2.4.2020 | 10:42
2932 - Drífa Snædal
Held að það sé talsvert mikið ofílagt að halda að eitt til tvöhundruð þúsund muni deyja í Bandaríkjunum af völdum Covid-19 veirunnar. Alltaf þegar ég sé eitthvað tölulegt um US þá heimfæri ég það uppá Ísland alveg ósjálfrátt. Það er fremur auðvelt því Bandaríkjamenn eru u.þ.b. þúsund sinnum fleiri en við. Samkvæmt þessari kenningu ættum við Íslendingar að missa svona 100 til 200 manns í þessari plágu. Það finnst mér afar ótrúlegt. Kannski koma andlát nokkurra tuga Íslendinga til greina, en allsekki meir. Því neita ég alfarið að trúa.
Þorsteinn Siglaugsson var vanur að kommenta mikið á þessa síðu. Hann er alveg hættur því. Stuðningsmaður Frosta er hann orðið mikill. Honum finnst Þórólfur og Co. vera að gera tóma vitleysu. Það held ég allsekki. Það er raunar hálfskrýtið að manni eins og honum (Þórólfi) skuli hafa verið þrýst í það að taka svona veigamiklar ákvarðanir eins og hann hefur óneitanlega gert eða þurft að gera. Þó er hann eiginlega bara starfsmaður Landlæknisembættisins. Að vísu yfirmaður sóttvarna þar. Stjórnmálamenn hafa að mestu leyti kúplað sér útúr því að taka ákvarðanir varðandi farsóttina sjálfa og er það vel. Nóg er nú samt. Vissulega má deila um ýmsar efnahagslegar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Þó samstaða um þær sé mikið umtöluð fer allsekki hjá því að menn búi sig undir miklar deilur hvað það snertir. Sjálf þykist ríkisstjórnin hafa gert vel, en flestir hallast að því að of lítið sé að gert. Þó virðist samkvæmt skoðanakönnunum að vinsældir hennar hafi aukist.
Eitt helsta vandmál mitt í sambandi við þessi bloggskrif er að mér leiðist óttalega að þykjast alltaf vera svona gáfaður. Þetta er bara eðli mitt. Ég get ekki öðruvísi verið né að þessu gert. Að miklu leyti er allt okkar líf einn allsherjar þykjustuleikur. Innsta eðli sitt lætur enginn í ljós. Allt okkar líf er um dauðann. Hann litar allt saman. Þessvegna er það mikilvægt þroskastig hjá börnum þegar þau gera sér grein fyrir því að þau eru ekki ódauðleg. Þeim getur fundist að dauðinn sé mjög fjarlægur, en samt er hann alltaf til staðar. Þegar maður gerist gamall færist hann að sjálfsögðu nær og nær. Auðvitað sér maður eftir ýmsu, sem maður hefur gert eða vanrækt að gera. Vel hefði verið hægt að lifa lífinu allt öðruvísi.
Stend með Drífu í ASÍ-málinu. Verkalýðurinn á fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, ekki fyrirtækin. Þó Vilhjálmur sé Akurnesingur og Ragnar Þór hafi frelsað VR undan ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins er ég þeirrar skoðunar að þeir séu bara fúlir yfir því að hafa tapað fyrir Drífu. Hún er forseti ASÍ og stendur sig bara vel þar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú saknar þess greinilega að einhver nenni að kommenta á bloggið þig, svo maður verður að reyna að bæta úr því.
Það er nú einhver misskilningur að ég sé stuðningsmaður þeirra skötuhjúanna Frosta og Ólínu, þó svo að ég hefði talið það skynsamlegt að loka loftbrúnni til Ítalíu á sínum tíma. Er raunar fremur á því að verið sé að ganga of langt í samskiptahindrunum en hitt, enda dánartíðnin af þessari flensu líklega ekki mjög mikil.
Og þar hefurðu það. Þú færð mig hins vegar ekki til að kommentera neitt á hana Drífu frænku mína.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.4.2020 kl. 17:40
Drifa er auðvitað í starfi sem hún getur ekki staðið i, ef all hörðustu verkalýðsforingjar sjá fram á að mikill fjöldi fyrirtækja fara á hausinn ef ekkert er gert til að hjálpa þeim.
Drífa fær sin laun hvað sem tuðar og tautar, en það er hætt við því að þegar fólki verður leift að fara til vinnu, þá verði ekki fyrirtæki til staðar til fara til vinnu til.
Með kveðju frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 3.4.2020 kl. 04:37
ASÍ-forystan er síður en svo hafin yfir gagnrýni. Stend samt með henni í þessu efni. Viðurkenni samt fúslega að ég er ekki gjörkunnugur öllum hliðum þessa máls.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2020 kl. 08:44
Sæll Sæmundur karlinn,
Í mörgum af þessum vel þekktu uppflettibókum í læknisfræði, eða eins og til dæmis "The American Medical Association Encyclpedia of Medicine" er minnst á "Covid", sem bara venjulegt kvef og/eða flensa. Í öllum þessum tilfellum er upp hafa komið eftir þessar athugunnir með þessum pinnum, þá kemur EKKI fram einhver munur á því hvort þetta sé flensa eða bara kvef.
Þannig að tölur í þessu sambandi verða án efa háar tölur, nú og það gæti farið svo í öllum þessum líka sérstaka hræðsluáróðri,að næstum því öll dauðsföll eldra fólks verði víða um heim flokkuð sem bara dauðsföll af völdum Covid. Ég er hins vegar sammála þér með, að "það sé talsvert mikið ofílagt að halda að eitt til tvöhundruð þúsund muni deyja í Bandaríkjunum af völdum Covid-19 veirunnar." En miðað við þessar tölur sem við höfum í dag (eða frá 2. apríl sl.) og svo miðað við síðustu flensufaraldra í Bandaríkjunum, þá get ég ekki sé að það séu eitthvað fleiri dauðsföll af völdum Covid 19 -flensufaraldursins en verið hefur miðað við aðra flensufaraldar í Bandaríkjunum.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.4.2020 kl. 11:20
Í öllum þessum hræðsluáróðri á okkar einhliða og ritstýrða RÚV, þá verður örugglega ekki minnst einu orði á þessar fréttir hérna.
Global scientists revise predictions, claim coronavirus mortality much lower than previously thought
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.4.2020 kl. 13:03
Ég er ekki viss um að ég skilji þig fullkomlega.
Hvort sem um er að ræða RUV eða eitthvað annað hljótum við öll að leggja þann skilning í þær upplýsingar sem við fáum, sem samræmist okkar eigin gildum.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2020 kl. 15:29
Já, ég er sammála þér með að við "hljótum að leggja þann skilning í þær upplýsingar sem við fáum". En þegar okkar ritstýrða RÚV og helstu fjölmiðlar hér á landi taka þá í því að halda upplýsingum varðandi lyga og/eða false - fréttir í burtu frá almenningi, án þess að gera eina einustu tilraun til þessa að leiðrétta fréttir er fjölmiðlar hafa birt, þá má reikna með einhverjum viðbrögðum, ekki satt?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.4.2020 kl. 11:04
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.4.2020 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.