3107- Khashoggi

Þann 2. október 2018, eða fyrir 3 árum, fór Jamal Khashoggi í sendiráð Saudi Arabiu í Ankara í Tyrklandi til að sækja plögg varðani giftingu sína og tyrkneskrar konu. Þar var hann myrtur og sundurlimaður og ekkert hefur til hans spurst síðan. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna lét á sér skilja að hernaðartækjakaup Saudi Arabiu í Bandaríkjunum væru mikilvægari en líf eins blaðamanns. Þetta atvik var mikið í fréttum á sínum tíma og í kosningabaráttunni s.l haust í Bandaríkjunum lýsti Biden núverandi Bandaríkjaforseti þvi yfir að hann mundi láta MBS eða Muhammad bin Salman, stjónanda Saudi Arabiu, sem sannað var af FBI, að hefði gefið skipun um morðið, gjalda þess.

Fyrir nokkrum dögum var Sullival sérstakur fulltrúi Bidens í Saudi Arabiu. Ekki til að minnast Khashoggis heldur í tilefni loftárása Saudi Araba á uppreisnarmenn í Yemen. Þannig efnir Biden kosningaloforð sín.

Annars eru Íslendingar uppteknir af kosningasvindli, stjórnarmyndun og þessháttar nú um stundir. Býst fastlega við að reynt verði að svæfa tvítalninguna í Norðvesturkjördæmi eins og Samherjahneykslið. Getur samt orðið erfitt og snúið fyrir Alþingi.

Á endanum tekst mér væntanlega að láta hvert blogg vera eina setningu.

IMG 4216Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmundur,

Takk fyrir að vekja máls á þessu. Hann Edward Snowden karlinn opinberaði reyndar að ísraelskur tölvuhugbúnaður var notað til að hafa uppá honum Jamal Khashoggi.
KV.

Edward Snowden: Israeli spyware was used to track and eventually kill Jamal Khashoggi


Snowden: If
Israels NSO had refused sale to Saudi, Khashoggi would be alive

Þorsteinn Sch Thorsteinsson 3.10.2021 kl. 23:14

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst skipta mestu máli af hverju hann var drepinn og hver ber í rauninni ábyrgð á þessu verki.

Sæmundur Bjarnason, 4.10.2021 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband