3075 - Ţruma hérna Ţorsteinar

Er um ţessar mundir ađ lesa bókina „Háski í hafi“ eftir Illuga Jökulsson. Ţađ er alveg rétt hjá honum ađ sundkunnáttu var ekki fyrir ađ fara hjá Íslendingum fram eftir síđustu öld. Sjálfur man ég vel eftir ađ hafa heyrt ţví haldiđ fram ađ sundkunnátta framlengdi bara dauđastríđ ţeirra sjómanna sem lentu í sjávarháska. Ein af bernskuminningum mínum er samt sem áđur á ţá leiđ ađ ég sá niđri á ţjóđvegi skammt frá réttunum vörubíl sem var međ borđa festan á framstuđarann hjá sér og á honum stóđ: „Syndiđ 200 metrana“. Enda fór ţađ svo ađ Íslendingar sigruđu í samnorrćnu sundkeppninni og framvegis ţýddi ekki mikiđ fyrir ađrar Norđurlandaţjóđir ađ keppa viđ okkur ţar.

Held ég hafi nokkrum sinnum sagt frá ţví ađ mér kemur venjulega í hug ein vísa á dag. Í dag var ţađ ţessi:

Geđiđ mitt hann gladdi sjúkt
gamla hressti kćru.
Hvađ hann gerđi ţađ hćgt og mjúkt
hafi hann ţökk og ćru.

Eiginlega er ţetta klámvisa, en ţó er óhćtt ađ segja ađ hún sé ekkert dónaleg. Áđan fór ég í morgungöngu eins og ég geri oft. Á leiđinni gerđi ég ţessa vísu:

Ţruma hérna Ţorsteinar
ţeigi kemur saman.
Virđast báđir Viđreisnar
vođalega er gaman.

Ţetta er svosem ekkert góđ vísa en hún er rétt gerđ og hrynjandin er alveg í lagi. Stundum geri ég vísur eđa dettur eitthvađ snjallt í hug á morgungöngunni, en ţó ţykir mér best ađ hugsa ekki um neitt nema kannski gönguna sjálfa á leiđinni. Samt er ég oft í besta stuđinu snemma á morgnana til ađ gera eitthvađ ađ gagni. Verst hvađ ég vakna stundum seint. Ţó er ţađ greinilega ofmetiđ hjá mörgum ađ sofa út á hverjum einasta degi.

Nú var ég búinn ađ skrifa „einhver mynd“ eins og lokaorđin eru oftast hjá mér en ţá datt mér í hug ţetta međ myndirnar. Hugsunin međ ţeim er ađ skreyta bloggin smávegis. Ég er samt oft dálítiđ lengi ađ ná í ţćr. Ţetta eru nefnilega allt saman endurbirtingar. Nćstum allar hef ég tekiđ sjálfur svo ekki ţarf ég ađ hafa áhyggjur af höfunarréttinum.

IMG 4778Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ţorsteinn Siglaugsson kýs ađ sjálfsögđu Sjálfstćđisflokkinn og ég hef hingađ til ekki kosiđ Viđreisn, hvađ sem síđar verđur, ef ţú gapir hér eins og nýveiddur ţorskur um okkur tvo, Sćmi minn. cool

Og undirritađur hefur aldrei veriđ í stjórnmálaflokki, enda ţótt ég heiti í höfuđiđ á ráđherra, sem var prestur á Akranesi í aldarfjórđung.

Ţorsteinn Briem

Ţingmenn Sjálfstćđisflokksins eru ađallega karlar og kvenkyns lögfrćđingar.

Af sextán ţingmönnum Sjálfstćđisflokksins eru tólf karlar (75%) og ţrjár kvennanna eru lögfrćđingar (75%).

Og ţetta val endurspeglar ađ sjálfsögđu ţjóđfélagiđ vel. cool

Af fjórum ţingmönnum Viđreisnar eru ţrjár konur (75%) og ţrír lögfrćđingar (75%).

Dađi Már Kristófersson, prófessor í hagfrćđi og varaformađur Viđreisnar, er í öđru sćti flokksins í Reykjavíkurkjördćmi suđur fyrir alţingiskosningarnar í haust, flottur karl og sonur Kristófers Más Kristinssonar, kennara undirritađs í Landsprófi í Reykholti í Borgarfirđi.

26.5.2021 (í dag):

Hanna Katrín og Ţorbjörg Sigríđur oddvitar Viđreisnar í Reykjavík

Og ég vona ađ Viđreisn, Samfylkingunni, Vinstri grćnum og Pírötum gangi vel í nćstu alţingiskosningum og borgarstjórnarkosningum. cool

Ţorsteinn Briem, 26.5.2021 kl. 11:18

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Sjálfur man ég vel eftir ađ hafa heyrt ţví haldiđ fram ađ sundkunnátta framlengdi bara dauđastríđ ţeirra sjómanna sem lentu í sjávarháska."

Guđlaugur Friđţórsson

Ţorsteinn Briem, 26.5.2021 kl. 11:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband