19.2.2008 | 00:32
254. - Alvöru NOVA blogg. Burt með þennan andskota
Ég er ekki einn af þeim sem hef hingað til haft sem hæst útaf þessari NOVA auglýsingu.
Vissulega fer hún í taugarnar á mér, en við verðum að viðurkenna að það er lúxus að geta bloggað fjandann ráðalausan alveg ókeypis og fá að auki úrvals góða þjónustu eins og ég tel að við Moggabloggarar höfum fengið. Ég hef ekki hótað því að hætta að blogga útaf þessu eins og sumir, enda er ég sannfærður um að það mundi ekki hafa nokkur minnstu áhrif.
Það er hreyfingin og gauragangurinn í kringum þessa auglýsingu sem mér líkar verst við. Það vantar ekkert nema skerandi ískur. Það eru hávaðaauglýsingarnar sem fara verst í mig. Ég hrekk venjulega í kút þegar tölvan gefur frá sér hljóð sem ég á ekki von á. Slíkum auglýsingum fer sem betur fer fækkandi, því eflaust er fleirum líkt farið og mér að hljóðið í tölvunni hefur mikil áhrif á þá. En af hverju ætli hávaðaauglýsingar séu orðnar minna áberandi en áður var. Mér segir svo hugur að það sé vegna þess að fólk hefur flúið þau vefsetur sem fætur toga, sem boðið hafa upp á slík ósköp.
Allmargir hafa skrifað á sín blogg að þeir vilji gjarnan borga eitthvað fyrir að fá að blogga, ef þeir sleppa í staðinn við auglýsingarnar. Ég get ekki séð að það sé nein lausn. Þá losna þeir bloggarar við að sjá auglýsingar, en þeir sem lesa bloggin þeirra halda áfram að vera truflaðir af þessum fjanda. Það er reyndar ósköp einfalt að koma í veg fyrir að maður sjái þessar auglýsingar, en ekki gera allir það og auk þess missir maður þá oftast af einhverju öðru líka.
Málið horfir allt öðru vísi við ef þeir Moggabloggsmenn geta tryggt að þeir sem skoða viðkomandi borgunarblogg þurfi ekki að sjá neinar auglýsingar. Slíkt er áreiðanlega tæknilega mögulegt en ég hef ekki séð að boðið sé upp á neitt af því tagi og er alls ekki viss um að auglýsendur eða Moggabloggsmenn kæri sig um slíkt.
Meðan þeir Moggabloggsmenn þegja þunnu hljóði þegar þeir eru spurðir útí þetta, sé ég ekki annað en við bloggarar verðum að þreyja Þorrann og Góuna og blogga eins og við erum vanir. Auðvitað má mótmæla þessu og góð hugmynd er að láta í sér heyra í kommentakerfinu á kerfi.blog.is þó ég hafi nú ekki gert það ennþá. Flestum lætur nefnilega betur að tuða bara í sínu horni eins og ég er að gera núna eða gera bara alls ekki neitt.
Spurningarnar sem mér finnst að við Moggabloggarar eigum rétt á að fá svör við eru einkum þær sem ég setti fram á mínu bloggi í gær. Það er hvenær þessu ljúki og hver sé framtíðarstefnan í þessum málum.
Já og Guðbjörg Hildur Kolbeins er nú komin aftur á Moggabloggið eftir að hafa flutt sig sem snöggvast yfir á blogspot.com. Svonalagað skil ég nú bara ekki. Ekki er Sigurður Þór farinn að blogga aftur eftir því sem ég best veit. Lætur í mesta lagi ljós sitt skína í kommentum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nú er hægt að kaupa sig frá auglýsingunni - sjá hér. Látið ganga þar til við fáum póst frá þeim. Vonandi gera þetta sem allra flestir svo maður losni alveg við þessa pest.
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:13
Já, þetta virðist vera rétt. Nú getur maður séð hverjir vilja borga fyrir að fá að blogga ótruflað. Ég er ekki búinn að ákveða mig enn.
Sæmundur Bjarnason, 19.2.2008 kl. 16:06
Ég er búin að því og Siggi Guðjóns líka, virðist vera. Þú getur séð muninn núna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:11
Búinn!
Hallmundur Kristinsson, 19.2.2008 kl. 18:25
Ljósið er nú aðallega villuljós!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.