20.8.2007 | 01:25
97. blogg
þú sem ert í tölvunni.
Helgist þitt stýrikerfi,
tilkomi þitt netkerfi,
verði þinn vilji
svo á skjá sem í prentara.
Leið oss eigi í kerfisvillu,
heldur frelsa oss frá löngum biðtíma.
Gef oss í dag
vora daglegu útskrift
og fyrirgef oss þó vér fyrirgefum eigi villur í forriti,
því að þitt er kerfið
valdið og fólkið,
að eilífu
ENTER
Þetta er ágætt dæmi um allskonar skrif sem gengu í ljósum logum manna á milli á Netinu fyrir nokkrum árum og gera kannski enn. Ég man hvað mér þótti þetta óskaplega fyndið þegar ég sá þetta fyrst.
Allskyns próf eru líka afar vinsæl og margir eru tilbúnir til að taka þau og útvarpa niðurstöðunni jafnvel á blogginu sínu.
Brandarasöfn eru líka mörg til og sumir virðast hafa þá stefnu að blogga svona einn smábrandara á dag og eina litla fréttaskýringu kannski. Auðvitað geta þetta orðið þónokkrir brandarar á heilu ári, en hver er bættari? Jú, bloggarinn kannski. Trúlegt er að honum fari fram við skrifin og fari að skrifa eitthvað annað en aðkeypta brandara og lélegar fréttaskýringar.
Ég man vel þá tíð þegar Aluswiss var að hefja hér störf og verksmiðjan í Straumsvík var byggð og tók til starfa undir stjórn Ragnars álskalla. Þá var fullyrt að tilkoma verksmiðjunnar mundi verða til þess að hér mundi fljótlega rísa upp fjölbreyttur iðnaður tengdur áli. Líka að nú væri hver síðastur að nota okkar frábæra fossaafl því fyrr en varði yrði kjarnorka svo ódýr að vatnsorka gæti með engu móti keppt við hana.
Nú ætlar ítalskt fyrirtæki að fara að framleiða eitthvað dót úr áli og mikilli orku á Akureyri og á það að veita fjölda manns atvinnu. Álið þarf að flytja inn.Vel getur verið að þetta takist ágætlega. Svolítið óhönduglegt samt í ljósi sögunnar.
Í kvöld keyrði ég á eftir strætisvagni. Í afturglugganum á honum var mynd af fólki og fljótt á litið var að sjá eins og fjöldi manns væri í vagninum. Mér finnst að mörgu leyti eins og rekstur strætisvagnanna hafi undanfarna áratugi beinst einkum að því að sem allra fæstir noti þá. Ég held þó, að þeir sem um mál þeirra véla, hafi viljað vel. Hið almenna þjóðfélagsástand hefur bara verið einkabílnum hagstætt. Um leið og hagur fólks batnar reynir það að komast milli staða á þægilegri hátt en með strætisvögnum. Afleiðingin verður sú að sífellt stærri svæði fara undir bíla og umferðarmannvirki allskonar og borgin dreifir svo úr sér að til vandræða horfir.
Bjarni hefur það bara ágætt á Bahamaeyjum eftir því sem ég best veit. Fellibylurinn Dean sem nú er sem mest í fréttum mun að líkindum ekki angra hann mikið. Í mesta lagi að fólk í Nassau fái sent frá honum rok og rigningu eftir því sem veðurspámenn telja.
Við Benni (aðallega Benni þó) fórum í dag með frystikistuna gömlu á nýtt heimili við Dalveginn (endurvinnslustöð) og settum auk þess upp nýja skápinn í þvottahúsinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.