2959 - Introvert á eftirlaunum

Já, ég er introrvert og líður hálfilla í fjölmenni. Hvað er fjölmenni? Ég ákveð það bara eftir aðstæðum hverju sinni. Einhverntíma spurði Tinna Bjarnadóttir mig hvaða fóbíur ég hefði. Átti ekki von á að 9 ára krakkar spyrðu spurninga af þessu tagi. Datt helst í hug að ég hefði flugstöðvarfóbíu, sem ég veit ekki hvort er til. Ég stressast gjarnan upp við mikil læti og mikið fjölmenni. Aðalbreytingin á mínum högum við veiru-vitleysuna er sú að ég þvæ mér mun oftar um hendurnar en áður og spritta mig öðru hvoru. Einnig hef ég horft á þríeykið fræga á hverjum degi. Oft sleppt tvöfréttunum þeirra vegna.

Nú er ég að mestu hættur að setja á mig vettlinga eða eitthvað annað í hvert skipti sem ég snerti hurðarhún utan íbúðarinnar eða lyftuhnapp. Jafnvel fer ég öðru hvoru út í Bónus. Þar með má segja að ég sé laus undan ofurvaldi drepsóttarinnar. Auðvitað eru mér ljós efnahagsleg áhrif faraldursins, en meðan eftirlaunin og ellilaunin lækka ekki verulega og verðbólgan fer ekki á fleygiferð reikna ég með að fljóta ofaná.  Við hjónin eyðum fremur litlu og þar með þarf ég sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af afkomunni.

Spurningin sem þarf að fá bloggsvar við er hvort vænlegra er til árangurs þar og fjöldalesturs að vera sjálfhverfur eða sýnast ógnargáfaður og skrifa um alþjóðamál og þessháttar. Þykjast skilja allt. Jafnvel íslensk stjórnmál. Alþingismenn þykja mér ekki alveg nógu gáfaðir. Sumir eru það, en allsekki allir. Kannski er samt ekki hægt að ætlast til þess að þeir séu öðruvísi en pöpullinn. Flestir þeirra koma sæmilega fyrir sig orði. En er það nóg? Efast má um það.

Smáatriði eins og hvort Flugfélagið lifir eða deyr skiptir engu máli. Ríkisstjórnin ætti ekki að henda peningum í jafnvonlaust fyrirtæki. Ekki er nein ástæð til að ætla að þetta félag sé betra en önnur flugfélög. Ef þau flúgja ekki hingað er bara að taka því. Ferðamannabísness er ekki betri en aðrir. Öll eggin á ekki að setja í sömu körfu.

IMG 5903Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vitið alveg skert,
á óvart mér það kæmi,
ansi þó er introvert,
á ellilaunum Sæmi.

Þorsteinn Briem, 16.5.2020 kl. 12:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óvitlaust það undrabarn
artarlegur Steini.
Við yrkingarnar er hann gjarn
ekki þó að meini.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2020 kl. 13:45

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Til að fyrirbyggja misskiling skal það tekið fram að ég man ekki betur en að fuglinn á myndinni hafi verið að baða sig í drullupolli. Allavega er þetta ekki hræ, það er ég viss um.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2020 kl. 13:48

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu viss um að þú sért ekki bara innvortis?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 22:46

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er það sem ég kalla glósur. Slá um sig með fræðiorðum. Ég veit svosem ekki mikið um hvað introvert þýðir, getur sennilega þýtt ýmislegt, en það er sjálfsagt að nota það, þó ekki sé nema til þess að sýnast voða gáfaður.

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2020 kl. 08:07

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Óvanir kynnu að álykta að fuglinn sýndi framtíðarsýn höfundar fyrir Flugleiðir.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 11:38

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Meinarðu að Flugleiðir ættu að baða sig? Kannski losa sig við stjórnina. Flugmenn og flugvirkjar virðast vilja kauplækkun. Leyfum þeim það. Miðað við æsinginn á Keflavíkurflugvelli virðist ríkisstjóninni vera umhugað um að láta Flugleiði fá milljarða. En með hvaða skilyrðum? Engum kannski?

Sæmundur Bjarnason, 17.5.2020 kl. 16:34

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér fannst fuglinn eitthvað þesslegur að hann hefði verið plaffaður niður og dottið í sjóinn. Kannski að atvinnulaus flugfreyja hafi verið með haglarann.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2020 kl. 17:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf gaman að sjá smáfuglana baða sig (og þennan í sviðsljósinu). cool

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 18:15

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fuglar eru mismunandi innhverfir og skemmtilegt að spjalla við úthverfa hrafna. cool

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband