26.5.2022 | 06:56
3140 - Fésbók enn og aftur
Engar ambisjónir hef ég varðandi vinsældir og heimsóknarfjölda á þetta blogg. Ég skrifa bara á það þegar mér sýnist og um það sem mér sýnist. Lesendur hafa engin eða lítil áhrif á það sem ég skrifa hér.
Ef mér leiðist fésbókin og frekjan í henni verður bara svo að vera. Kannski tek ég hana í sátt að einhverju leyti, núna að kosningum loknum, því ég get alls ekki neitað því að útbreidd er hún og mörgum finnst þægilegt að skrifa á hana. Mörg öfga-hægri sinnuð viðhorf birtast hér á Moggablogginu, en við því get ég ekkert gert. Þykjist ekki vera þannig þenkjandi sjálfur.
Eflaust er ég ekki einn um að finnast fésbókin heldur leiðinleg og tilætlunarsöm. Alveg er ég samt hissa á því hve margir láta hana stjórna lífi sínu og virðast álíta hana upphaf og endi alls. Ekki er hægt að leiða hana með öllu hjá sér, til þess er hún alltof utbreidd auk þess að vera með öllu ókeypis fyrir flesta. Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast segir máltækið og það er greiilegt að ég fjölyrði mikið um fésbókar-ræfilinn.
Síðustu vikurnar hefur iðnaðarmaður einn og menn stundað niðurrif á baðherberginu hér í íbúðinni og síðan endurbyggt allt og flísalagt. Ekki get ég neitað því að fínt og flott er baðherbergið orðið, en ég er svo gamall hinsvegar að mér þykir heldur dýrt Drottins orðið. Við því er ekkert að gera og ekki um annað að ræða en borga. Þar að auki hef ég stundað hundapössun af miklum móð og jafnvel meira en ég er með góðu móti fær um. Við hjónin höfum undanfarið nýtt okkur að nokkrar gistinætur á Fosshótelum sem voru ónýttar síðan í fyrra, þegar flestir héldu að kovítinu væri að ljúka. Ekki þýðir að æðrast og fremur ber að fagna þvi að nú skuli loks sjá fyrir endann á faraldrinum illskeytta og lífið færast í eðlilegt horf á ný, þó það eðlilega horf þyki mér um sumt vera að yfirgefa mig núumstundir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fésbókin er fólki miskær. Sumir eru mjög háðir henni, aðrir vilja ekkert af henni vita. Eftir að Donald Trump var gerður brottrækur þaðan hefur virðing mín svo mjög þverrað fyrir fyrirtækinu að ég hef lítið verið þar inni. Er ekki bezt að ábyrgðina beri hver og einn? Ekki fjarstýrði hann mótmælendum. Vinstrimenn eins og í Black Lives Matters hreyfingunni unnu nú hrikaleg skemmdarverk og það fékk ekki sömu viðbrögð. Nei, þegar fyrirbæri eins og Fésbókin sýnir sitt rétta andlit, að vera verkfæri vinstriafla, þá finnst manni maður vera hlunnfarinn, og að maður sé misnotaður þarna inni, og að til þess sé ætlast af manni að maður hafi ákveðnar skoðanir. Skoðanakúgun sem sagt, sem ekki er hægt að sætta sig við.
Hins vegar tek ég undir það með þér að gott er að fara þangað stundum inn og spjalla við vini og kunningja.
Nema hvað, manni finnst það eins og að koma inn á bar þar sem skilti með pólitískri áletrun stendur yfir barnum. Ekki lengur frjáls bar öllum opinn.
Það er gallinn.
Annars vona ég að þú verðir fyrir sem minnstum truflunum frá iðnaðarmanninum.
Já, ekki lengur kyrrð og ró eins og í faraldrinum.
Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2022 kl. 01:40
Verkfæri vinstri aflanna segirðu að fésbókin sé, ekki er ég sammála þér með það. Hægri öfgaöfl eru líka áberandi þarna. Held að hópar og hvers konar öfgar eigi auðvelt með að vera þarna. Þó fésbókin stuðli að víðsýni og berjist gegn öfgum er að mínu áliti hvorki hægt að bendla hana við vinstri eða hægri. Upprunnin er hún a.m.k. í hægri sinnuðu landi.
Sæmundur Bjarnason, 28.5.2022 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.