3052 - Langt er víst síðan ég bloggaði síðast

Hættur samt að tala um Trump. Nóg annað er til að tala um. Ég er nú svo sjálfmiðaður, auk þess að vera gamall, að í stað þess að fjargviðrast útaf Trump, er ég að hugsa um að tala einkum um sjálfan mig. Mér telst til að ég sé kominn með tvo nýja augasteina. Kannski eru þeir úr plasti, en ógrátandi má víst helst ekki minnast á plast. Ekki vildi ég nú samt plastlaus vera (ég meina augasteinalaus) því þá sæi ég ekki neitt. Um þetta má fjölyrða á ýmsan hátt. Sumt er ég farinn að sjá í nýju ljósi. Meðal annars er ekki betur að sjá en ég sé dottinn af 50-listanum. Kannski þetta blogg komi mér á hann aftur. Ekki er að sjá annað en einhverjir vilji gjarnan lesa þetta þrugl úr mér. Steina Briem ætti a.m.k. að líða betur.

Talsverð breyting er það óneitanlega að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvað Donald Trump tekur sér fyrir hendur. Nóg er nú samt af vandamálum. Að mörgu leyti og jafnvel flestu er ástæða til að hafa meiri áhyggjur af aðdáendum hans en andstæðingum. Stuðningsmenn hans þurfa nú að finna sér nýtt átrúnaðargoð í stað hans eftir að hann hverfur með skít og skömm úr þessu háa embætti sem hann var í. Ef til vill var ástæða til að lögsækja hann ekki. Nauðsynlegt er samt að koma í veg fyrir að hann láti mikið fyrir sér fara í framtíðinni í repúblikanaflokknum. Ekki er við því að búast að hann hverfi af sjónarsviðinu með hægð. Óvinir (eða vinir) hans meðal fjölmiðlafólks munu eflaust sjá um það.

Ekki er auðvelt að sjá hann fyrir sér í þeim virðingarmikla klúbbi sem fyrrverandi bandríkjaforsetar eru í. Ekki er einu sinni víst að hann hefði neitt kært sig um það. Vonandi verður honum seint hleypt þangað inn.

Félagslegu miðlarnir eru að verða alltof sterkir. Það virtist vera aðalariðið í fréttum núna um daginn að Twitter hafði lokað á Donald Trump. Eiginlega hefði það átt að skipta litlu máli. Svipað eða það sama var um Facebook að segja. Nú eru það Youtube og Tik Tok sem Rússar kvarta undan. Segja að með þeim og áskrifendum þeirra sé verið að styðja Navalny í deilu sinni við Putín. Á meðan glotta Kínverjar og Huawei eykur hlutdeild sína í ýmsu. Líklega eru alþjóðlegu stórfyrirtækin sífellt að auka völd sín. Eru þau samt mikil fyrir og þessi fyrirtæki flytja sig á milli landa eftir þörfum.

Moggabloggið gerir það ekki og er afskaplega lítið í raun og veru. Að blogga þar er eiginlega að styðja litla manninn. Lenti áðan beint af Moggabloggssíðunni á einhverri kínverksri síðu, sem auðvitað var auðvelt að þýða yfir á ensku. Geri yfirleitt lítinn greinarmun á því hvort netsíður eru á ensku eða íslensku. Kínverskan er samt eins og hver önnur franska fyrir mér. Íslenskan ætti að vera heilagri fyrir mér en enskan og kannski er hún það í reynd.

IMG 5048Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í færslu sem hefst á staðhæfingu um að þú sért hættur að skrifa um Trump kemur nafn hans í það minnsta fjórum sinnum fyrir. Það þykir mér vel af sér vikið.

Niðurstaða mín er að þú sért óforbetranlegur trumpisti tongue-out

Nýju augasteinarnir hafa engu breytt um það. Augasteinninn þinn er ennþá þú-veist-hver.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2021 kl. 16:42

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siglaugsson minn, þessi barátta þín gegn Þórólfi og Þríeykinu skilar engu. Þú uppnefnir stöðugt alla sem eru á annarri skoðun en þú og ellibelgir eins og ég hafa lítið að segja í ákveðna og framsækna framapotara. 

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2021 kl. 03:34

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var nú að tala um ykkur Trump en ekki þríeykið embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 3.2.2021 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband