24.3.2020 | 11:02
2929 - Vonandi er hámarkiđ ađ nálgast
Ađ mörgu leyti erum viđ öllsömul, útlendingar sömuleiđis, ađ lifa í einskonar dystópíusögu núna. Ađ vísu er ţađ svo ađ venjulega eru vírusarnir í slíkum sögum mun lífshćttulegri, en ţessi kórónavírus í rauninni er. Stjórnvöld missa líka yfirleitt međ öllu tökin á ástandinu í slíkum sögum og allskyns óaldarflokkar vađa uppi og algert stjórnleysi tekur viđ. Ekkert slíkt hefur átt sér stađ núna, en ađ mörgu leyti er ástandiđ illum draumi líkast. Allt ţarf ađ skođa í ljósi kórónavírussins og stjórnvöld eru langt frá ţví ađ vera öfundsverđ. Sem betur fer hafa slíkir óaldarflokkar hvergi ógnađ stjórnvöldum, en sögur fara samt af óskipulögđum flokkum sem setja sig upp á móti flestu ţví sem stjórnvöld gera. Á margan hátt eru slíkar sögur ţađ hrćđilegasta sem heyrist og fyllsta ástćđa til ađ taka hart á slíku. Öfug viđ tölvuleiki og skáldsögur er ekki hćgt ađ spóla til baka og ţađ sem gerist er óafturkrćft.
Satt ađ segja er líklegast ađ Ólympíuleikunum sem áttu ađ fara fram í sumar verđi frestađ. Jafvel í heilt ár. Svo er líka möguleiki ađ hćtt verđi viđ ţá međ öllu. Ţar međ yrđi ţessum faraldri líkt viđ heimsstyrjöld. Hingađ til hefur ekki annađ en ţessháttar orđiđ til ţess ađ hćtt vćri viđ slíkan stórviđburđ. Eins og kunnugt er voru engir Ólypíuleikar árin 1940 og 1944. Aumingja Japanir, ţeir ćtluđu sko aldeilis og svo sannarlega ađ sýna heiminum ađ ţeir vćru búnir ađ jafna sig á kjarnorkuslysi og ţannig hörmungum. Ađ láta eina sjálfskipađa nefnd ráđa öllu í sambandi viđ ţetta allt saman er sérkennilegt í meira lagi. Ţrátt fyrir allla ţá spillingu sem ţrífst í skjóli ţessarar nefndar verđur ađ segjast ađ ríkisstjórnir gćtu aldrei komiđ sér saman um ţađ sem ţarf til svo Ólympíuleikar geti fariđ fram.
Vírusfréttir gegnsýra allt. A.m.k. er svo hér á landi. Börn og unglingar ţyrftu svo sannarlega á ţví ađ halda ađ geta kúplađ sig frá öllu slíku, en ţađ er ekki hćgt. Ţau eru ađ mestu varnarlaus. Geta ekki einu sinni sótt skóla, ţó ţau hati hann yfirleitt. Íţróttir allar eru einnig í lamasessi og ef foreldrar ćttu ađ stjórna unglingum alfariđ, mundi ţjóđfélagiđ lamast algerlega. Ţ.e.a.s. allir, eđa nćstum ţví allir, yrđu ađ vera heima.
Suđur-Kórea virđist hafa sigrast á vírusnum á fremur ódýran hátt samaboriđ viđ Ítalíu a.m.k. Varla er ástćđa til ađ gera ráđ fyrir ađ ţar hafi sannleikanum veriđ hagrćtt og/eđa óţarfa harđýgni beitt eins og hugsanlega hefur veriđ reyndin í Kína. E.t.v. er ţađ einkum hlýđni viđ yfirvöld og samstađa sem hefur bjargađ ţeim. Möguleg er ţar samt sem áđur einhverskonar seinni bylgja. Hugsanlega sleppum viđ Íslendingar líka vel frá ţessum vágesti. Kannski er besti vinur ţessa vágests sú áhersla sem lögđ er á Vesturlöndum á einstaklingshyggju. Hlýđni viđ yfirvöld og samfélagslegar áherslur virđist vera mun meiri víđa í Asíu en í Evrópu.
