29.2.2020 | 21:04
2922 - Vilborg Davíðsdóttir
Nú er Coronavírusinn loksins kominn. Annars gengur hann víst undir ýmsum nöfnum. Covin-19 veiran, Wuhan veiran, Kínalífselexírinn, nei fyrirgefið, Kínavírusinn er það víst. Eða eitthvað annað. Sumir kalla þetta flensu, bara að hún sé mun svæsnari en þessi venjulega. Svo gerir hún (veiran) sér heilmikinn mannamun. Þ.e.a.s. hún leggst mjög misþungt á menn, að sagt er. Auðvitað eru gamalmenni og ungbörn í mestri hættu og margt má um þennan veiruskratta segja. Mér finns hann (vírusinn) óttalega leiðinlegt umræðuefni og mun héðan í frá forðast að minnast á hann.
Ef reynt er að rýna í fréttir fjölmiðla þá virðiast þeir gera sem mest úr hverskyns óáran. Ef ekki hefði komið til Covid-19 veiran og yfirfullar ruslatunnur hefðu fréttir allar verið mun fjölbreyttari. Þessvegna er það ekki nema gott ef bloggarar geta talað um eitthvað annað.
Vísnagerð, bókmenntir og listir hverskonar, jafnvel tækni, eru mun merkilegra umræðuefni, en umgangspestir þó hættulegar séu. Horfði í kvöld á Gettu Betur og var mest hissa á því, að einhverjir héldu í alvöru að Urriðafoss væri Goðafoss. Annars er mesta furða hvað þessir krakkar eru vel að sér. Svo er þetta ekki eintómur páfagaukalærdómur því margir af þessum þátttakendum ná býsna langt á ýmsum öðrum sviðum. Vitaskuld er þetta rjóminn úr viðkomandi skólum og vinsældir þáttarins byggjast mikið á því. Ef ég á að finna eitthvað að þessum þáttum, eins og mín er von og vísa, væri það að stundum skyrpa krakkarnir óskiljanlegum svörum útúr sér í hraðaspurningunum og of mikið er af aukaatriðum og of lítið af spurningum almennt séð í þáttunum.
Stundum er talað um það sem unglingabækur ef hlutirnir eru útskýrðir rækilega. Ég er samt ekki að tala um svokallaðar hrútskýringar. Einhver ákveður að þessi og þessi bók skuli kölluð unglingabók af því að hlutirnir eru útskýrðir nokkuð vel og ekki hlaupið fram og aftur í tímanum eins og tíðkast mjög í fullorðinsbókum. Man vel eftir því að einu sinni þegar Vilborg Davíðsdóttir vann á fréttastofu Stöðvar Tvö kom hún til mín og bað mig að prenta út fyrir sig sögu sem hún kallaði Korku. Kannski hefur Björn bróðir hennar bent henni á mig.
Hvað um það, ég stalst til þess að prenta eintak fyrir sjálfan mig og las bókina og þótti hún nokkuð góð. Nafnið minnir mig að hafi verið tilkomið vegna nafnsins á aðalpersónunni, sem ég held að hafi verið þrælastelpa frá Írlandi milli tektar og tvítugs. Seinna held ég að þessi saga og viðbót við hana hafi verið gefin út undir nafninu Við Urðarbrunn og ég man að ég var svolítið ósáttur við að hún skyldi vera kölluð unglingabók. Fannst hún allsekki vera það og eiga fullt erindi við fullorðna.
Ég ætla ekki að biðja Guð oftar, tautaði gamla konan fyrir munni sér þar sem hún stóð í fjörunni og frétti að efnilegur sonarsonur sinn hefði farist í sjóslysi. Af einhverjum ástæðum er þessi setning ótrúlega mögnuð í einfaldleik sínum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eru þessar andir á myndinni lífs eða liðnar? Eða eru þetta kannski ekki andir?
Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2020 kl. 23:28
Jú, ég held að þetta séu endur. Þær eru áreiðanlega lifandi. Sennilega bara í sólbaði.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2020 kl. 08:06
Á þetta ekki við núna, -
á tímum drepsótta og Eflingar?
Sjötíu og fimm aurar
Tólf barna faðir í mannheimum
kemur heim úr veri
með sjötíu og fimm aura í vasanum.
Sex eru dáin úr tæringu
– hann kaupir brjóstsykur fyrir auranna
og skiptir honum milli hinna sex
sem eftir eru.
Seg mér dóttir Dagbjarts:
var það ekki þá
sem faðir þinn sigraði heiminn?
Höf. Vilborg Dagbjartsdóttir.
Húsari. 2.3.2020 kl. 09:48
Skil þig ekki, Húsari og ekki heldur af hverju þú notar dulnefni.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2020 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.