6.8.2007 | 01:22
88. blogg
Það er að æra óstöðugan að reyna að fylgjast með því hvar fólk bloggar núorðið og finna bloggin þess. Allir þeir sem vinsældum ná virðast vera umsetnir og barist um að fá þá til að blogga nú frekar hér en þar.
Eitt sinn fylgdist ég vandlega með því sem Steingrímur Sævarr bloggaði en nú held ég að hann sé að mestu hættur því og farinn að bola Sigmundi Erni úr fréttastjórastólnum hjá Stöð 2. Annars minnir mig að Simma hafi verið sparkað uppá við og hann kallaður Forstöðumaður fréttasviðs eða eitthvað þess háttar.
Þetta minnir mig á þegar Sigurði Kolbeins var komið úr stól markaðstjóra hjá Stöð 2 og hann látinn taka að sér forstöðu þróunardeildar í staðinn. Fróunardeild sögðu sumir.
En þetta var útúrdúr. Ég var að tala um bloggara. Pétur Gunnarsson aka hux var einu sinni í uppáhaldi hjá mér, þó framsóknarmaður sé. Svo fór hann á eyjan.is held ég og bloggið hans hef ég ekki séð síðan. Einhverjir held ég að hafi líka farið að blogga á visir.is Kannski maður athugi þessi mál við tækifæri. Stebbi Páls er í sumarfríi núna og bölbænir í garð Moggabloggsins þess vegna heldur færri en vant er.
Hlynur Þór Magnússon, sem eitt sinn var blaðamaður á BB hefur nú snarhætt að láta í sér heyra hér á Moggablogginu, en einhversstaðar sá ég samt athugasemd frá honum nýlega.
Sigurður Þór Guðjónsson bloggar lítið þessa dagana. Það er eins og Grikkirnir hafi dregið úr honum allan mátt.
Svo eru einhverjir farnir að keppa í því sýnist mér hér á Moggablogginu að hafa fyrirsagnirnar sem allra lengstar. Sjálfur sleppi ég þeim, en er núna byrjaður á einskonar undirfyrirsögnum.
Blog.mbl.is er búið að taka yfir skak.is og á skákhorninu kvarta menn yfir því að á nýju bloggsíðuna vanti tengil yfir á hornið. Ég hef lítið orðið var við Egil Helga að undanförnu og veit eiginlega ekki hvar hann bloggar akkúrat núna. Þó hann viðurkenni það helst ekki sjálfur, þá var hann einmitt vanur að blogga á við tíu manns.
Ég hef ekki farið mikið á ossur.hexia.net að undanförnu en held að það sé alltaf sami kjafturinn á Össuri, svo eflaust væri rétt (og líklega skemmtilegt) að lesa það blogg, þó maðurinn sé orðinn ráðherra.
Ég uppgötvaði í gær að ég er náskyldur Gunnari Helga Eysteinssyni sem bloggar hér á moggablogginu af talsverðum móð og lætur fylgja með mynd af sér, sem sennilega er tekin um það leyti sem hann lærðí að ganga. Ég man ekki betur en að Gunnar Helgi sé einn af þeim fáu sem kommentað hafa á bloggið mitt svo einhvern tíma hefur hann lesið það.
Þessa klausu fann ég á bloggi einu í gærkvöldi:
Bloggvinir óskast
Ég virðist agalega afskiptalaus og einmanna, hef aðeins tvo bloggvini
og sára-fáir nenna að kvitta eða kommenta. Vilt þú ekki vera
bloggvinur minn?
Einn góðan veður dag, verð ég obboð fræg.
Þetta er býsna áhugavert og uppúr þessu fór hún (Sirrý Sig.) að setja inn skáldsögu í mörgum hlutum. Ég fór að lesa þessa sögu sem heitir Jens og Co. eða eitthvað þessháttar. Nú eru komnir 17 hlutar og ég bíð eftir fleirum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hæ! Gaman að heyra í þér. Sagan er fín finnst mér. Hvernig er með smásögurnar þínar? Ég kaupi aldrei glanstímaritin og les þau sjaldan. Nú bíð ég bara eftir kommenti frá stráknum hans Eysteins í Nóatúninu (áður á Víðimelnum). Var að enda við að setja inn sögur frá Vegamótum og ætlast eiginlega til að Anna í Holti (annaeinars.blog.is) kommenti á þær og mótmæli jafnvel því sem þar er sagt um hana.
Sæmundur Bjarnason, 7.8.2007 kl. 01:28
Að sjálfsögðu var ég að kommenta á Vegamótasögurnar. Það var ekkert venjulegt að alast þar upp. Manstu þegar þú manaðir Bjarna í að skríða að Langholtsrétt og aftur til baka, fyrir 500 kall ? Það gerði hann auðvitað og margir bílar stoppuðu til að athuga "hvað væri að". Eitt af fjölmörgum uppátækjum okkar/þín í den.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 18:14
Já, ég man vel eftir því. Eiginlega plataði hann mig dálítið þar því ég hélt að þetta væri varla hægt en hann batt gúmmíhlífar á hnén á sér áður en hann fór af stað. Aftur á móti var mamma hans áreiðanlega ekkert hrifin af útganginum á honum eftir þetta ævintýri.
Ég held að hann hafi verið hálfpirraður á bílunum sem stoppuðu en það var nú eitt aðalkryddið.
Sæmundur Bjarnason, 12.8.2007 kl. 01:47
Eg man lika vel eftir thessu og ef eg man rett tha var thad bara einn bill sem stoppadi og mer hafdi tha verid upalagt ad jarma sem eg gerdi. En thetta var nu toluvert meira mal en eg hafdi reiknad med.
bjarni 13.8.2007 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.