Ţrátt fyrir ađ vírusfréttir séu algerlega dómínerandi um allan heim um ţessar mundir er ekki hćgt framhjá ţví ađ líta ađ vissulega er mikil ţörf á hvíld frá ţessu öllusaman. Ţegar ég vakna á morgnana verđur mér oft hugsađ til ţess hve ánćgjulegt ţađ vćri ef mađur ţyrfti ekki ađ hafa neinar áhyggjum af vírusnum ógurlega. Veđriđ er svosem ekkert séstaklega gott um ţessar mundir, en ef ţađ vćri allt og sumt vćri tilveran bara nokkuđ góđ. Ţađ finnst mér allavega.
Athugasemdir
Kórónavírusinn er kannski í sjálfu sér ekkert sérstaklega hćttulegur. Á Ítalíu dóu t.d. 20.000 manns úr flensu veturinn 2016/17. Nú eru látnir 5.500 úr ţessari flensu ţar. Mannfalliđ úr flensunni 2016/17 var engin frétt ţá. En nú er fjórđungur ţess fyrsta frétt á öllum miđlum. Hvers vegna? Vegna ţess ađ ţađ styđur viđ söguna sem er sögđ alls stađar. Dánartíđnin í Ţýskalandi, ţar sem prófanirnar eru ţannig ađ ţađ eru amk. líkur á ađ kannski sé jafnvel veriđ ađ ná til talsvert stćrri hluta smitađra en annars stađar, er 0,3%. Hér er einn látinn og Kári áćtlar ađ tćplega 1% ţjóđarinnar sé smitađ. Ţađ er einn af kannski 3000 manns. Ţađ er 0,03%, ţriđjungurinn af venjulegri flensu.
En óttinn og viđbrögđin eru svo sannarlega ađ skapa hćttu. Grunar jafnvel ađ fleiri muni deyja vegna álagsins á heilbrigđiskerfiđ viđ ađ bregđast viđ hrćđslunni, vegna ţess ađ ţeir komast ekki í lífsnauđsynlega međhöndlun, eđa einfaldlega vegna andlegu áhrifanna sem óöryggi, atvinnumissir og langvarandi einangrun hefur á fólk. Hversu margir munu falla fyrir eigin hendi einangrađir og vonlitlir í loftlausum íbúđum stórborganna?
Ţorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 11:50
Efnahagsáhrifin verđa samt áreiđanlega mikil. En af hverju eru ţau svona mikil? Ekki treysti ég mér til ađ segja um ţađ.
Ţú ert alls ekki einn um ađ gera lítiđ úr ţessum vírusi. Líkir honum á margan hátt viđ venjulega flensu. Einn reginmunur er samt á. Hann er sá ađ ekki er til neitt bóluefni viđ ţessum. Ţó ekki vćri annađ vćri hann mjög hćttulegur. Ţetta međ dánartöluna á eftir ađ koma í ljós. Mig grunar ađ hún sé mun hćrri en í venjulegri flensu. Sú flensa er samt fjári óţćgileg, um ţađ get ég vitnađ.
Svo er ţađ smitnćmiđ, og reyndar margt fleira.
Sćmundur Bjarnason, 24.3.2020 kl. 16:49
Ţađ er ekkert bóluefni til, ţađ er alveg rétt. Og ekkert ónćmi heldur svo vitađ sé. Ţví má reikna međ ađ miklu fleiri smitist en af venjulegri flensu. En tölurnar tala samt sínu máli. Ef 20% smitast af flensu en 60% af ţessu og dánartíđni flensunnar er ţreföld, eins og tölurnar hérlendis virđast sýna, ţá hrökkva álíka margir upp af af hvoru tveggja. Og efnahagsáhrifin verđa gríđarleg. Ţađ er vegna ţess ađ ţađ er allt meira og minna stopp í marga mánuđi.
Ţorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 18:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.