3014 - Covid, Trump o.fl.

Dálkinn á baksíðu fréttablaðsins les ég yfirleitt því stundum er hann eins og blogg af bestu gerð. Um daginn var þar talað um Dewey-skömmina. Ég kannast við þessa bókasafns-skömm sem mér finnst vera af alveg sérstakri tegund. Mín reynsla í gegnum árin er sú að það sé vel hægt að semja við starfsfólk bókasafna. Sennilega finnst þeim þetta jafnleiðinlegt og afbrotafólkinu. Best hefur mér reynst að bjóðast til að láta aðra bók í staðinn fyrir sektina. Sú bók má vera hundleiðinleg bara ef hún er álíka þykk og stór um sig og sektarbókin eða sú týnda. Það kemur nefnilega líka fyrir að bækur týnast eða gufa hreinlega upp. Engin hemja er að krefjast sektar sem er hærri en sanngjarnt bókaverð af einstakri bók. Eiginlega er þetta ágætt ráð til að losna við leiðindabækur. Ennþá eru nefnilega þónokkuð margir sem hika við að henda bókum. Þær eru samt víða að verða alltof margar. Fyrirlitning unga fólksins á þeim fer vaxandi. Sem geymsla heimilda eru þær óviðjafnanlegar þó margt hafi verið talið koma í staðinn fyrir þær. Gúgli er samt ómetanlegur og timarit.is sömuleiðis.

Eins og pestina (pun intended) hef ég að undanförnu forðast í flestum bloggum mínum að minnast mikið á Covid-veiruna. Nú eru viðbrögðin aftur á móti að verða pólitískari og hatrammari en áður. Ég vil þó segja, að vel sé hægt að deila á ráðstafanir þríeykisins án þess að gera þau persónuleg og óþarflega hatursfull. Þórólfur verður þó að sætta sig við að vera talinn að minnsta kosti jafnoki ráðherra að þessu leyti. Allur hringlandaháttur í þessu efni er stórhættulegur. Mér finnst að þó ýmsar ráðstafanir sem runnar eru undan rifjum sóttvarnarteymisins megi gagnrýna, ef horft er í baksýnisspegilinn, sé allsekki hægt að snúa við. Aðferð þeirri, sem kosin hefur verið af færusu sérfræðingum megi ekki hætta við. Hingað til hefur ríkisstjórnin sett mesta ábyrgð á þessum ráðstöfunum á hendur teymisins.

Kannski eru þau Bjarni Benediksson og Katrín Jakobsdóttir að skapa sér stöðu fyrir væntanlegar kosningar með því að hallmæla sem minnst skoðunum pólitískra andstæðinga. Brynjar Nielsen gerir það aftur á móti ekki. Hann gengur beint í gin ljónsins og eyðileggur með því hugsanlega allar framtíðarvonir sínar innan flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn kann að klofna einu sinn enn vegna afstöðunnar til Covid.

Ef talað er um stjórnmál er oftast nær stutt yfir í Trump-umræður. Ef haldið er áfram að ræða um hann gæti útkoma hans í komandi forsetakosningum orðið nokkuð góð. Ég sé nefnilega ekki betur en að hann vilji umfram allt að talað sé um sig. Sama hvort það er jákvætt eða neikvætt. Allar líkur held ég samt að séu á því að hann tapi stórt í kosningunum sem verða núna í byrjun nóvember. Gagnstætt því sem sumir halda fram held ég að hann viðurkenni strax ósigur sinn. Bandaríkin eru ekki á þeirri einangrunarbraut sem hann vill vera láta. Biden er kannski ekki sá frambjóðandi sem vinstri menn vildu helst, en hann er samt mun skárri en Trump.

IMG 5462Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki viss um að mat þitt á framtíð Brynjars sé rétt. Mig grunar nefnilega að á endanum verði skynsemin ofan á í þessu Covid máli, gripið verði til markvissra ráðstafana, í stað þess að halda áfram að reyna að fresta pestinni, með litlum árangri.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 11:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brynjar karlinn furðufýr,
flokksins lj
ótur hestur,
allt er n
ú í góðum gír,
grilll
æknirinn bestur.

Þorsteinn Briem, 10.10.2020 kl. 12:40

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.

Tek það fram að þessi vísa er allsekki eftir mig, en mér fannst hún eiga vel við núna, Steini minn.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2020 kl. 14:37

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þorsteinn, ég er ekki viss um að mat Brynjars á mannslífum sé það sama og flestra annarra. Covid, Facebook og aðrar kárínur kunna að hafa breytt hugsun margra. Jafnvel pólitískri hugsun.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2020 kl. 14:41

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað áttu við með því Sæmundur?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 16:42

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég á við það að vinstri hugsun er ef til vill að vinna á. Með því að ljá sóttvarnateyminu þau völd sem það virðist hafa, hefur hægri hluti ríkisstjórnarinnar e.t.v. aukið vægi vinstri aflanna. RUV er t.d. áberandi vinstri sinnað. Ég á þó ekki von á miklum breytingum í fylgi flokkanna í næstu kosningum. Vinstri og hægri er ekki góð flokkun, nema helst hvað ríkisafskipti snertir.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2020 kl. 17:54

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég á við hvað þú átt við með því að mat Brynjars á mannslífum sé annað en flestra? Ekki vel orðað, en þú skilur hvað ég meina.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 18:53

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég á fyrst og fremst við fyrirsögn greinarinnar. Auðvitað getur Brynjar reynt að halda því fram að hann hafi ekki samið hana. Hún er samt hluti af greininni. Man ekki nákvæmlega hvernig hún var orðuð, en í henni gerði hann augljóslega grín að þeim sem mátu mannslíf meira en gróða.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2020 kl. 21:47

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú veit ég ekki hvaða grein þú ert að tala um. Það eina sem ég hef séð frá Brynjari er að hann hafi áhyggjur af að tjónið af aðgerðunum verði meira en það sem vinnst með þeim. Og ég hef ekki séð betur en að þar sé hann meðal annars að tala um dauðsföllin sem verða vegna aðgerðanna.

Mér finnst það barnalegt að reyna að stilla þessu þannig upp að þeir sem gagnrýna þessar flausturslegu og ómarkvissu aðgerðir geri það vegna þess að þeir setji gróða ofar mannslífum. Það er heldur ekki heiðarlegt að gera það.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband