6.10.2020 | 08:13
3013 - Moggabloggið
Verð víst að skrifa eitthvað til að halda mér á 50-listanum. Heldur er það nú slappt markmið að hanga á honum. Hef aldrei komist á toppinn þar, enda er hann víst frátekinn fyrir fasista. Auk þess að skrifa þar eingöngu um pólitík þarf að skrifa þar daglega til þess að komast þangað. Ég reyndi einu sinni að skrifa daglega, en gafst svo upp á því. Jónas Kristjánsson bloggaði daglega eða jafnvel oft á dag, var feikilega vinsæll og áberandi vinstri sinnaður. Svo tók hann uppá því að deyja. Ómar Ragnarsson og jafnvel fleiri virðist mér að séu alltaf að reyna að komast á Moggabloggstoppinn. Ég er löngu hættur þeirri vitleysu. Þessi vinsældalisti á Moggablogginu er skrýtið fyrirbrigði. Þeir sem skrifa á það reglulega eru það líka. Eins og ég til dæmis. Eiginlega held ég að það sé betra að vera vinstri sinnaður og skrýtinn en að vera alveg við toppinn. Ég er samt ekkert að líkja mér við Ómar Ragnarsson. Þekki samt að minnsta kosti tvo með því nafni.
Ágætt er að Moggabloggast öðru hvoru finnst mér. Eintal sálarinnar á ekki við á fésbókinni. Tvennt er það sem ég finn henni einkum til foráttu. Þar er alltaf verið að breyta. Breytinganna vegna finnst mér. Í öðru lagi finnst mér ganga fullmikið á þar. Næstum eins og í amerískum kvikmyndum. Þar og í sjónvarpsseríum þaðan er eins og það sé markmið í sjálfu sér að vera með sem mestan djöfulgang. Einu sinni sá ég kvikmyndina Animal House. Held að ég hafi aldrei beðið þess bætur. Þar tók einn djöfulgangurinn við af öðrum. Íhaldssemin og óbreytanleikinn á Moggablogginu á nokkuð vel við mig. Ég er nefnilega auk þess að vera hundgamall introvert hinn mesti. Kannski er ég á næsta bæ við að vera einhverfur. Eða á leiðinni með að verða Alsheimersjúklingur. Kannski er ég alltof opinskár hérna. Það má kalla þetta einslags dagbók mín vegna. Hugsanlega er það Covid-ið sem gerir mann svona. Veiruskömmin breytir öllu. Betra er að reyna að sálgreina sjálfan sig en aðra. Til lengdar er það ekki gáfulegt að þykjast alltaf vera voða gáfaður og vita alla skapaða hluti.
Held að það sé grenjandi rigning úti núna, svo ég er að hugsa um að fara ekkert út að ganga. Það voru áberandi fáir sem höfðu skoðað bloggið mitt núna áðan, svo það er kannski best að senda þetta út í eterinn áður en ég sé eftir því.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta er ágæt samantekt. Í hnotskurn kannski eitthvað á þennan veg: "Ég ætla ekki að gera neitt í dag og það tekur enginn eftir mér."
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 09:46
Eins og þú hefur greinilega uppgötvað er lykillinn að vinsældum á Moggablogginu að skrifa stutt og skrifa oft, helst um pólitík eða það sem efst er á baugi hverju sinni. Best er að vera íhaldssamur og ekki sakar að hafa nöfn í fyrirsögninni. Kannski er til betri leið ef markmiðið er að láta taka eftir sér.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2020 kl. 10:47
Bilið milli eyrna autt,
en aldrei tómur magi,
á Akranesi oft er blautt,
og ekkert þar í lagi.
Þorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 10:52
Enginn tekur eftir mér.
Úti regnið grætur.
Auma líf! Ég ekki fer
einu sinni á fætur.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 11:47
Á Akranesi er ekki blautt
og enginn tómur magi.
Steini sér víst stundum rautt
en stundum er í lagi.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2020 kl. 13:49
Ekki notar hann víst hass
heiðrar landsins hagi.
Þorsteinn Siglaugs segir pass
sýnist vera í lagi.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2020 kl. 13:51
Við lesum öll Sæmund. Og nú er kominn tími til að honum sé stillt upp við vegginn! Og það NÚ! Og helst í gær. Heyrirðu það Moggamaður, hrópuðu Karíus og Baktus!
Ég er með tvö blogg og þau eru bæði á veggnum. En fasistastimpil setur innanbúðarmaðurinn Sæmundur ekki á mig. Ég veit af þessum bloggum sem Sæmi talar um. Það eru hálfgerðir Trumpar.
Annars mæli ég eindregið með Sæmundi. Hann er góður bloggari verandi kominn á bakka hyldýpisgilsins í Alsheimum (að eigin sögn). Hann er svo gamall að hann er hálfgerður Fornleifur og þannig bloggara líkar mér.
Kveðja að utan
FORNLEIFUR, 7.10.2020 kl. 07:54
Það er nú svo, Villi minn í Köben. Það var Egill Helgason sem hallmælti þér í mín eyru. Talaði eitthvað um silfursjóð að mig minnir. Annars er langt síðan þetta var og ég búinn að gleyma því að mestu. Les ekki yfir meira en þrjú þúsund blogg bara útaf þessu. Ég hef ósjaldan lesið þig, en finnst þú fullsjálfhverfur oft á tíðum og gengur að mínum dómi ansi langt í því að réttlæta allar gerðir ísraelsku stjórnarinnar. Hún er ekki hótinu betri en margar aðrar.
Það var Þorsteinn Siglaugsson sem kallaði Pál Vilhjálmsson fasista og þó þú viljir gjarnan fá það sæmdarheiti er það ekki mitt að úthluta því. Annað í innleggi þínu læt ég mér í léttu rúmi liggja.
Af hverju þú blandar Karíusi og Baktusi í þetta skil ég ekki.
Sæmundur Bjarnason, 7.10.2020 kl. 16:47
Ég er reyndar aldrei alveg viss hvort Páll sé fasisti eða kommónisti. Það eitt er víst að hann er ekki í neinum skilningi frjálslyndur.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.10.2020 kl. 18:34
Páll Vilhjálmsson er undarlegt fyrirbæri. Ég var kannski dálítið hræddur um að þú værir að gera hann að bróður mínum líkt og kom fyrir ágætan mann hér um árið. Sú grilla er orðin landlæg. Vill vera laus við þá ættfærslu, en nýlega gerði ég ættfræðiáhugafólki grein fyrir Vilhjálmsnafninu mínu á Fornleifi.
Karíus og Baktus hrópuðu oft úr munninum á Jens litla (litlum hræddum strák) í bók eftir norskan höfund. Það finnst mér stundum vera iðja sumra bloggkarlpunga. En ekkert slíkt hjá þér eða mér Sæmundur. Við eigum fyrir skoðunum okkar, meiningum og áliti.
En nú sá ég síðast að Egill sé alvarlega hræddur og ég er viss um að Páll Vilhjálmsson sé að pissa í buxurnar af einskærum terror.
FORNLEIFUR, 8.10.2020 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.