3044 - Um Assange, Fischer o.fl.

Gleymdi víst að setja mynd með mínu síðasta bloggi. Þetta ætti ekki að koma fyrir aftur. Reyni að muna eftir þessu næst.

Hve langan tíma tekur að eyðileggja einn mann? Stjórnvöld og ýmsir aðrir, alls staðar í heiminum, stunda það að eyðileggja fólk, ef getan leyfir. Oftast er þetta fólk talið ógna þeim hagsmunum sem staðið er fyrir.

Ekki tók nema um það bil sjö ár að eyðileggja Assange. Nú er hann ekki nema flak af manni, eftir að hafa verið í u.þ.b. sjö ár í sendiráði í London. Voru það stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eyðilögðu hann? Fyrir því má færa ýmis rök.

Sömuleiðis má finna ýmis rök fyrir því að þessi sömu stjórnvöld hafi, að minnsta kosti reynt, að eyðileggja Bobby Fischer á sínum tíma. Jafnvel að þeim hafi tekist það að einhverju leyti.

Við Íslendingar ættum að kannast mætavel við Fischer-málið. Mál Assange er mjög svipað að þessu leyti.

Auðvitað eru á þessum málum báðum margar hliðar. Og ég þekki þær allsekki allar. Eftir því sem þeir aðilar sem beita þessu eru öflugri er meiri hætta á þessu.

Veirufjárinn sem allir mega víst hallmæla (Var það ekki Helgi Hóseasson sem spurði hvort Guð hefði skapað veirur?) er hugsanlega á undanhaldi. Ekki er trúlegt að við Íslendingar förum verr útúr þessu vírusævintýri en aðrir. Víða er reynt að nota mál tengd þessu í pólitísku skyni og sumsstaðar virðist það hafa tekist.

Um er að gera að hafa bloggin sem styst. Þá eru þau frekar lesin.

IMG 5114Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Assange áður spikk og span,
sproksettur af djöflum,
drengur góður Julian,
drepinn af myrkraöflum.

Þorsteinn Briem, 6.1.2021 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband