6.10.2021 | 11:20
3108 - Á mjóum ţvengjum lćra hundarnir ađ stela
Mér virđist einkum vera rćtt hér á Moggablogginu um Covid og pólitík. Lćt mér ţađ í léttu rúmi liggja. Skrifa um allan fjandann hér og er alveg sama hvort menn lesa ţessi ósköp eđa ekki.
Ţessi dćgrin eru ţađ einkum tveir málshćttir eđa orđtök sem ţvćlast fyrir mér. Annar er svona: Á mjóum ţvengjum lćra hundarnir ađ stela. Ég er nokkuđ klár á óeiginlegri merkingu ţessa málsháttar, en um uppruna ţess og upphaflega merkingu veit ég ekki neitt, enda međ öllu ólćrđur í ţessum frćđum. Hvađa hunda er veriđ ađ tala um og hverju stela ţeir? Helst hefur mér dottiđ í hug ađ um sé ađ rćđa Grćnlenska sleđahunda og ađ ţeir steli sér matarbita. Dugnađurinn í ţeim kann ađ skýrast međ grimmd og hungri.
Hinn málshátturinn er ađ ég held ćvagamall og hljóđar ţannig: Sjaldan er gíll fyrir góđu nema úlfur á eftir renni.
Held ađ ţessi málsháttur sé einskonar veđurspádómur. Vel getur veriđ ađ mér fróđari menn skýri hann á allt annan hátt, en mér datt í hug skýring á honum ţegar ég var andvaka um fimm eđa sexleytiđ í fyrrinótt. Ţá settist ég útá svalir, sem eru gleri girtar. Myrkur var og stjörnubjart. Svo fór ađeins ađ birta. Ţá sá ég eins og rönd af tunglinu rétt fyrir ofan Akrafjalliđ og greinilega var sólin ekki langt á eftir á himninum. Af ţessu dró ég ţá ályktun ađ gíllinn vćri tungliđ, en sólin úlfurinn. Kannski er ţetta tóm vitleysa, en mér finnst ţetta ekki fráleitt. Spurning hvort nýtt tungl sé ađ kvikna um ţessar mundir.
Mađur einn kom á bć um vetur ađ kvöldi og ţóttist vera blindur. Ţetta gerđi hann til ađ ţurfa ekki ađ gera neitt á vökunni, en ćtlast var til ađ gestir gerđu eitthvađ gagnlegt ţá. Ţegar kona ein missti ull á gólfiđ sagđi gesturinn: Mér heyrđist svartur ullarlagđur detta. Síđan er ţetta haft ađ orđtaki.
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri fćrslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sćll Sćmundur.
Ţessa setningu er ađ finna í Sölku Völku e. HKL en ţar er ţessi málsháttur tilgreindur og merking hans í málinu:
Á mjóum ţvengjum lćra hvolparnir ađ stela: menn byrja ađ stela litlu en fyrr en varir eru ţeir
orđnir stórţjófar.
Hundar (hvolpar) reyna ađ eta sig lausa af reimum (ţvengjum) og
komast upp á bragđiđ í ţađ minnsta og í fleira eftir ţví sem slit
ţeirra er meira > komast af litlu á bragđiđ.
Sjaldan er gíll fyrir góđu nema úlfur á eftir renni.
Hér er átt viđ hjásólir og úlfakreppu sólar.
Á Vćisindavefnum er ţetta betur útlýst:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=195
Húsari. 6.10.2021 kl. 16:27
Í bók Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar um íslenska málshćtti er málsháttarins um hundana getiđ en engar skýringar gefnar ţar um hvernig hann hafi orđiđ til.
Ţetta međ gílinn og úlfinn hef ég líka heyrt en held mig a.m.k. viđ ţađ ađ mögulega sé ţetta einskonar veđurspádómur.
Sćmundur Bjarnason, 6.10.2021 kl. 23:16
Sćll Sćmundur.
Biđ ţig velvirđingar á ţví ađ hlekkur sem ég
sendi ţér um gíl og úlf var kolrangur.
---
Svariđ í heild af Vísindavef:
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:
Ţá mćlti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nćr svá sem hún sé hrćdd, ok eigi myndi hon ţá meir hvata göngunni, at hon hrćddist bana sinn."
Ţá svarar Hárr: "Eigi er ţat undarligt, at hon fari ákafliga. Nćr gengr sá, er hana sćkir, ok engan útveg á hon nema renna undan."
Ţá mćlti Gangleri: "Hverr er sá, er henni gerir ţann ómaka"
Hárr segir: "Ţat eru tveir úlfar, ok heitir sá, er eftir henni ferr, Skoll [Sköll]. Hann hrćđist hon, ok hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróđvitnisson, er fyrir henni hleypr, ok vill hann taka tunglit, ok svá mun verđa."
Ţarna er ađ finna elstu vísun í íslensku um hjásólir eđa aukasólir en til gamans má geta ţess ađ í grískri gođafrćđi er einnig sagt frá ţví ađ úlfar leitist viđ ađ gleypa sólina. Í fornu máli og í síđari alda máli eru ţess mörg dćmi ađ menn ţóttust geta séđ fyrir ókomna atburđi af teiknum á himni.
Hjásólir eđa aukasólir (parhelia) eru ljósdílar í kringum sólina.
Elstu dćmi um málsháttinn "Sjaldan er gíll fyrir góđu nema úlfur á eftir renni" er ađ finna í Málsháttasafni Guđmundar Jónssonar (Kaupmannahöfn 1830) og Ţjóđsögum Jóns Árnasonar. Í síđari heimildinni er skýringin á ţessu fyrirbrigđi mjög rćkileg:
Hjásólir eđa aukasólir, ţađ eru ljósdílar í kringum sólina, eru ekki sjaldsénar á Suđurlandi. Ef tvćr hjásólir sjást í einu sín hvorumegin sólarinnar, önnur á undan sól, en hin á eftir, er ţađ kallađ ađ "sólin sé í úlfakreppu" eđa ađ "ţađ fari bćđi á undan og eftir sól" og er hvort tveggja orđatiltćkiđ dregiđ af úlfunum Sköll sem átti ađ gleypa sólina og Hata sem átti ađ taka tungliđ. Stundum er ţetta kallađ gílaferđ og hjásólin sem fer á undan sól gíll. Hann ţykir ills viti međ veđur ef ekki fer einnig á eftir sólu, en sú hjásól er enn kölluđ úlfur og er ţađan dreginn talshátturinn: "Sjaldan er gíll fyrir góđu nema úlfur á eftir renni." (Ný útgáfa (1954), bls. 655)
Elstu dćmi um nafnorđiđ gíll 'aukasól, ljósblettur sem sést stundum rétt vestan viđ sól' eru frá síđari hluta 18. aldar og breytingin frá fara/renna eftir einhverjum í fara/renna á eftir einhverjum er naumast miklu eldri. Nútímamynd málsháttarins er ţví tiltölulega ung en minniđ er fornt.
Af sama meiđi eru orđasamböndin 'ađ vera í úlfakreppu', 'lenda í úlfakreppu' og ýmis afbrigđi af sama toga međ vísun til ţess er einhver er mjög ađţrengdur, oft ţar sem eitthvađ tvennt togast á.
Húsari. 7.10.2021 kl. 02:12
Takk fyrir ţetta. Var ađ sjá ţetta núna.
Sćmundur Bjarnason, 11.10.2021 kl. 08:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.