3140 - Fésbók enn og aftur

Engar ambisjónir hef ég varðandi vinsældir og heimsóknarfjölda á þetta blogg. Ég skrifa bara á það þegar mér sýnist og um það sem mér sýnist. Lesendur hafa engin eða lítil áhrif á það sem ég skrifa hér.

Ef mér leiðist fésbókin og frekjan í henni verður bara svo að vera. Kannski tek ég hana í sátt að einhverju leyti, núna að kosningum loknum, því ég get alls ekki neitað því að útbreidd er hún og mörgum finnst þægilegt að skrifa á hana. Mörg öfga-hægri sinnuð viðhorf birtast hér á Moggablogginu, en við því get ég ekkert gert. Þykjist ekki vera þannig þenkjandi sjálfur.

Eflaust er ég ekki einn um að finnast fésbókin heldur leiðinleg og tilætlunarsöm. Alveg er ég samt hissa á því hve margir láta hana stjórna lífi sínu og virðast álíta hana upphaf og endi alls. Ekki er hægt að leiða hana með öllu hjá sér, til þess er hún alltof utbreidd auk þess að vera með öllu ókeypis fyrir flesta. Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast segir máltækið og það er greiilegt að ég fjölyrði mikið um fésbókar-ræfilinn.

Síðustu vikurnar hefur iðnaðarmaður einn og menn stundað niðurrif á baðherberginu hér í íbúðinni og síðan endurbyggt allt og flísalagt. Ekki get ég neitað því að fínt og flott er baðherbergið orðið, en ég er svo gamall hinsvegar að mér þykir heldur dýrt Drottins orðið. Við því er ekkert að gera og ekki um annað að ræða en borga. Þar að auki hef ég stundað hundapössun af miklum móð og jafnvel meira en ég er með góðu móti fær um. Við hjónin höfum undanfarið nýtt okkur að nokkrar gistinætur á Fosshótelum sem voru ónýttar síðan í fyrra, þegar flestir héldu að kovítinu væri að ljúka. Ekki þýðir að æðrast og fremur ber að fagna þvi að nú skuli loks sjá fyrir endann á faraldrinum illskeytta og lífið færast í eðlilegt horf á ný, þó það eðlilega horf þyki mér um sumt vera að yfirgefa mig núumstundir.

IMG 3867Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Fésbókin er fólki miskær. Sumir eru mjög háðir henni, aðrir vilja ekkert af henni vita. Eftir að Donald Trump var gerður brottrækur þaðan hefur virðing mín svo mjög þverrað fyrir fyrirtækinu að ég hef lítið verið þar inni. Er ekki bezt að ábyrgðina beri hver og einn? Ekki fjarstýrði hann mótmælendum. Vinstrimenn eins og í Black Lives Matters hreyfingunni unnu nú hrikaleg skemmdarverk og það fékk ekki sömu viðbrögð. Nei, þegar fyrirbæri eins og Fésbókin sýnir sitt rétta andlit, að vera verkfæri vinstriafla, þá finnst manni maður vera hlunnfarinn, og að maður sé misnotaður þarna inni, og að til þess sé ætlast af manni að maður hafi ákveðnar skoðanir. Skoðanakúgun sem sagt, sem ekki er hægt að sætta sig við.

Hins vegar tek ég undir það með þér að gott er að fara þangað stundum inn og spjalla við vini og kunningja. 

Nema hvað, manni finnst það eins og að koma inn á bar þar sem skilti með pólitískri áletrun stendur yfir barnum. Ekki lengur frjáls bar öllum opinn.

Það er gallinn.

Annars vona ég að þú verðir fyrir sem minnstum truflunum frá iðnaðarmanninum.

Já, ekki lengur kyrrð og ró eins og í faraldrinum.

Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2022 kl. 01:40

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Verkfæri vinstri aflanna segirðu að fésbókin sé, ekki er ég sammála þér með það. Hægri öfgaöfl eru líka áberandi þarna. Held að hópar og hvers konar öfgar eigi auðvelt með að vera þarna. Þó fésbókin stuðli að víðsýni og berjist gegn öfgum er að mínu áliti hvorki hægt að bendla hana við vinstri eða hægri. Upprunnin er hún a.m.k. í hægri sinnuðu landi.

Sæmundur Bjarnason, 28.5.2022 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband