3025 - Farðu Trump og hættu að flækjast fyrir

Er ógæfa okkar mannanna fólgin í því að við skulum vita af dauðanum. Sif Sigmars færir sannfærandi rök fyrir því að svo sé í grein í Fréttablaðinu, sem ég var að enda við að lesa. Þó er ég ekki köttur en hef talsvert haft af þeim að segja á langri ævi. Kattasögur kann ég margar. Þó ætla ég ekki að þreyta þessa fáeinu tryggu lesendur sem ég þó hef, með því að tíunda þær hér.

Mörgum hefur liðið hálfilla undanfarin fjögur ár. Það er að sjálfsögðu vegna þess að Donald nokkur Trump hefur verið forseti bandaríkjanna. Það er auðvitað með öllu óþarfi að vera að ergja sig á því. Ef Bandaríkjamenn vilja kjósa hann, ber að leyfa þeim það. Þeir sem þetta lesa eru flestir í andTrumphópnum en þó ekki allir. Við stuðningsmenn Trumps vil ég bara segja að farið hefur nú fé betra. Ekki er samt víst að Biden sé neitt skárri. Að minnsta kosti getur maður samt reiknað með að hann láti ekki eins illa og Trump. Hvort hann verður okkur Íslendingum eitthvað hagstæðari efast ég um.

Nú um stundir er það einna mest spennandi í alþjóðlegum stjórmmálum hvort og hvenær Trump muni viðurkenna ásigur sinn. Satt að segja er ýmislegt sem bendir til þess að hann muni halda sig við þrjósku sína eins lengi og mögulegt er. Flokksbræður hans eru mjög hikandi við að ljá honum stuðning sinn en hann hótar þeim aftur á móti öllu illu ef þeir gera það ekki. Mest óttast repúblikanar að hann bjóði sig fram aftur árið 2024 og neiti þeim um stuðning sem ganga gegn honum nú. Ekki er víst að kverkatak hans á flokknum verði minna þá.

Það eru alltof margir sem halda að þeir hafi einhver áhrif. Hinir félagslegu miðlar sem svo eru kallaðir og Internetið yfirleitt hefur vissulega breytt lífinu hér að Jörðinni á undanförnum árum og áratugum. Samt væri það eflaust hagstæðara fyrir okkur mannkynið (jafnvel kvenkynið líka, hefði Bjartur í Sumarhúsum bætt við) að vera eða verða líkari kattkyninu en við erum núna. Með því gætum við hætt að hafa þessar áhyggjur að öllum sköpuðum hlutum.

Donald Trump verður til dæmis ekkert sérlega hættulegur, ef við bara hættum að hugsa um hann.

Í fyrstu málsgrein þessarar bloggfærslu minntist ég eitthvað á lesendahóp. Nú hefur Fornleifur sjálfur bæst í þennan hóp og er það vel. Þorsteinar tveir eru mínir tryggustu stuðningsmenn, Siglaugsson er kannski svolítið upptekinn við að gagnrýna Þórólf og kannski þríeykið í heild. Hver veit nema við losnum við veiruna á næstunni og getum jafnvel haldið Jól. Ekki mun ég samt þakka Þorsteini það, frekar Þórólfi. Annars er ég að verða leiður á öllum þessum þornum. Þau eru til mikillar bölvunar.

Nú er ég að fá smekk fyrir Netflixinu. Um daginn horfði ég á „Queen´s gambit“ og í gærkvöldi á „The Irishman“ Á flestan hátt er þetta hin besta dægrastytting.

IMG 5217Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimskur Trump nú herðir jarl,
hórinn margan drýgir,
eins og Sæmi hvumpinn karl,
í körinni jafnvígir.

Þorsteinn Briem, 10.11.2020 kl. 15:38

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú losnar fyrr við Trumpsa en veiruna Sæmi minn. Því hún kemur nefnilega aftur þegar þið Sótti haldið að hún sé farin. Það verður líklega snemma í febrúar.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 21:18

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

verður hún þá til friðs um Jólin?

Sæmundur Bjarnason, 11.11.2020 kl. 00:02

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það fer eftir því hvenær takmörkunum verður létt af. Það má reikna með að veiran fari aftur að greinast einhverjum vikum eftir að hömlum er létt af. Það verður ekki við náttúrulögmálin ráðið þótt nú gangi maður undir manns hönd að reyna að sannfæra okkur um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 13:12

5 identicon

Kannski Donald Trump muna fallast á að draga sig í hlé gegn því að fá mynd af sér á veggfoot-in-mouth: National Parc, Americas precidents. 1300 × 956

Hörður Þormar 11.11.2020 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband