25.11.2020 | 13:46
3031 - Trump-tilraunin
Að sumu leyti er ég sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Á sínum tíma (ætli það hafi ekki verið svona á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.) las ég tímritið Time alveg í tætlur. Einkum hafði ég þá áhuga á stjórnmálum í bandaríkjunum og las næstum allt sem ég náði í og fjallaði um þau. Þau stjórnmál hafa mikil áhrif á heimsmálin og sennilega er það þessvegna sem ég hef næstum ótakmarkaðan áhuga á þeim. Að sumu leyti má segja að þar sé um að ræða lýðræði í sinni tærustu mynd. Í bandaríkjunum er sá suðupottur ólíkra menningarheima sem víða vantar. Í Evrópu má til dæmis segja að ólíkir menningarhópar hjá ólíkum þjóðum hafi mikil áhrif á stjórnmálin. Að mörgu leyti er Evrópusambandið tilraun til að sameina pólitíska hugsun álfunnar og koma fram sem mótvægi við heimslögregludraumum bandaríkjanna.
Að einu leyti virðast stuðningsmenn Trumps hafa rétt fyrir sér varðandi framboð Bidens. Áhrifamenn innan demókrataflokksins vildu miklu heldur fá Biden í framboð en Sanders eins og leit út fyrir um tíma. Sanders hefði sennilega ekki unnið Trump. Bandaríkjamenn eru einfaldlega ekki nógu vinstrisinnaðir til þess. Að mörgu leyti má auðvitað líta á Biden sem fulltrúa stjórnvaldaklíkunnar. Trump-tilraunin mistókst þó herfilega.
Man sérstaklega eftir því að þetta var á tímum gíslatökunnar í Teheran og Carter-stjórnarinnar, sem ég las Time mikið. Að þessu bý ég enn, þó hinn ótæmandi áhugi minn á bandarískum stjórnmálum hafi ekki vaknað aftur fyrr en nú á síðustu árum. Sennilega er óhætt að segja að Donald Trump hafi vakið þennan áhuga minn úr dvala.
Einnig fylgdist ég með vexti EU á þessum árum. Einkum inngöngu Bretlands og Danmerkur enda var það einmitt um þetta leyti, sem ég fór fyrst út fyrir landsteinana. Man vel eftir að Krag sagði af sér í kjölfar inngöngunnar. Var einmitt staddur í Danmörku þá.
Það er fleira sem ég hef áhuga á en stjórnmál í bandaríkjunum. T.d. íslensku máli. Þar er einkum tvennt sem truflar mig þessa dagana. Hvort er hvassara stormur eða rok? Og er nokkur munur á merkingu orðanna Fjallasýn og Dagsbrún? Ég á ekki við stéttarfélög og þessháttar, heldur það að austurhimininn byrjar að lýsast. Sjálfur nota ég þau í svipaðri merkingu og álít storm vera hvassari en rok. Varðandi fjöllin miða ég einkum við Akrafjall og Esjuna sem bæði eru í austurátt frá mér séð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Stormur er níu vindstig en rok tíu.
Nöfn vindstiga og greining veðurhæðar
Þorsteinn Briem, 25.11.2020 kl. 14:40
Dagsbrún: Fyrsta birturönd á himni á nýjum degi.
Dagsbrún - Árnastofnun
Fjallasýn: Útsýni til fjalla.
Fjallasýn - Árnastofnun
Þorsteinn Briem, 25.11.2020 kl. 14:56
Því miður, Steini minn. Þetta segir mér lítið. Hefði kannski átt að útskýra þetta betur. Mér kemur ekkert við hvað Veðurstofan álítur eða hvað orðabækur segja um þessi mál. Þegar fjöll fara að sjást fyrir myrkri að morgni kalla ég að komin sé fjallasýn. (Hefur ekkert með útsýni að gera).
Sæmundur Bjarnason, 25.11.2020 kl. 15:59
Alveg eins hægt að segja að engum komi við hvað þér finnst um hitt og þetta, gamli fúli moðhausinn þinn.
Þorsteinn Briem, 25.11.2020 kl. 16:13
Þótt Trump sé eins og hann er, þá er ég ekki sannfærður um að sigur Bidens hafi verið gæfuspor. Því andstaðan við valdastéttina sem fleytti Trump í embætti er greinilega gríðarsterk enn. Og Biden held ég að sé enginn maður í að fást við stjórn landsins meðan svo er.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2020 kl. 23:19
Varðandi fjöllin miða ég einkum við Akrafjall og Esjuna sem bæði eru í austurátt frá mér séð.
Þú átt væntanlega við fjallið Esju? Í stað Esjuna?
Nonni 26.11.2020 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.