28.11.2020 | 09:26
3032 - Pólitík og aðrar fíknir
Mig minnir að það sé 14. desember sem svonefndir kjörmenn í forsetakosningunum í bandaríkjunum koma saman og greiða formlega atkvæði um það hver skuli vera forseti næstu fjögur árin. Líklega er miðað við að marktækar kærur um kosningsvindl og þessháttar verði að vera komnar fram fyrir 8. desember. Trump núverandi forseti hefur lýst því yfir að hann muni á réttum tíma yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir koma sér saman um að fleiri en 270 styðji Joe Biden. Ekki er mér kunnugt um að efast hafi verið um það. Svo mun líka áreiðanlega fara. Trump mun samt ekki viðurkenna ósigur heldur reyna að halda baráttu sinni áfram. Að mörgu leyti hefur hann með því dregið úr trausti því sem menn hafa hingað til haft á bandarískum kosningum.
Strax frá fyrsta degi blasa tröllaukin vandamál við Joe Biden. Samt má búast við aukinni ró yfir þessu valdamikla embætti. Ekki er hægt að búast við að embættið verði okkur Íslendingum hagstæðara en verið hefur. Samt sem áður má búast við talsverðum breytingum og vissulega verður fróðlegt að fylgjast með þeim.
Á margan hátt er það til marks um undarlega pólitík á Íslandi að hægt skuli vera að setja lög á verkföll. Að Píratar skuli hafa verið þeir einu sem atkvæði greiddu á alþingi á móti þessu er jafnvel enn skrýtnara. Samfylkingin sat að vísu hjá, en það er ekkert sérlega skrítið. Ekki geta allir uppgjafa sjálfstæðismenn farið í Viðreisn.
Ætli skrýtið og skrítinn sé eina orðið á íslensku sem ekki breytir um merkingu eða verður vitlaust eftir því hvort skrifað er einfalt-í eða ypsilon-í?
Ég er sammála Helga í Góu með það að Hótel Saga er tilvalið elliheimili. Á sínum tíma var ég svolítið ósáttur við þessa stóru byggingu sem skyggði mjög á Háskóla Íslands, þegar komið var í bæinn úr austri eins og flestir gerðu og gera enn. En svo má illu venjast að gott þykji. Ungt fólk sótti eitt sinn skemmtanir á Hótel Sögu, en er sennilega hætt því. Margir aldraðir eiga vafalaust ágætar minningar þaðan. Illa hefur gengið að reka þetta hótel að undanförnu hefur mér skilist og e.t.v. mætti sem best gera það að elliheimili. Auðvitað yrði það ekki ókeypis, en á það er að líta að breytileg afkoma á ekki síður við um aldraða en aðra.
Eiturlyfjafíkn er hættuleg. Að minnsta kosti er það svo í hinum vestræna heimi sem við lifum í. Spilafíkn er að því leyti slæm að hún skilur ekkert eftir. Ýmsir hafa komist uppá lag með að græða vel á þessari fíkn. Líka er hægt, eins og hér á landi er gert, að spara ríkinu útgjöld með þessum gróða. Söfnunarfíkn er að því leyti betri að hún skilur eitthvað eftir. Flestir safna allskonar hlutum en auðvitað er hægt að safna ýmsu öðru. Fíknsortir geta verið margskonar. Allir eru haldnir einhverskonar fíkn. Held ég að sé. Sjálfur er ég sennilega, núorðið a.m.k., haldinn einhvers konar bloggfíkn. Ekkert af þessu er samt hægt að taka með sér þegar haldið er í handanheimana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mörg er Sæma ferleg fíkn,
fjöru ljóti lallinn,
Helgi veitir honum líkn,
á Hótel Sögu kallinn.
Þorsteinn Briem, 28.11.2020 kl. 18:42
Um Steina.
Eitt sinn hróið elti tófu
engum veitir fró né líkn.
Helgi í Góu hitar lóu
hann mjög sóar sinni fíkn.
Sæmundur Bjarnason, 30.11.2020 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.