3109 - Þorsteinar tveir

Eiginlega sakna ég Þorsteinanna minna. Þorsteinns (Steina) Briem og Þorsteinns Siglaugssonar. Þeir voru vanir að kommenta hér einu sinni. Svo fór ég að blogga æ sjaldnar og þá hættu þeir þessu að sjálfsögðu.

Steini Briem var ansi fundvís á skemmtilegt rím og lét ýmsar vísur flakka. Ég reyndi að svara þeim, en gekk það stundum illa. Fangaráðið var oft að taka rímorð og fleira upp hjá Steina, afbaka það og láta það duga. Steini, sem ég trúi alveg að hafi eitt sinn unnið hjá Mogga sjálfum, var líka verulega glúrinn við að finna lagagreinar og annað sem snertu það sem ég hafði verið að skrifa um.

Þorsteinn Siglaugsson var líka oft nokkuð skemmtilegur, lögfræðingur eins og margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og mikill andstæðingur Þórólfs sóttvarnarlæknis, sem hann uppnefdi gjarnan og kallaði Sóttólf. Kannski hafa fleiri gert það.

Ómar Ragnarsson og Jens Guð ásamt fleirum virtust stundum lesa bloggið mitt og kommenuðu endrum og sinnum.

Nú er mér greinilega að fara fram í því að hafa bloggin stutt.  

Ég hugsa að Trump komist ekki einu sinni í framboð fyrir repúblikana árið 2024, hvað þá að hann vinni þær forsetakosningar sem þá verða. Áhrif hans verða þó einhver.

IMG 4183Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Klókur ertu að nafngreina menn svona Sæmundur. Nú get ég ekki látið hjá líða að kommenta á bloggið þitt þótt ekki verði það í bundnu máli að þessu sinni, né að ég hafi í sjálfu sér neitt að segja, en kannski fer bara best á því, enda móðgar maður engan ef maður segir ekki neitt, ekki einu sinni Sóttólf garminn. Vona að nafni Briem sjái sína sæng upp reidda og rími eitthvað handa þér. Annars er gaman að þú sért aftur farinn að skrifa um Trumpsa vin þinn. Kannski hann eigi handa þér vísu líka ef þú biður fallega.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2021 kl. 22:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, áreiðanlega kann Trump ekki að yrkja, þó hann sé nokkuð góður í sumu. Merkilegt hvað fjölmiðlum þykir Trump merkilegur. Ennþá hefur hann svosem talsverð áhrif í republikanaflokknum, en þau fara minnkandi. Bandarískir fjölmiðlar horfa mest í eigin barn og er það að mörgu leyti skiljanlegt.

Sæmundur Bjarnason, 17.10.2021 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband