3174 - Tvær vísur

Ekki veit ég hvað ég ætti að skrifa um í dag. Jens Guð segist ekki vera með afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. A.m.k. hefur hann skrifað manna lengst hér á bloggið og það er engin furða þó hann sé með vinsælusu bloggurum hér. Uppfinningasemi hans er mikil og hann hefur fastan aðdáendahóp eins og ég hafði eitt sinn Þorsteina tvo sem oftast skrifuðu athugasemdir hér á bloggið mitt.

Íhaldshrókur afleitur
innan sviga graður.
þrammar áfram þrefaldur
Þorsteinn kvæðamaður.

Þessa vísu kenndi Þór mágur minn mér eitt sinn fyrir löngu. Hún er allsekki um Briemarann eða Siglaugsson, en á hugsanlega vel við núna.

Eitt sinn sagði ég og hafði eftir eihverjum öðrum, að góð vísa væri sú sem flestir gætu lært með því að heyra hana aðeins einu sinni. Mér finnst þessi vísa vera því marki brennd.

Ég er nú einu sinni skákáhugamaður. Einhverntíma var það að Velvakandi Morgunblaðsins eða einhver annar tilfærði þessa vísu:

Sátu tvö að tafli þar
tafls óvön í sóknum.
Aftur á bak og áfram var
einum leikið hróknum.

Þessa vísu hef ég kunnað lengi og alltaf álitið að væri argasta klámvísa. Ekki fór samt á milli mála að sá sem tilfærði þessa vísu í Mogganum áleit hana fjalla um skák.

Þetta blogg er orðið nokkuð langt, svo best er að hætta.

IMG 3735 

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband