3051 - Engisprettur

Kannski ég ætti að fara aftur að reyna að blogga daglega. Einu sinni gerði ég það. Veit samt ekki hvað mér tókst að halda það út lengi. Það er sennilega alltaf hægt að finna eitthvað til að blogga um. Nú þegar Trump er horfinn að sjónarsviðinu ætti að vera óhætt að blogga um eitthvað annað. Ekki sýnist mér Biden vera af því sauðahúsi að hægt sé að blogga um hann daglega. Trump var meira þannig.

Halldór Jónsson sagði að um væri að gera að blogga nógu oft og lítið í einu til að ná verulegum vinsældum. Ómar Ragnarsson bloggar jafnvel oft á dag, en er samt ekki nærri eins vinsæll og PalliVill. Hver er eiginlega galdurinn hjá honum? Jú, Davíð Oddsson hrósaði honum einhverntíma (í Staksteinum held ég) og svo skrifar hann næstum údelúkkende um stjórnmál og svo er hann hægrisinnaður mjög. Það hjálpar (altsvo að vera hægrisinnaður) Ef ég á að blogga daglega, eða því sem næst, áskil ég mér rétt til þess að blogga um hitt og þetta.

Ekki er nóg með að Afríkuþjóðir hafi þurft að berjast við kórónuveirufaraldurinn heldur hafa engisprettufaraldrar grasserað þar í óvenjumiklum mæli árið 2020. Að vísu hafa engispretturnar ekki valdið tjóni um alla álfuna enda er hún stór. En þar sem sá faraldur hefur náð sér sem mest á strik er veirufaraldurinn ekki sérlega afdrifaríkur. Vonandi kemur aldrei til þess að við íslendingar þurfum að hafa áhyggjur af engisprettum.

Jæja, kannski ég fari eftir því að hafa bloggin nógu stutt.

IMG 5054Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf Páli er nú kalt,
alveg heilinn frosinn,
oní keldur allar valt,
og ekki minnkar rosinn.

Þorsteinn Briem, 24.1.2021 kl. 13:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2021 (í gær):

"A record hot 16 degrees were on Friday in Hungary, the Hungarian Meteorological Service (OMSZ) has said." cool

8.1.2021:

Síðastliðin sex ár þau heitustu frá því mælingar hófust

Þorsteinn Briem, 24.1.2021 kl. 14:12

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stundum er nú Steina kalt
stundum er hann frosinn.
Stundum vitið útum allt
stundum ekki kosinn.

Sæmundur Bjarnason, 24.1.2021 kl. 20:47

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú ert strax farinn að sakna Trumps, ert kannski enn meiri aðdáandi hans en ég? wink Annars hef ég yfirleitt ánægju af að lesa bloggin þín og skal láta vera að nöldra af því tilefni.

Ég er hættur á Facebook þannig að ég kem hingað oftar en áður, oft ágætis umræður á Moggablogginu þó þær fari oft út í árangurslaust þras sem byggir á tilfinningum frekar en rökum.

Theódór Norðkvist, 25.1.2021 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband