16.5.2020 | 11:39
2959 - Introvert á eftirlaunum
Já, ég er introrvert og líður hálfilla í fjölmenni. Hvað er fjölmenni? Ég ákveð það bara eftir aðstæðum hverju sinni. Einhverntíma spurði Tinna Bjarnadóttir mig hvaða fóbíur ég hefði. Átti ekki von á að 9 ára krakkar spyrðu spurninga af þessu tagi. Datt helst í hug að ég hefði flugstöðvarfóbíu, sem ég veit ekki hvort er til. Ég stressast gjarnan upp við mikil læti og mikið fjölmenni. Aðalbreytingin á mínum högum við veiru-vitleysuna er sú að ég þvæ mér mun oftar um hendurnar en áður og spritta mig öðru hvoru. Einnig hef ég horft á þríeykið fræga á hverjum degi. Oft sleppt tvöfréttunum þeirra vegna.
Nú er ég að mestu hættur að setja á mig vettlinga eða eitthvað annað í hvert skipti sem ég snerti hurðarhún utan íbúðarinnar eða lyftuhnapp. Jafnvel fer ég öðru hvoru út í Bónus. Þar með má segja að ég sé laus undan ofurvaldi drepsóttarinnar. Auðvitað eru mér ljós efnahagsleg áhrif faraldursins, en meðan eftirlaunin og ellilaunin lækka ekki verulega og verðbólgan fer ekki á fleygiferð reikna ég með að fljóta ofaná. Við hjónin eyðum fremur litlu og þar með þarf ég sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af afkomunni.
Spurningin sem þarf að fá bloggsvar við er hvort vænlegra er til árangurs þar og fjöldalesturs að vera sjálfhverfur eða sýnast ógnargáfaður og skrifa um alþjóðamál og þessháttar. Þykjast skilja allt. Jafnvel íslensk stjórnmál. Alþingismenn þykja mér ekki alveg nógu gáfaðir. Sumir eru það, en allsekki allir. Kannski er samt ekki hægt að ætlast til þess að þeir séu öðruvísi en pöpullinn. Flestir þeirra koma sæmilega fyrir sig orði. En er það nóg? Efast má um það.
Smáatriði eins og hvort Flugfélagið lifir eða deyr skiptir engu máli. Ríkisstjórnin ætti ekki að henda peningum í jafnvonlaust fyrirtæki. Ekki er nein ástæð til að ætla að þetta félag sé betra en önnur flugfélög. Ef þau flúgja ekki hingað er bara að taka því. Ferðamannabísness er ekki betri en aðrir. Öll eggin á ekki að setja í sömu körfu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki vitið alveg skert,
á óvart mér það kæmi,
ansi þó er introvert,
á ellilaunum Sæmi.
Þorsteinn Briem, 16.5.2020 kl. 12:30
Óvitlaust það undrabarn
artarlegur Steini.
Við yrkingarnar er hann gjarn
ekki þó að meini.
Sæmundur Bjarnason, 16.5.2020 kl. 13:45
Til að fyrirbyggja misskiling skal það tekið fram að ég man ekki betur en að fuglinn á myndinni hafi verið að baða sig í drullupolli. Allavega er þetta ekki hræ, það er ég viss um.
Sæmundur Bjarnason, 16.5.2020 kl. 13:48
Ertu viss um að þú sért ekki bara innvortis?
Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 22:46
Þetta er það sem ég kalla glósur. Slá um sig með fræðiorðum. Ég veit svosem ekki mikið um hvað introvert þýðir, getur sennilega þýtt ýmislegt, en það er sjálfsagt að nota það, þó ekki sé nema til þess að sýnast voða gáfaður.
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2020 kl. 08:07
Óvanir kynnu að álykta að fuglinn sýndi framtíðarsýn höfundar fyrir Flugleiðir.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 11:38
Meinarðu að Flugleiðir ættu að baða sig? Kannski losa sig við stjórnina. Flugmenn og flugvirkjar virðast vilja kauplækkun. Leyfum þeim það. Miðað við æsinginn á Keflavíkurflugvelli virðist ríkisstjóninni vera umhugað um að láta Flugleiði fá milljarða. En með hvaða skilyrðum? Engum kannski?
Sæmundur Bjarnason, 17.5.2020 kl. 16:34
Mér fannst fuglinn eitthvað þesslegur að hann hefði verið plaffaður niður og dottið í sjóinn. Kannski að atvinnulaus flugfreyja hafi verið með haglarann.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 17:25
Alltaf gaman að sjá smáfuglana baða sig (og þennan í sviðsljósinu).
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 18:15
Fuglar eru mismunandi innhverfir og skemmtilegt að spjalla við úthverfa hrafna.
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.