3045 - Trump, Trump og Trump

Trump dominerar fréttir eins og oft áður. Sennilega er þetta samt í síðasta sinn sem hann gerir það. Umræður um að koma honum frá eru fyrirferðarmikilar og er það lítil furða. Samt sem áður held ég að ástæðulaust sé að óttast að hann geri eitthvað óafturkræft og hættulegt heimsfriðnum á sínum síðsustu dögum í embætti. Vissulega gæti hann það sem æðsti yfirmaður öflugasta herveldis heimsins. Hann er þó umkringdur mönnum með fullu viti og þó hann færi sjálfur endanlega af hjörunum, er alveg ástæðulaust að óttast að hann grípi til einhverra örþrifaráða. Leyndardómur mikill hvílir yfir því hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur að forsetatíðinni lokinni. Mér segir svo hugur um að hann muni á sínum síðustu dögun í embætti einkum huga að slíku. Dómsmál hverskonar munu honum sjálfsagt verða ofarlega í huga og þó hann geti ómögulega séð allt fyrir í þeim efnum getur hann vafalaust undirbúið þau á ýmsan hátt.

Annars er margt að gerast í heiminum annað en að Trumpast og nú þegar veiran virðist, að minnsta kosti sums staðar, vera á undanhaldi er kannski hægt að fara að tala um loftslagsvána og annað aðkallandi. Ef við getum lagt að baki Trump, veiruna og árið 2020 er kannski smávon til þess að við getum farið að ræða aftur um pólitík, loftlagsmál og önnur smáatriði.

Undarlegt er hve margir lesa þetta blogg. Eins og ég vanda mig við að segja sem allra minnst. Eiginlega er þetta ekki um neitt. Mér finnst allt sem ég minnist á vera svo sjálfsagt að í rauninni taki því varla að tala um það. Öðrum finnst það kannski ekki. Fjölbreytileikinn er það sem ætti að vera takmark sem flestra. Læt ég svo þessu auma bloggi lokið að sinni.

IMG 5113Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Donald Trump er elliær,
ekki nýtt að frétta,
Bára fæddi barn í gær,
Bjössi gerði ólétta.

Þorsteinn Briem, 8.1.2021 kl. 11:31

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki Steini er elliær

allt er gott að frétta.

Steypti vísu Steini í gær

stældi meððí þetta.

Sæmundur Bjarnason, 8.1.2021 kl. 16:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú verður þú að vera voðalega duglegur að skrifa um Trump, helst á hverjum degi, það eru bara ellefu dagar eftir embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2021 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband