3074 - Hugsanir

Hugsanir okkar og hvatalíf er það merkilegasta í lífinu. Hugsanir annarra koma okkur lítið við. Þó er samband okkar við annað fólk greinilega það sem næstmestu máli skiptir. Hversvegna erum við þá alltaf að flækja málið með því að ímynda okkur allan fjandann? Getum við ekki bara sagt eða gert það sem okkur býr í brjósti og látið þar við sitja? Látið bara eins og ekkert sé og séð til hvert það leiðir okkur? Eru það margir sem gera sér rellu útaf því sem við höldum og hugsum?

Þarna er það sem ég held að heimspekin geti komið til hjálpar. Sú viðleitni mannanna að bæta sig sífellt, er hugsalega það sem skilur okkur mest frá hinum svokölluðu „skynlausu skepnum“. Ef litið er hlutlaust á vísindin er ekki hægt að komast á aðra skoðun en þá að framfarir hafi orðið verulegar á umliðnum öldum. Að vísu miðar okkur skelfilega hægt á sumum sviðum en almennt eru framfarirnar miklar.  

Sennilega má segja að matur sé númer þrjú. Það er að segja matur í víðasta skilningi sem hægt er að hugsa sér. Altsvo allt sem við látum ofaní okkur. Semsagt: 1. Hugsun. 2. Samskipti. 3. Matur.

Flokkunin í nákvæmari atriðum gæti svo verið eftir hentugleikum hvers og eins.

Einhverjum kynni að detta í hug að peningar ættu að koma til álita. Svo er þó ekki. Þarna er bara sé um að ræða tölur á blaði. Að vísu hafa þessar tölur auðveldað viðskipti á öllum sviðum. Það finnst mér ekki gera þá að grundvallaratriði.

Til dæmis er vel hægt að hugsa sér að öll vinna sé bara hugsun í hægagangi. Altsvo hægagangshugsun.

Hver nennir að lesa þessi ósköp? Er það ekki eitt að helstu vandamálum nútímans að upplýsingar eru orðnar svo aðgengilegar?

Internetið er á sinn hátt jafnmikil bylting og lausaletur Gutenbergs var á sínum tíma. Líka er hægt að halda því fram að upplýsingaóreiðan hafi haldið innreið sína með því. Á sama hátt og lausaletrið gerði allskyns sérhópum kleyft að gefa út bækur, er hægt að segja að Internetið valdi því að allir (og ég meina allir) geti komið boðskap sínum á framfæri. Þannig skapast upplýsingaóreiðan. Hver og hvernig á að komast að því hvað er satt og rétt. Auðvitað vilja allir hafa það sem sannara reynist, eins og Ari fróði forðum. Þegar tvær eða fleiri hliðar eru á sérhverju máli geta þær tæpast verið allar sannar.

IMG 4809Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mismunandi útgáfur af sannleikanum birtust til að mynda í Mogganum, Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum, þannig að "upplýsingaóreiða" er nú ekki ný af nálinni. cool

Aðsendar greinar voru birtar í öllum þessum dagblöðum eftir Pétur og Pál, en aðallega þann síðarnefnda, og þeir gátu látið móðan mása á útvarpsstöðvunum.

Þar að auki var ein útgáfa birt í Bandaríkjunum, önnur í Kína og sú þriðja í Sovétríkjunum, svo örfáar séu nefndar.

Og Hádegismóri birtir að sjálfsögðu sína útgáfu af sannleikanum, þannig að Sigurður Sigurðarson slefar af frygð á sunnudögum. cool

Frygð - Wiktionary

Þorsteinn Briem, 25.5.2021 kl. 09:00

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stein minn. Þar voru hliðverðir. Það gátu ekki allir skrifað í blöðin það sem þeim sýndist.

Sæmundur Bjarnason, 26.5.2021 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband