2960 - Allskyns meðöl

Nei, ég ætla helst ekkert að blogga núna. Er að reyna að draga úr því eins og mörgu öðru. Þó get ég varla stillt mig vegna þess að veðrið er mjög fallegt og ég er að hugsa um að fara út að labba. Fór samt í gær, en er að hugsa um að kannski hafi verið of mikið að segja „fitbitinu“ að ég stefndi að því að fara sex sinnum í viku í langa gönguferð. Kannski er líka alveg skítkalt.

Fékk um daginn ábendingu á netinu um svokallað Lactoferrin sem mér skilst að einhverjir noti við Covid-19 sem allir eru víst að berjast við. Gott ef það á ekki að styrkja ónæmiskerfið eða eitthvað þessháttar. Berið mig samt ekki fyrir þessu og gúglið það endilega. Held að þetta sé svokallað náttúrulyf og fáist í þessháttar verslunum undir nafninu Colostrum. Veit ekki meira um þetta og nota það ekki sjálfur. A.m.k. ekki ennþá. Er ákaflega skeptískur á allt svona, en satt að segja þá treysti ég þeim manni sem sendi mér þetta betur en mörgum öðrum.

Tel sjálfum mér samt trú um að ég þurfi ekkert á þessu að halda. Sagt er að Trump sjálfur taki reglulega hydroxyklórofin. Sennilega er það alveg rétt og hann hefur mælt mjög með þessu lyfi, sem kannski er hættulegt með einhverju ákveðnu og aukaverkanir af því eru víst talsverðar. Læt svo lokið þessu lyfjatali.

Annað í sambandi við vírusinn sem ég vildi gjarnan minnast á er hvað margt er skrítið í sambandi við andlitsgrímurnar. Meirihluti þeirra er án vafa næstum eða alveg gagnslaus. Þórólfur er á móti þeim og hér á Íslandi verður maður lítið sem ekkert var við þær. Tískustraumar eru farnir að gera vart við sig í sambandi við þær og margir reyna að græða á þeim. Þeir sömu og bönnuðu grímur með lögum fyrir stuttu krefjast þess nú að allir séu með grímur. Eitthvert gagn gera sumar þeirra, en fyrst og fremst eru þær nokkurs konar auglýsing um að sóttvarnarreglum sé hlýtt.

Fór áðan út að ganga og um svipað leyti fór sólskinið á bak við ský og hefur verið þar síðan. Ágætt veður er samt og ég fór 3,66 kílómetra og tók yfir 5000 skref og notaði á annað þúsund kalóríur. Allt þetta segir „fitbitið“ mér og margt fleira sem ég nenni ekki að telja upp. Kannski ætti ég að gera þetta blogg meira dagbókarkennt en ég hef gert hingað til.

IMG 5901Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Ungverjalandi er nú skylda að nota grímur í verslunum og þegar menn nota almenningssamgöngur.

Ekkert handspritt er hins vegar í verslunum.

Fimm dauðsföll vegna Covid-19 voru skráð í Ungverjalandi í gær en Ungverjar eru um tíu milljónir.

Og dauðsföll vegna Covid-19 voru þar flest fyrir 2 vikum, eins og spáð hafði verið.

19.5.2020 (í dag):

"After two months of tough restrictions and closures, on Monday, Budapest could finally take a breath and at least partially reopen.

This meant that parks, terraces, and gardens were flooded, and people as well as restaurants are optimistic.

The government announced on Saturday to lift curfew restrictions in Budapest too, two weeks later than in the countryside.

As a consequence, as of Monday, all shops and service providers are allowed to open, and restaurants, cafes and bars, the outdoor areas and terraces can be opened in the capital.

This also applies to outdoor swimming pools, museums, and the zoo."

Þorsteinn Briem, 19.5.2020 kl. 15:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var að spjalla við góðan vin í Ameríku í gær. Hann er bæði gamall og akfeitur og því að eigin sögn í tveimur áhættuhópum. Hann sagðst ekki hafa aðgang að klórikíni, en sagði mér hins vegar að svona til að gera það sem hann gæti snæddi hann mikið magn af d-vítamíni og sinki. Þessi tvö efni ættu að vera fyrirbyggjandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2020 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband