3155 - Það er nefnilega það

Nú er ég kominn í nokkurskonar bloggstuð. Veit ekki hve lengi það varir. En er á meðan er. Svo rammt kveður að bjartsýni minni eftir augnsteinaskiptin að ég skrifa þetta með sólgleraugu á nefinu. Annars er það ekki frétt heldur ekkifrétt. En á tímum allsherjar upplýsingaóreiðu er alveg sjálfsagt að stuðla að slíku. Upplýsingaóreiða held ég að þýði oftast nær lyga- eða ýkjufréttir. Þegar þessháttar er haldið að almenningi úr öllum áttum getur orðið vandlifað. Best er að trúa engu. Svo má trúa ákveðnum miðlum og engu öðru. Sumir trúa öllu sem sagt er. Einu sinni var sagt að það hlyti að vera satt sem hefði verið svart á hvítu. Svo er ekki lengur. Menn geta ráðið litnum sjálfir.

Eina jólabók er ég búinn að lesa. Hún er eftir Einar Kárason og var ákaflega fljótlesin. Hún er byggð á afreki Guðlaugs Friðþórssonar, sem flestum hlýtur að vera í fersku minni. Í fyrra minnir mig að hann hafi skrifað bók sem byggðist á flugslysinu í Héðinsfirði. Las hana líka. Þessar bækur eru mjög góðar þó maður viti sögulokin. Las líka eitthvað af Sturlungubókum hans og þótti þær sömuleiðis ágætar. Hann er greinilega sagnamaður af bestu gerð.

Þetta blogg er þegar orðið lengra en ég hugsaði mér í upphafi. Um að gera að hafa bloggin samt stuttaraleg. Þá eru þau frekar lesin. Fésbók og Twitter henta mér þó ekki.

IMG 3854Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn loksins komst í stuð,
hvín í lyklaborði,
ekkert er hér tafs og tuð,
treystum hverju orði.

Þorsteinn Briem, 6.12.2022 kl. 16:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini alltaf stendur sig
stóran hefur skrápinn.
Eðlilega mærir mig
miklu eldri strákinn.

Sæmundur Bjarnason, 6.12.2022 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband