3170 - vonandi kemur kóvítið ekki aftur

Ef til stendur að breyta einhverju, er réttast að byrja á því að breyta sjálfum sér.

Ég hef ekkert skrifað ansi lengi. Sennilega er þetta ár alveg ónýtt blogglega séð. Svona er Kóvítið. Ég er að mestu leyti búinn að nota þetta ár til þess að læra að ganga aftur. Sumir eru meira en ár að því. Ásamt með gönguæfingum hefur þetta ár verið notað til ýmislegs. Bloggnáttúran hefur til dæmis komið að miklu leyti aftur. Sömuleiðis fingrasetningin. Þó er ég ekki nærri eins fljótur að skrifa og áður. Allt geri ég hægar. Er líka orðinn gamall mjög. Endurfæðingin kom tíunda febrúar. Þá losnaði ég af Sjúkrahúsinu.

Annars ætti ég ekki að festa mig í þessum upprifjunum. Þó get ég sagt að við hjónakornin dvöldum í fjórar vikur á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði. Las eða heyrði einmitt í gær eitthvað um Jónas Kristjánsson lækni og naut Grensáss ekki á nokkurn hátt. Samanber Sjónvarp allra landsmanna í gærkvöldi. Benni kom áðan og Helena verður líklega hjá okkur í nótt.

Eiginlega er þetta að verða nógu langt hjá mér að þessu sinni, svo það er kannski bara best að hætta.

IMG 3745

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Covid er ekkert farið. En meðan fólk fær sprautur á nokkurra mánaða fresti þá eru afleiðingarnar vægari og sjúkrahúsin ráða við innlagnirnar.

Velkominn aftur og farðu vel með þig.

Vagn 8.10.2023 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband