3172 - Trump og Netanjahú

Ég þori ekki almennilega að skrifa það sem mér dettur í hug í sambandi við þetta nýjasta stríð í Ísrael.

Meðan Bandaríkjamenn segjast styðja Ukrainumenn í stríði sínu við Rússa ætla þeir að beita öllum sínum herstyrk til varnar Ísrael. Þvílík tvöfeldi. Þeir hugsa bara um eigin hag og hver veit nema þeir kjósi yfir sig glæpamanninn Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Ég skil ekkert í Demókrötum að tefla fram gamalmenninu Biden í komandi kosningum. Að vera nánast ósýnilegur í síðustu forsetakosningum er hans helsti styrkur.

Mig minnir að ég hafi skrifað mikið um Trump þegar hann var í framboði í forsetakosningunum árið 2016 og síðan alla hans forsetatíð og varla er hægt að telja mig stuðningsmann hans. Ef ég á svo eftir að skrifa um hann aftur. Ja, Guð hjálpi mér þá. Nei, ég meina ekki Jens Guð (sem mig grunar að sé Guðmundsson) Annars hlýtur hann að vera með allra afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. (Altsvo Jens Guð, en ekki hinn Gúddinn) Nú er ég kominn út fyrir efnið í öllu fimbulfambinu. Nenni ekki að leita að þræðinum.

Ekki ætla ég mér þá dul að spá um hvort Kata hættir alveg í stjórnmálum fyrir næstu kosningar. Sú er samt spá sumra. Þó sjálfstæðismenn séu hundóánægðir með núverandi stjórn, þora þeir ekki að slíta samstarfinu. Slíki gæti haft slæmar afleiðingar. Líklega þyrfti þá að losa sig við Bjarna. Sé ekki að neinn sé líklegur til þess. Kannski Gulli hafi tímasett framboð sitt vitlaust. Bjarni er hugsanlega dálítið veikur fyrir núna.

IMG 3738 

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Alltaf gaman að lesa blogg þitt.  Ég er með eina leiðréttingu:  Ég er EKKI í hópi afkastamestu bloggara.  Ég blogga ekki oftar en vikulega.  Ég hef bloggfærslurnar knappar;  eitthvað sem ég afgreiði með skyndihugdettu á örfáum mínútum.   

Jens Guð, 10.10.2023 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband