10.11.2020 | 14:42
3025 - Farðu Trump og hættu að flækjast fyrir
Er ógæfa okkar mannanna fólgin í því að við skulum vita af dauðanum. Sif Sigmars færir sannfærandi rök fyrir því að svo sé í grein í Fréttablaðinu, sem ég var að enda við að lesa. Þó er ég ekki köttur en hef talsvert haft af þeim að segja á langri ævi. Kattasögur kann ég margar. Þó ætla ég ekki að þreyta þessa fáeinu tryggu lesendur sem ég þó hef, með því að tíunda þær hér.
Mörgum hefur liðið hálfilla undanfarin fjögur ár. Það er að sjálfsögðu vegna þess að Donald nokkur Trump hefur verið forseti bandaríkjanna. Það er auðvitað með öllu óþarfi að vera að ergja sig á því. Ef Bandaríkjamenn vilja kjósa hann, ber að leyfa þeim það. Þeir sem þetta lesa eru flestir í andTrumphópnum en þó ekki allir. Við stuðningsmenn Trumps vil ég bara segja að farið hefur nú fé betra. Ekki er samt víst að Biden sé neitt skárri. Að minnsta kosti getur maður samt reiknað með að hann láti ekki eins illa og Trump. Hvort hann verður okkur Íslendingum eitthvað hagstæðari efast ég um.
Nú um stundir er það einna mest spennandi í alþjóðlegum stjórmmálum hvort og hvenær Trump muni viðurkenna ásigur sinn. Satt að segja er ýmislegt sem bendir til þess að hann muni halda sig við þrjósku sína eins lengi og mögulegt er. Flokksbræður hans eru mjög hikandi við að ljá honum stuðning sinn en hann hótar þeim aftur á móti öllu illu ef þeir gera það ekki. Mest óttast repúblikanar að hann bjóði sig fram aftur árið 2024 og neiti þeim um stuðning sem ganga gegn honum nú. Ekki er víst að kverkatak hans á flokknum verði minna þá.
Það eru alltof margir sem halda að þeir hafi einhver áhrif. Hinir félagslegu miðlar sem svo eru kallaðir og Internetið yfirleitt hefur vissulega breytt lífinu hér að Jörðinni á undanförnum árum og áratugum. Samt væri það eflaust hagstæðara fyrir okkur mannkynið (jafnvel kvenkynið líka, hefði Bjartur í Sumarhúsum bætt við) að vera eða verða líkari kattkyninu en við erum núna. Með því gætum við hætt að hafa þessar áhyggjur að öllum sköpuðum hlutum.
Donald Trump verður til dæmis ekkert sérlega hættulegur, ef við bara hættum að hugsa um hann.
Í fyrstu málsgrein þessarar bloggfærslu minntist ég eitthvað á lesendahóp. Nú hefur Fornleifur sjálfur bæst í þennan hóp og er það vel. Þorsteinar tveir eru mínir tryggustu stuðningsmenn, Siglaugsson er kannski svolítið upptekinn við að gagnrýna Þórólf og kannski þríeykið í heild. Hver veit nema við losnum við veiruna á næstunni og getum jafnvel haldið Jól. Ekki mun ég samt þakka Þorsteini það, frekar Þórólfi. Annars er ég að verða leiður á öllum þessum þornum. Þau eru til mikillar bölvunar.
Nú er ég að fá smekk fyrir Netflixinu. Um daginn horfði ég á Queen´s gambit og í gærkvöldi á The Irishman Á flestan hátt er þetta hin besta dægrastytting.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Heimskur Trump nú herðir jarl,
hórinn margan drýgir,
eins og Sæmi hvumpinn karl,
í körinni jafnvígir.
Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 15:38
Þú losnar fyrr við Trumpsa en veiruna Sæmi minn. Því hún kemur nefnilega aftur þegar þið Sótti haldið að hún sé farin. Það verður líklega snemma í febrúar.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 21:18
verður hún þá til friðs um Jólin?
Sæmundur Bjarnason, 11.11.2020 kl. 00:02
Það fer eftir því hvenær takmörkunum verður létt af. Það má reikna með að veiran fari aftur að greinast einhverjum vikum eftir að hömlum er létt af. Það verður ekki við náttúrulögmálin ráðið þótt nú gangi maður undir manns hönd að reyna að sannfæra okkur um það.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 13:12
Kannski Donald Trump muna fallast á að draga sig í hlé gegn því að fá mynd af sér á vegg: National Parc, Americas precidents. 1300 × 956
Hörður Þormar 11.11.2020 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.