3141 - Ukraina o.fl.

Erfitt er fyrir þá sem tengjast Ukrainu með einhverju móti að skrifa um þau mál öllsömul. Á flestan hátt eru mál sem tengd eru stríðinu þar þyngri en tárum taki. Árásarstríð Rússa hefur á flestan hátt sameinað Evrópu meira en nokkuð annað. Margir þeirra sem hingað til hafa bölvað Evrópusambandinu (ESB eða EU) hafa tekið það á vissam hátt í sátt undanfarið. Ekki er líklegt að samstaða Vesturveldanna rofni í bráð, en svo virðist sem Tyrkir ætli að reyna að koma í veg fyrir að Finnland og Svíþjóð komist í NATO.

Sigurður Ingi og þó einkum Bjarni Benediksson hafa greinilega leikið Katrínu Jakobsdóttur grátt í stjórnarmyndunarviðræðunum óralöngu, bæði í málum sem tengjast NATO-aðild og bankasölu og nú ræður hún yfir síminnkandi flokki. Að þeir sem yfirgeta þann flokk skuli einkum fara yfir til Framsóknar sýnir bara að aðrir kostir eru ekki fýsilegri. Ekki er víst að þeir hafi langa viðdvöl þar. Dagur mun áreiðanlega leysa núverandi formann Samfylkingarinnar bráðlega af hólmi og líklega auka vinsældir hennar.

Um að gera að hafa bloggin ekki of löng. Það er nefnilega talsvert átak að lesa mörg blogg. Einu sinni gerði ég það, en er að mestu hættur því núna. Legg áherslu á að svara athugasemdum sem koma á bloggið mitt og stundum er ég óþarflega hvassyrtur í garð þeirra sem ég er ekki sammála. Fáeinir virðast lesa bloggið mitt reglulega.

Búið er að sækja hundinn Bjart sem hér var í pössun undanfarna daga.

Ekki er ennþá búið að ganga frá öllu á baðinu endurnýjaða, en það stendur til bóta. Einnig er reglulega fínt að fara í bað þar. Sjálfur var ég vanur að fara í baðkarið, en þetta er miklu betra.

Læt þetta nægja að sinni.

IMG 3871Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband