekki sjálfur. Kannski finnst mér að þú ætlist stundum til að ég kommenti hjá þér, af því þú ert svo duglegur sjálfur að kommenta. Athugasemdir eru sál bloggsins ef svo má segja og mér finnst ég aldrei nógu duglegur að kommenta.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2008 kl. 21:57
Núna skil ég
Ég ætlast ekki til þess að fólk skrifi athugasemd hjá mér. Mér finnst skemmtilegt að vita hver hafi komið í heimsókn og úr því að mér finnst það þá vill ég koma fram við fólk eins og ég vill að það komi ... þú skilur.
Ég er búinn að lesa allar færslur þínar og mér finnst það mjög gaman en hef látið það vera að skrifa athugasemd, bara vegna þess að það er ok hér
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.