3030 - Trump bakkar svolítið

Jæja, nú er Trump búinn að gefa það mikið eftir að líklegt er að stjórnarskiptin í bandaríkjunum gangi því sem næst eðlilega fyrir sig. Ekki er með öllu hægt að líkja þessum stjórnarskiptum saman við það sem gerðist árið 2000. Hlutur forsetans er allt annar. Samt sem áður er hægt að vonast til að skiptingin gangi sæmilega. Þrýstingur á Trump forseta innan repúblikanaflokksins var mjög að aukast, en hann er samt ekki búinn að gefast upp. Ég spáði því fyrir löngu að Biden yrði næsti forseta bandaríkjanna, en bjóst við að sigur hans yrði jafnvel stærri en raun varð á og að Trump mundi strax viðurkenna ósigur sinn. Sem ekki varð.

Auðvitað mætti margt segja um bandarísk stjórnmál. Brexit andstæðingur virðist Biden vera og samskipti hans og utanríkisráðherrans í stjórn hans við forsætisráðherra Bretlands verða án efa forvitnileg. Í heildina tekið má búast við að meiri ró færist yfir stjórnmálin í þessu stóra landi. Trump hefur þó í forsetatíð sinni alið á margan hátt á sundrungu innan þeirra og heldur því e.t.v. áfram. Ríkisstjórn er Biden strax byrjaður að mynda og reynslu og fjölbreytilegan bakgrunn virðist hann einkum leggja áherslu á.

Svo vildi til að ég var andvaka í nótt og þessvegna er ég svona fljótur með fréttirnar. Nenni samt ekki að skrifa meira núna.

IMG 5195Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að Trump oft Sæmi dregur dár,
drullusokk með meiru,
aldrei var hann kóngur klár,
og Kína fékk hann veiru.

Þorsteinn Briem, 24.11.2020 kl. 06:08

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sífellt veiru yrkir um
afar glaður Steini.
En kasta tekur tólfunum
ef Trump það verði að meini.

Sæmundur Bjarnason, 24.11.2020 kl. 09:50

3 identicon

Trump segir í yfirlýsingu sinni:  "Við munum halda áfram hinni góðu baráttu og ég trúi því að við munum sigra. Samt sem áður, vegna hagsmuna lands okkar, hvet ég Emily (opinber embættismaður) og samstarfmenn hennar til að fylgja öllum þeim reglum sem henni er uppá lagt um hefðir við nýja byrjun. Samstarfsmönnum mínum hef ég sagt að gera það sama."   Þessa nýju byrjun 20. janúar n.k. sér Trump auðvitað sem upphaf nýs kjörtímabils hjá sjálfum sér sem forseta Bandaríkjanna. Ég hef alveg sömu sýn og hann og hlakka til að sjá hann gera heiminn enn betri næstu fjögur ár.

Guðmundur Örn Ragnarsson 24.11.2020 kl. 23:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Skipað gæti ég væri mér hlýtt." cool

Þorsteinn Briem, 25.11.2020 kl. 00:02

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta mál í BNA er með ólíkindum og fær mann til að halda að landið sé bara hvert annað bananalýðveldi, ekki mikið skárri en Venesúela, enda sami hugbúnaður verið notaður til að telja (lesist: reikna upp) atkvæðin í báðum löndunum.

Dauðir rísa upp og kjósa, atkvæðum keyrt á kjörstað í skjóli nætur, í ruslatunnum og íþróttatöskum. Hundruð manna skrifa undir vitnisburð um að þeim hafi beinlínis verið sagt að falsa atkvæði og ekki einu sinni sannreyna undirskriftir.

Refsingin fyrir að bera falsvitni í svona málum er fimm ára fangelsisvist og þetta er ekki einu sinni skoðað! Það segir mér ekkert annað en að það leki spillingin af þessum Demókrötum.

Hér er síðan myndband sem sýnir að Georgíufylki eyðilagði kosningagögn. Hvers vegna skyldu þeir hafa gert það? Ég tel mig vita svarið.

Georgia county shreds vote docs. Michigan board certifies election. Smartmatic admits Dominion use

Theódór Norðkvist, 25.11.2020 kl. 00:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú, ég hélt að allt væri langbest í Bandaríkjunum. cool

Þorsteinn Briem, 25.11.2020 kl. 03:10

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bandaríkin eru einfaldlega forystuafl lýðræðis í heiminum. Þessvegna losa kjósendur þar sig við óreiðupésa eins og Trump. Hægri og vinstri skipta líka máli.

Í sjálfu sér var ekkert undarlegt við það að maður fólksins kæmi í USA frá hægri, en hann þurftu ekki endilega að koma frá öfga-hægri.

Sæmundur Bjarnason, 25.11.2020 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband