7.9.2019 | 08:57
2875 - Dorian
Trump er kannski ekki sá alversti af bandarískum forsetum, en hann er örugglega meðal þeirra verstu. Í bandarískum fjölmiðlum er aðalmálið Trump um þessar mundir og hvað hann og bandarískar veðurstofur hafi sagt og spáð um fellibylinn Dorian. Íslenskir fjölmiðlar draga einkum dám af bandarískum og þýða eða reyna að þýða mest krassandi fréttir þaðan. Oft eru þær hundgamlar og að engu hafandi. Einu sinni voru fréttir af þessu tagi einkum fluttar í mánaðarlega útgefnum sorpritum.
Fellibylurinn Dorian hefur valdið miklu tjóni á Bahamaeyjum. Samt hefur afar lítið verið fjallað um hann í íslenskum fjölmiðlum. Ruv-ið er bara eins og það er og flytur næstum einungis amerískar fréttir. Þegar Pence-fíflið kom hingað um daginn var ekki hægt að koma neinum öðrum fréttum að, þar á bæ. Þó hann hafi bæði logið og reynt að blekkja, fylgdi RUV ekki einu sinni bandarískum fréttum hvað hann snerti. Þar var mest gert úr því að hann og fylgdarliðið hafi gist á hóteli sem Trump átti, þó það væri langt frá Dublin. Já, stríð Trumps við fjölmiðlana tekur á sig ýmsar myndir. Enginn hafði nokkurn áhuga á því sem Pence sagði, enda er aldrei tekið neitt mark á honum. A.m.k. gera stóru Bandarísku fjölmiðlarir það ekki.
Eyðileggingin af völdum fellibylsins Dorians á Bahamaeyjum er alveg gífurleg og kannski kemst sú eyðilegging í fréttirnar á RUV í næstu viku eða svo. Málið er mér kannski skyldara en ella vegna þess að önnur tengdadóttir mín er þaðan. Um Indland gegnir alltöðru máli.
Indverjar sendu eldflaug á loft í júlí síðastliðnum með geimstöð og tunglfar innanborðs og núna um daginn reyndu þeir að lenda tunglfarinu mjúklega á tunglinu, en mistókst það. Ísraelar reyndu það sama fyrir skemmstu, en mistókst einnig. Á sínum tíma mistókust margar ómannaðar geimferðir Bandaríkjamanna. Mannaðar geimferðir eru ekki í mikilli tísku núna þó töluvert sé umliðið síðan Bandaríkjamenn sprönguðu um á tunglinu. Allavega er það ekki mikið í fréttum þó ýmislegt gerist á því sviði. Áhugavert er að fylgjast með ýmsu í sambandi við stjörnufræði og geimferðir. Einkum nú að undanförnu.
Horfði í gærkvöldi á nýjan spurningaþátt á RUV. Ekki er hægt að neita því að hann virðist vera allhraður og skemmtilegur, þó líka sé hægt að halda því fram, að hann sé heldur ómerkilegur. Vel tókst til að skeyta saman vinsæla leiki eins og Hangman og fleiri, án þess að mikið bæri á því.
Hver segir að bloggskrif þurfi að vera af ákveðinni lengd? Ég er mest að hugsa um að láta þetta duga í bili. Ekki virðist mikill áhugi á svona almennum skrifum eins og ég stunda.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hef einmitt furðað mig á hversu lítið hefur verið fjallað um náttúruhamfarirnar á Bahamaeyjum. En þar sem ég fylgist með öllu svona þá hef ég þurft að leita upplýsinga hjá Bandaríksum fréttamiðlum svo sem CNN og Fox. Umfjöllunin hefði þó sennilega verið meiri ef samskonar atburðir hefðu átt sér stað innan Bandaríkjanna. Vonum bara að manntjón verði ekki eins mikið og óttast er.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.9.2019 kl. 11:34
Þetta er alveg rétt hjá þér. Sum svæði eru eins og margra kílómetra stór skýstrokkur (tornado) hafi riðið yfir. Hef aldrei séð annað eins.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2019 kl. 12:19
Drap þar margan Dorian,
dóninn á þó bræður,
Pence var mikið feigðarflan,
flutti ljótar ræður.
Þorsteinn Briem, 7.9.2019 kl. 13:07
Borisar er búið spil,
breskan herti jarlinn,
en það gerir ekkert til,
út í skurð fer karlinn.
Þorsteinn Briem, 7.9.2019 kl. 13:10
Íslenska þýðingin á "performer" er væntanlega "flytjandi".
Kappsmál - Hvar er skammarkrókurinn í þessu diskósetti?
Þorsteinn Briem, 7.9.2019 kl. 13:23
Síðastliðinn þriðjudag:
The Irish Times - How Mike Pence shat on the new carpet
Þorsteinn Briem, 7.9.2019 kl. 13:33
Góður ekki Pence er par
pirrar margar hræður.
Einsog fésbók fari þar
flytur lyga-ræður.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2019 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.