3132 - Rússarnir koma

3132 – Rússarnir koma

Nú er komið talsvert fram í Apríl og ég er að mestu leyti kominn í þann farveg að ég skrifa (blogga) mánaðarlega til þess að geta bent á að ég hafi bloggað í hverjum mánuði alveg hreint óralengi. Hægt er að ganga úr skugga um slíkt útvortis á blogginu mínu. Svolítið vanda ég mig þegar ég skrifa hér og og breyti litlu sem engu eftirá. Þegar ég skrifa í hina dagbókina, sem ég geri svona öðru hvoru, læt ég mun meira vaða á súðum. Þau skrif má e.t.v. nota seinna meir til að staðsetja á tímalínu ýmsa fjölskylduatburði. Myndirnar sem ég hef tekið er líka hægt að nota til þess. (Ath. Þetta var skrifað í síðustu viku)

Á mánudaginn kemur eða þriðjudaginn er væntanlegur maður til að laga og breyta ýmsu á baðherberginu. Svo held ég að Benni og Co. fari til Tenerife fljótlega.

Af hverju í ósköpunum er ég að þessu bloggi? Sennilega er það merkilegasta varðandi mig hvað ég er í rauninni hrikalega venjulegur. Stundum finnst mér samt að ég sé afskaplega merkilegur. Líki mér jafnvel í huganum við meistara Þórberg. Hann ræktaði þó sína sérvisku og steinhætti að vinna venjulega launavinnu á unga aldri. Auk þess sem hann var greinilega langt á undan sinni samtíð í flestu eða öllu. Kannski var hann í rauninni ákaflega venjulegur að öðru leyti. Hvað veit ég?

Síðast þegar ég bloggaði fjasaði ég eihvað um Ukrainu-stríðið og þóttist voða gáfaður eins og venjulega. Kannski ég haldi því áfram. Ekki nenni ég að skrifa um kynþáttafordóma eða bankahneyksli einsog mest er í tísku þessa dagana. Sú mikla samúð sem Ukrinubúar fá um þessar mundir er ekki öruggt að þeir fái endalaust. Því miður. Ekki er líklegt að Pútín og hyski hans hætti öllum stríðsrekstri bara sísvona. Þó gæti verið að þeir sæju fljótlega hve tilgangslaust þetta er. Allir virðast vera á móti Rússum.

Einhver mynd.IMG 3971


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Larfurinn með langan arm,
laug með rassagati,
pabba færði gömlum garm,
gull á silfurfati.

Þorsteinn Briem, 16.4.2022 kl. 12:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raunir margar Raspútíns,
ræfillinn í skarni,
pyngju þyngir pabba síns,
pókerkarlinn Bjarni.

Þorsteinn Briem, 16.4.2022 kl. 13:21

3 identicon

Sæll Sæmundur, 

"Ekki er líklegt að Pútín og hyski hans hætti öllum stríðsrekstri bara sísvona."

Já, ég held að það sé rétt hjá þér. 
En hvað réttlætir það að stjórnvöld í Úkraínu brjóti svona alþjóðalög og hefji hvert stríðið á fætur öðru gegn sínu eigin rússnesku ættuðu fólki þarna í Donbas (Donetsk og Luhansk), nú og er hafa kostað yfir 14.000 rússnesku ættað fólk lífið sl. 8 ár (eða frá 2014)?

Áttu Rússar að horfa uppá það að stjórnvöld í Úkraínu væru áfram að hefja hvert stríðið á fætur öðru gegn rússnesku ættuðu fólki þarna í Donbas, (og sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið að vopna og fjármagna) og það án þess að gera eitt eða neitt? 

Hver var að segja að stjórnvöld í Úkraínu væru algjörlega saklaus, nú og allt af því fullkomin líka og/eða færu algjörlega eftir alþjóðalögum o.s.frv.?

Hvað með þessa stóru árás er stjórnvöld í Úkraínu voru búin að skipuleggja svona vel, og sem stóð til að framkvæma gegn Donbas í síðasta mars mánuði? 



En það er rétt þetta er allt saman eitthvað sem að má alls ekki minnast á í þessum líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum hér á landi, svona rétt eins og með annað varðandi þessi líka stórhættulegu lífefnavopn framleiðslu Bandaríkjamanna í Úkraínu,eða þar sem að stóð til að nota þessi lífefnavopn í væntanlegri árás á vegum Úkraínuhers gegn Donbas í síðasta mars mánuði.
KV. 







Þorsteinn Sch Thorsteinsson 16.4.2022 kl. 20:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrikarlar og -kerlingar eru örlítill minnihluti hér á Klakanum og þetta lið telur alla vera vinstrisinnaða sem ekki eru öfgahægrisinnaðir. cool

Þannig telur þetta kexruglaða lið alla sem eru frjálslyndir vera vinstrisinnaða, enda þótt þeir séu í hægrisinnuðum flokkum, til að mynda Viðreisn hér á Klakanum.

