12.10.2020 | 06:52
3016 - Covid og stjórnmál
Margir þeirra sem við opinber skrif fást, hvort sem um er að ræða bloggskrif eða skrif á fésbókina eða aðra miðla, virðast halda að innihaldslaus stóryrði séu það sem aðrir hljóti að taka mest mark á. Svo er ekki. Einkum er þetta áberandi ef fjallað er um stjórnmál. Ef mikið er tekið upp í sig verður að gæta þess að innistæða sé fyrir því sem sagt er. Hægt er að vitna í aðra, en gæta verður þess þá að þeir sem vitnað er í séu ekki því marki brenndir að fullyrða meira en þeir geta staðið við. Margs þarf að gæta ef nöfn eru nefnd og vandalaust er að vara sig á þessu öllusaman. Reginmunur er á því sem skrifað er og því sem talað er um í góðra vina hópi. Í vaxandi mæli þarf fólk þó að gæta sín á hvað það segir. Þó virðast margir ekki gera það. Um þetta allt saman væri hægt að fjölyrða mikið, en ég læt þetta nægja að sinni enda minnir mig að ég hafi minnst á þetta áður.
Veirufjárinn er svo sannarlega í vexti hér á hinu litla Íslandi. Sóttvarnalæknirinn og reyndar sóttvarnateymið allt saman er gagnrýnt fremur harkalega núorðið. Bæði eru þau gagnrýnd fyrir of mikla og of litla hörku. Ég hneygist heldur til að gagnrýna þau fyrir of litla hörku á röngum tíma. Hefðu þau farið fram með meiri hörku og meiri lokanir þegar þriðja bylgjan byrjaði að gera vart við sig, værum við hugsanlega að mestu laus við veiruskrattann núna. Í staðinn er eins og hann fari sífellt vaxandi. Það er fremur auðvelt að sjá í baksýnisspeglinum hvernig hefði átt að haga sér. Ekki er hægt að hætta núna og fella niður allar hömlur þó sumir vilji það. Engin líkindi eru til þess að það verði gert. Ef kúrfan fer ekki að falla fljótlega er samt aldrei að vita hvað muni taka við. Mér finnst Þórólfur hafa verið of hallur undir ríkisstjórnina. Henni hefur tekist að láta líta svo út að allt sé frá teyminu komið. Bjarni þarf að berjast við eigin flokksmenn sem sumir hverjir láta ófriðlega. Ekki er víst að bíða þurfi lengi á næsta ári eftir bóluefni og þá er hægt að fara að draga andann.
Margt bendir til þess að stjórnmálin verði í skrautlegra lagi í vetur. Ekki er nóg með að Covid-veiran hafi mikil áhrif á þingið heldur verður deilt harft um stjórnarskrármál þar og eins og venjulega á kosningaári verður tekist harkalega á um ýmis mál. Ekki er gott að sjá um hvað verður talað mest en kosningalöggjöfin gefur sennilega tilefni til ýmislegs. Ríkisstjórnin gæti sprungið, því eins og eðlilegt er munu komandi kosningar verð ofarlega í hugum flestra.
Veit ekki betur en Cher, Kim Kardasian, André Agassi og sjálfur Kasparov séu af armenskum ættum. Sömuleiðis minnir mig að það hafi verið greifinn af Karabak sem átti stígvélaða köttinn í frægu barnaævintýri. Af hverju er ég að segja þetta? Nú, bara til þess að láta á mér bera. Eru ekki flestöll skrif til þess gerð? Veit ekki um aðra, en þetta er mín ástæða. Armenía og allt sem armenskt er virðist og mikið fréttum núna. Útaf stríðinu við Azera.
Þykist vita að þetta land sé í fjallahéröðum Kákasus og eigi landamæri að Tyrklandi. Sagt er að Tyrkir hafi framið þar þjóðarmorð. Man ekki einu sinni hvað höfuðborgin heitir í Armeníu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Simmi ætíð ybbar gogg,
óttalegur kjáni,
pínlegt alltaf Palla blogg,
perralegur bjáni.
Þorsteinn Briem, 12.10.2020 kl. 18:04
Steini alltaf stærir sig
stór þó sýnist ekki.
Öll hans gerð er gífurlig
og gerir marga hrekki.
Sæmundur Bjarnason, 13.10.2020 kl. 06:48
Umræða um Covid ætti ekki að fara eftir flokkslínum. Hún ætti heldur ekki að mótast af tilfinningum. Hún ætti að snúast um rök og staðreyndir og miðast við breiða langtímahagsmuni. Því miður virðist hún ekki gera það nema að litlu leyti.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.