3133 - Mannkynssaga

Þegar maðurinn komst að því að hann gat ráðið við eða forðast öll dýr merkurinnar, gerði hann sér grein fyrir því, að hann var orðinn herra jarðarinnar og nýtti sér það út í ystu æsar.

Þau tímamót í sögu heimsins gerðust að sjálfsögðu í fyrndinni og eftir það er saga mannsins í vissum skilningi saga þróunar lífsins, sem vissulega hefur nokkrum sinnum verið ógnað og þá helst af síendurteknum heimsstyrjöldum og tortímingarþrá mannsins sjálfs.

Þegar maðurinn hefur sigrast að þeirri þrá sinni að drepa sem flesta menn aðra en sjálfan sig er von til þess að mannkynið þróist áfram.

Þeirri þróun eru engin takmörk sett önnur en þau að maðurinn þrói smátt og smátt vélar sem taki völdin af honum. Takist að koma í veg fyrir það er ekkert sem kemur í veg fyrir að mannkynið leggi geiminn allan undir sig.

Það er þá helst að eitthvað annað „mannkyn“ eða lífsform sé í rauninni komið lengra á þróunarbrautinni og útrými mannkyninu. Sú hætta er vissulega fyrir hendi, því við vitum ekki neitt um það hvort líf á öðrum hnöttum er fjandsamlegt eða vinsamlegt. Höfum samt leyfi til að vona hið síðarnefnda.

Þetta blogg er svosem alveg orðið nógu langt og ekki er hægt að segja að það fjalli um einskisverða hluti.

IMG 3970Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að mannkynið geti lagt allan geiminn undir sig.

Alla vega fyrir hádegi. cool

"Alheimurinn er stöðugt að þenjast út.

Að þessari niðurstöðu komst bandaríski stjörnufræðingurinn Edwin Hubble fyrstur manna á þriðja áratugnum."

Hvar endar alheimurinn og hversu stór er hann? - Vísindavefurinn

Hins vegar hefur mannkynið fyrir margt löngu búið til vélar sem tekið hafa völdin af mönnum, til að mynda umferðarljós og myndavélar sem taka sjálfvirkt myndir af bílum sem aka yfir gatnamót á rauðu ljósi.


Og bílar tóku völdin af Sjálfstæðisflokknum. cool

Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 10:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir ofan dyrnar að hátíðasal Háskóla Íslands stóð "Vísindin efla alla dáð" en að sögn Þórarins Eldjárns datt "l" í "efla" ofan í kollinn á einum prófessornum, þannig að nú stendur þar "Vísindin efa alla dáð". cool

Við þetta ruglaðist prófessorinn og fór að kanna hvort líf væri í tuskum en það er þó mun gáfulegra en að rannsaka hvort líf sé úti í geimnum, sem getur að sjálfsögðu leitt til alls kyns ófarnaðar fyrir mannkynið.

Curiosity killed the cat cool

Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 12:50

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini minn. Mér er alveg sama hvort hlutirnir gerast fyrir eða eftir hádegi!!!

Hver veit nema mannkynið þenjist líka út.

Passðu þig að fá ekki svartsýnina í hausinn.

Sæmundur Bjarnason, 17.4.2022 kl. 17:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kanar og Mörlendingar hafa almennt verið að þenjast út en ég held að það hjálpi nú lítið í þessu samhengi, hvorki fyrir né eftir hádegi, Sæmi minn. cool

Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband