75. blogg

Dofri Hermannsson segir á sínu bloggi ađ hverasvćđiđ á Ölkelduhálsi sé  einstakt. Ţađ er vissulega rétt hjá honum, en á margan hátt má segja ţađ sama um Hengilssvćđiđ allt.

Gallinn viđ gufuaflsvirkjanir er ég hrćddur um ađ sé sá, ađ ţćr hljóta alltaf ađ verđa í námunda viđ falleg og sérkennileg svćđi. Ţess vegna er ég svolítiđ beggja blands um ţađ hvort eđlilegt sé ađ Orkuveita Reykjavíkur nýti sér orkuna sem ţarna er í iđrum jarđar.

Hverasvćđiđ á Ölkelduhálsi, ásamt hverunum og heita lćknum niđri í Klambragili eru ţó eflaust ţeir stađir á ţessum slóđum sem auđveldast er ađ lađa ferđamenn ađ.

Ađ einhverju leyti er ţađ nú ţegar gert. Ég held ađ ţeim fari sífellt fjölgandi sem leggja leiđ sína upp Reykjadal og inn í Klambragil til ţess ađ bađa sig í heita lćknum sem ţar liđast um grundir og á sinn ţátt í ţví ađ Varmáin sem rennur í gegnum Hveragerđi er eins heit og hún er.

Ţví miđur hafa Eldhestar ađ ég held stundađ ţađ undanfarin ár ađ fara međ ferđamenn á hestum um ţessar slóđir og víđa er land mjög trođiđ og útsparkađ eftir ţá.

Ţegar ég var ađ alast upp í Hveragerđi um miđja síđustu öld var mjög vinsćlt ađ fara í útilegur upp í Klambragil. Ţar átti skátafélag Hveragerđis skála viđ heita lćkinn og ţar lágum viđ oft viđ í eina eđa tvćr nćtur og fórum í gönguferđir um nágrenniđ. Heimsóttum jafnvel skátana í Ţrymheimum og Jötunheimum undir Skarđsmýrarfjalli, gengum á Hengilinn og fórum jafnvel niđur undir Ţingvallavatn framhjá Álftavatni, Kattartjörnum og Djáknapolli og gengum í leiđinni á Hrómundartind og Súlufell.

Ţessi skáli held ég ađ hafi fokiđ seinna meir og ţađ var ekki fyrr en löngu seinna sem Orkuveita Reykjavíkur lét reisa skála upp í hlíđinni skammt frá Klambragili viđ leiđina yfir í Grensdal (sem sumir kalla Grćndal)

Í Grensdal er miklill jarđhiti og jarđmyndanir ţar óvenju skrautlegar og margbrotnar.

Ţegar Hengladalsá, Reykjadalsá, Grensdalsá og Sauđá koma saman verđur Varmá til. Ţegar Varmáin kemur síđan niđur í Ölfus ekki langt frá Völlum og fer ađ nálgast Ölfusforirnar kallast hún Ţorleifslćkur. Ţetta ţótti mér alltaf dálítiđ merkilegt í gamla daga. Ađ svona margar ár ţyrfti til ţess ađ mynda einn lćk.

Hverasvćđiđ á Ölkelduhálsinum fyrir ofan Klambragiliđ er á allan hátt miklu tilkomumeira en hverirnir sem ţar mynda heita lćkinn. Hverirnir á ţessu svćđi eru af öllum mögulegum gerđum og stćrđum. Gríđarstórir hverir sem eru eins og lítil stöđuvötn, leirhverir, gufuhverir og eiginlega allskonar hverir.

Á sínum tíma stóđ til ađ leggja háspennulínu til álvers sem rísa átti á Keilisnesi yfir hverasvćđiđ á Ölkelduhálsi. Eitt mastriđ átti ađ ég held ađ standa rétt viđ glćsilegasta hverinn á svćđinu. Ţessu mótmćltu fáir, enda voru ţeir eflaust ekki margir á ţeim tíma sem ţekktu svćđiđ.

Reyndar eru vatnaskil ţarna ţví frá hverasvćđinu á Ölkelduhálsi hallar landinu í átt ađ Nesjavöllum og lćkir og ár á ţessu svćđi falla áreiđanlega til Ţingvallavatns


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

KLUKK !! 

Anna Einarsdóttir, 12.7.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Úps, ég veit ekki einusinni hvađ ţetta klukk ţýđir (eđa ţykist ađ minnsta kosti ekki vita ţađ).

Ţarf ég núna ađ klukka einhveja ađra? Ţarf ég ađ gera eitthvađ sérstakt? Veđriđ er svo gott núna ađ ég nenni varla ađ lesa blogg. Og eiginlega ekki heldur ađ skrifa slíkt. Hingađ til hef ég sleppt ađ lesa klukkumrćđu á öđrum bloggum. Ţar ég núna ađ fara til ţess. Úff.

Sjáum samt til. Kannski reyni ég ađ gera eitthvađ í kvöld. En núna er ég ađ hugsa um ađ hlusta á fréttir.

Sćmundur Bjarnason, 13.7.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki máliđ Sćmundur.   Ţetta er bara leikur og ţú rćđur hvort ţú ert međ eđa ekki.  Annars varstu duglegur ađ taka ţátt í leikjum í den !

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 14:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband