22.9.2007 | 12:41
120. blogg
Margt og mikið mætti skrifa um bloggskrif og blogglestur, að ég tali nú ekki um bloggvini og önnur bloggsetur en Moggabloggsetrið.
Held að ég geri það samt ekki núna. Einhverjir gætu fonnemast.
Já, ég sé að dönskusletturnar eru mér oft eðlilegar. Fonnemast þýðir móðgast og er afbökun úr dönsku en þar er gjarnan sagt at blive fornærmet. Í mínu ungdæmi var þetta þó sagt svona. Krakkarnir mínir og sumir aðrir sem ég umgengst skilja stundum ekkert í þessum dönskuglósum mínum. Nú á dögum er það enskan sem öllu ríður á slig.
Verst hvað fáir lesa mitt eðla blogg. Þeir geta sjálfum sér um kennt og ekki get ég gert að því þó þeir missi af einhverju vel sögðu og góðum dönskuslettum.
Líka er hægt að skrifa um hvernig maður notar bloggið. Ég er t.d. nú nýlega búinn að uppgötva að miklu betra er að skrá sig inn á bloggið og skruna þar yfir nýjustu færslurnar hjá bloggvinunum en að gera þetta eins og ég var vanur. Þ.e. að klikka á myndirnar eða nafnið hjá þeim. Ég vil nefnilega gjarnan fylgjast með því hvað mínir bloggvinir skrifa. Með þessu móti getur það verið viss ókostur að eiga of marga bloggvini enda safna ég þeim ekki eins og frímerkjum líkt og sumir virðast gera.
Bjarni er búinn að fá pakkann sinn. Merkilegt nokk þá var hann alveg látinn í friði. Bjarni fékk því sinn harðfisk og sitt Ópal ósnert. Bahamabúar kunna ekki að meta svona góðgæti svo hann getur líklega setið að þessu einsamall. Annars er aukabrúðkaupsveisla hjá honum í dag. Vona að allt gangi vel þar.
Spjallaði talsvert við Bjarna í gær gegnum tölvuna, en slíkt kostar víst ekki neitt. Það er af sem áður var þegar maður tímdi helst ekki að tala í síma til útlanda því það var svo dýrt. Nú er aftur á móti orðið svo dýrt að senda pakka til útlandsins að það gerir maður helst ekki.
Auðvelt er að skrifa langt mál um lítið efni. Vonandi er þó ekki of seinlegt að lesa þetta raus.
Mundi skyndilega og óforvarendis (dönskusletta enn og aftur) eftir einu bæjarnafni til viðbótar við þau sem ég greindi frá um daginn: Það er nafnið Bognibrestur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já mér finnst þú eigir að sletta dönsku áfram. Við megum ekki gleyma því að einu sinni áttum við danskan kóng. Og það er ljótt að sparka í hunda, þótt stundum yrði maður arfavitlaus út í þá.
Eyþór Árnason, 22.9.2007 kl. 15:03
Já og ég er meira að segja fæddur í konungsríkinu Íslandi, hugsið ykkur það elsku börn.
Sæmundur Bjarnason, 22.9.2007 kl. 16:24
Minnir mig á mömmu sem í mínu ungdæmi brá fyrir sig þessum dönskuslettum og mér þótti hið eðlilegasta mál enda hluti af máltilverunni í Dal. Íslenskan var samt í hávegum höfð og við leiðrétt í tíma og ótíma til að kenna okkur gott íslenskt mál. Mamma er af einhverjum ástæðum hætt að sletta
Gíslína Erlendsdóttir, 23.9.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.