Evrópusambandið er fyrst og fremst frjálslynt bandalag og þar af leiðandi telur öfgahægriliðið sambandið vera vinstrisinnað bandalag. cool

Og öfgavinstriliðið er andlega náskylt öfgahægriliðinu, enda hefur öfgahægristefna nú tekið við af kommúnismanum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. cool

Í seinni heimsstyrjöldinni börðust fasistar Hitlers við kommúnista Stalíns en frjálslyndi og lýðræði er eitur í beinum beggja.

Þeir síðarnefndu fóru með sigur af hólmi í Austur-Evrópu og stjórnuðu henni allri þar til fyrir þremur áratugum þegar Sovétríkin hrundu vegna spillingar, óstjórnar og ólýðræðislegra stjórnarhátta, sem Rússland Pútíns mun að sjálfsögðu einnig gera að lokum.

Úkraínumenn berjast nú fyrir frjálslyndi, lýðræði og aðild að Evrópusambandinu og NATO, og þar af leiðandi heldur fjöldinn allur af öfgahægrikörlum og -kerlingum með Pútín í innrásinni í Úkraínu. cool

Þorsteinn Briem, 16.4.2022 kl. 21:21

6 identicon

Sæll Nafni, 

Við eru alltaf að heyra eitthvað nýtt og sérstakt varðandi NATO, nú og þeirra leynilegu aðgerðir fyrir allt þetta líka stóra heimskipulag New World Order í öllum þessum Glóbalisma þínum, þú?
KV.

NATO planned to send troops to Ukraine in summer 2022 claims former Ukrainian Prime Minister


NATO Planned to Launch a War Against Russia: Azarov


Former Ukrainian Prime Minister: Russia prevented NATO from starting the third world war





Þorsteinn Sch Thorsteinsson 16.4.2022 kl. 21:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Sambandslagasamningi Íslands og Danmerkur frá árinu 1918 var Ísland opinberlega hlutlaust ríki í seinni heimsstyrjöldinni, sem kom þó ekki í veg fyrir að Þjóðverjar sökktu íslenskum skipum, enda sigldu mörg þeirra með fisk til Bretlands. cool

Hlutfallslega svipaður fjöldi Mörlendinga og Norðmanna dó vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Ráðist var inn í bæði Ísland og Noreg og ríkin hersetin, Noregur af Þjóðverjum og Ísland af Bretum, þannig að hlutleysið hafði þar ekkert að segja. cool

Ísland og Noregur voru svo stofnríki NATO árið 1949 og að sjálfsögðu er ekkert ríki í NATO hlutlaust ríki.

Í Eistlandi er fólk af rússneskum ættum um 24% íbúanna en árið 2001 voru þeir um 17% þeirra sem þá bjuggu í Úkraínu. cool

Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, eru nú öll í NATO og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO, sem er miklu meira herveldi en Rússland.

Og friðarsinninn Katrín Jakobsdóttir tekur sig vel út á NATO-fundum í rauðum skóm. cool

Hversu margir Íslendingar dóu vegna seinni heimsstyrjaldarinnar? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.4.2022 kl. 21:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísir.is 5.4.2022:

"Um 91% Úkraínumanna styðja aðild Úkraínu að Evrópusambandinu." cool

13.4.2022 (síðastliðinn miðvikudag):

Umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að NATO verði samþykktar á leiðtogafundi NATO í lok júní

13.4.2022 (síðastliðinn miðvikudag):


Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi og myndu missa meirihlutann á Alþingi

9.3.2022:


Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

Bráðum springa mörlenskir öfgahægrikarlar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að súrsaðir selshreifar, sviðakjammar, hrútspungar og lambatittlingar dreifast yfir heimsbyggðina. cool

Þorsteinn Briem, 16.4.2022 kl. 22:52

9 identicon

Sæll aftur Nafni,

Það verður nú að reyna koma á þessu ESB og NATO ógnar- og kúgunartæki yfir alla heimsbyggðina, eða svo að elítan (The committee of 300, Bilderberg Group, Trilateral Commission og The Council on Foreign Relations) geti haft stjórn á öllu í öllum þessum líka Glóbalisma NEW WORLD ORDER (NWO). Nú og valið sína eigin menn bakvið tjöldin í framkvæmdastjórnir, svo og forseta líka, eins og t.d. með framkvæmdastjórn ESB (já, er þú elskar svona mikið). 

Hjá þér þá er það mjög mikilvægt að koma á svona heimsstjórnunarkerfi NWO fyrir allan fyrirtækjaismann (corporatism). Eins og áður segir, þá ættir þú að fá þér bókina "The European Union Mercosul and New World Order" til að koma á þessu alræði fyrir allar þessar elítur, eða svo menn eins og þið getið áfram svona líka kúgað- og einangrað aðrar þjóðir, þú? Annars held ég að allar þessar skoðanakannanir ykkar ESB- sinna séu ekkert annað en lygar.
KV.
   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson 17.4.2022 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband