4.9.2007 | 02:17
110. blogg
Um daginn kom gestur inn á bloggið mitt, kallaði sig nöldrara og kommentaði þar með tilvísum í Ecce Homo, en það var nokkurs konar árbók sem gefin var út á Bifröst á sínum tíma. Kannski hefur þetta verið Þórir E. Gunnarsson.
Við vorum bekkjarbræður og fljótlega eftir að við útskrifuðumst fórum við að skrifast á og létum ekki nægja neitt minna en ljóðabréf. Einnig tefldum við bréfskák samhliða. Ég man að svo langt gekk þetta að jafnvel dagsetningarnar, hvað þá leikirnir í skákinni, voru í bundnu máli. Ekki var þetta merkilegur skáldskapur að ég held og bréfaskiptin stóðu heldur ekki lengi.
Ég man þó eftir einni ágætri dagsetningarvísu sem Þórir setti saman. Einhvern tíma minntist ég á þessa vísu við Þóri og hann taldi lítinn sóma að henni. Væri ekki annað en bernskubrek. En svona er hún:
Í þjóðar vorrar þörfu krík,
þar sem heitir Reykjavík.
Sent er þetta sjötta mars.
Saltkjötið er betra en fars.
Hugsanlegt er að Þórir geti bannað mér að birta þessa vísu. En það er nú eiginlega orðið of seint. Höfundarrétturinn er samt tvímælalaust hans. Mér finnst þetta með saltkjötið og farsið vera skemmtilega út úr kú.
Í einu af fyrstu bréfunum sem okkur fóru á milli var meðal annars þessi vísa eftir mig:
Ofsalegt æfingaleysi
er mér til tafar um stund.
Á Pegasus þegar ég þeysi
á Þóris hins spaka fund.
Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta sennilega ekkert afspyrnuslök vísa. Svo hafði ég líka verið að dunda við að setja saman sléttubandavísur og setti eina slíka í bréf til Þóris. Hún var nú svo ómerkileg og léleg að ég man hana ekki lengur og vil ekki muna. Aftur á móti man ég að mér þótti vissara að láta Þóri vita að þarna væri að finna sléttubandavísu og þá varð þessi til:
Sléttubandavísa var
valin hér í bréfið.
Gettu hvaða vísu var
vígorð þetta gefið?
Nú voru góð ráð dýr, því þetta er hvorki meira né minna en sléttubandavísa líka. Nú varð ég að bæta einni vísu við um þetta:
Óviljandi eru þær
orðnar fleiri en segi.
Því ég núna tel að tvær
töfra þessa eigi.
Annars hafa margir sagt að ekkert sé merkilegt við sléttubandavísur þó sumir haldi að það sé einhver dýrasti háttur sem um getur. Færa má rök fyrir því að ekki sé ýkja erfitt að gera slíkar vísur.
Einn hátt þekki ég sem er miklu dýrari (og erfiðari), en sléttubandaháttur, það er afhendingarháttur. Hann er þannig að seinni tvær hendingarnar myndast við það að taka fyrsta stafinn af hverju orði í fyrstu tveimur ljóðlínunum. Sem dæmi um þennan hátt er oft nefnd þessi vísa eftir Svein frá Elívogum:
Sléttum hróður teflum taflið,
teygjum þráðinn snúna.
Mér finnst þó vísan sem gjarnan er kölluð drósir ganga og er eftir Jóhannes úr Kötlum jafnvel vera betra dæmi um vel heppnaðan afhendingarhátt. Sú vísa er einhvern vegin svona:
Drósir ganga, dreyrinn niðar.
Drjúpa skúrir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Flott vísa eftir Jóhannes. Ertu ekki með fleiri vísur ortar undir þessum hætti? Kveðja
Eyþór Árnason, 4.9.2007 kl. 20:54
Nei, ég man ekki eftir fleirum. Afhendingarhátturinn er bráðskemmtilegur en talsvert erfiður. Ég minnist þess að hafa einhvern tíma sett saman bragfræðilega rétta vísu undir þessum hætti, en þá var merkingin orðin tóm steypa.
Sléttubandavísur eru einkum skemmtilegar ef merkingin snýst við þegar vísan er lesin aftur á bak:
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.
Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Sæmundur Bjarnason, 5.9.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.