7.7.2019 | 13:21
2862 - Cultural imperialism
Menningarleg heimsvaldastefna (cultural imperialism) kallast það á ensku. Nú er hægrimanninum skríta og skemmtilega Boris Johnson aðallega legið það á hálsi að ætlast til þess að allir sem á Englandi búa tali ensku sem sitt fyrsta og mikilvægasta mál. Þetta minnir mann óþægilega á þá hægrimenn og einangrunarsinna hér á landi sem ætlast til þess að allir sem hingað koma tali lýtalausa íslensku. Jafnvel systir Borisar gerir grín að honum fyrir þetta með því að segja að heima fyrir tali þau að sjálfsögðu forngrísku.
Tungumál eru á margan hátt mál málanna hér á ísa köldu landi. Sú árátta einangrunarsinna að eigna sér sem allra mest allt þjóðlegt og sérkennilegt er beinlínis hlægileg í þessu ljósi. Þjóðerniskennd má ekki vera fólgin í því að gera allt sem alþjóðlegan eða annarlegan blæ ber útlægt í samfélaginu. Slík neikvæðni er hættulegri en virðist vera í fljótu bragði. Nú á tímum er hið alþjóðlega, auk þess að auka skilning þjóða á milli, ekki síður oft merkilegt, en hið þjóðlega og hallærislega.
Stundum er það sem ég skrifa fremst í bloggin mín það merkilegasta og það sem mesta hugsunin liggur á bakvið. Oft er það sem á eftir kemur meira og minna til uppfyllingar. Svo er þó ekki alltaf. Þessar hugleiðingar mínar um tungumál spruttu mjög skyndilega upp, en eru ekkert verri fyrir það. Kannski finnst mér þær vera svo sannar og góðar að ég flýti mér að ná sæmilegri lengd á bloggið. Sjáum til.
Þessar tvær málsgreinar sem ég skrifaði um Boris Johnson og tungumál þótti mér nógu merkilegar til þess að setja þær líka á fésbókina. Þetta segi ég m.a. til þess að þeir sem séð hafa þær þar finnst að sjálfsögðu að þeir kannist við þessi skrif. Auk þess er fésbókin, hvort sem manni líka betur eða verr, sá staður sem flestir eru tengdir.
Af hverju finnst mér að þessar fyrrnefndu hugleiðingar mínar þurfi á fleiri lesendum að halda en annað sem ég skrifa? Veit það eiginlega ekki, en kannski finnst mér að ég hafi komist svo vel að orði að fleiri þurfi að sjá snilldina.
Fór í gær í giftingarveislu með Atla frænda. Samtals vorum við fjögur í bílnum. Áslaug að sjálfsögðu og Sigrún systir að auki. Fórum þegar veislunni var að ljúka. Dansinn og drykkjan þó eftir. Atli vildi fara sem fyrst og það hentaði okkur gamalmennunum ágætlega. Giftingin sjálf fór fram í Hrunakirkju og að sjálfsögðu minnti það mig á þjóðsöguna um Dansinn í Hruna. Á eftir var veisla í félagsheimilinu á Flúðum. Nú veit ég semsagt að Hrunakirkja er rétt hjá Flúðum. Það var Kristín systir Atla sem var að gifta sig og svei mér ef hún ljómaði bara ekki bókstaflega. Af hverju fá sumir að gifta sig tvisvar, en aðrir bara einu sinni eða jafnvel aldrei? sagði einhver af þeim fjölmörgu ræðumönnum sem tóku til máls í veislunni.
Þegar við komun heim á Akranes voru írsku dagarnir í algleymingi og mér finnst Akranes þá vera alþjóðlegri en oftast nær. Sumir mundu kannski segja túristalegri en það orð finnst mér hafa neikvæða merkingu. Í öllu falli ómaði bærinn af drykkjulátum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Á einu vettvangi er búið að ..." skrifar sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins (Fokks fólsins), á bloggi sínu í dag.
Og ekki er íslenskan betri hjá mörgum öðrum mörlenskum háskólagengnum hægrimönnum, sem þykjast vera sannir Íslendingar og kvarta undan íslenskukunnáttu nýbúanna hér á Íslandi.
Sálarlausir sálfræðingar og heimskir heimspekingar.
Þorsteinn Briem, 7.7.2019 kl. 19:36
Sæll, Sæmi.
Við hvaða "hægrimenn og einangrunarsinna hér á landi" áttu við, "sem ætlast til þess að allir sem hingað koma tali lýtalausa íslensku"???
Það væri ágætt að þú nafngreindir þá, a.m.k. þá þekktustu!
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 8.7.2019 kl. 00:16
PS. Hér var forsetningin "við" tvítekin aulalega í 1. setningu!
Jón Valur Jensson, 8.7.2019 kl. 00:20
Ekki er nú reikningurinn betri en íslenskukunnáttan hjá þessu liði.
Þannig segir búfræðingurinn (fræbúðingurinn) og þingmaður Sjálfstæðisflokksins Haraldur Benediktsson í Mogganum í dag:
"Dreifbýlisnotandi rafmagns hjá Rarik hefur séð reikning vegna flutnings á rafmagni frá árinu 2005-2018 hækka um 108% meðan almennt verðlag hækkaði um 45%."
Almennt verðlag hér á Íslandi hækkaði frá ársbyrjun 2005 til ársloka 2018 um 94% en ekki 45%.
Samkvæmt Hagstofu Íslands var vísitala neysluverðs 239,2 í janúar 2005 en 463,9 í desember 2018.
Mismunurinn er 224,7 sem deilt með 239,2 er 0,94 og verðbólgan því 94% á þessu tímabili.
Þorsteinn Briem, 8.7.2019 kl. 12:28
Alltaf ert þú kominn, Jón minn Valur, ef minnst er á hægrimenn, einangrunarsinna eða öfgamenn. Ekki getur víst hugsast þú sért einn af þeim. Hefurðu ekkert betra við tímann að gera en að lesa blogg vinstri manna sem ekki eru nákvæmlega sömu skoðunnar og þú? Ekki virðast þau vera svo fá bloggin sem þú skrifar. Lestu kannski jafnmörg eða jafnvel fleiri? Annars þarf ég ekkert að sinna áskorunum þínum og geri sennilega ekki.
Sæmundur Bjarnason, 11.7.2019 kl. 04:39
Nei, Sæmi. Þú ætlar EKKI að svara minni einföldu spurningu, hafðir til þess nokkra daga, en gazt það ekki. Hvorki er ég einangrunarsinni né öfgamaður, en leikur samt forvitni á að vita svarið við spurningunni:
Hvaða "hægrimenn og einangrunarsinna hér á landi" áttu við, "sem ætlast til þess að allir sem hingað koma tali lýtalausa íslensku"???
Það væri ágætt að þú nafngreindir þá, a.m.k. þá þekktustu!
Jón Valur Jensson, 11.7.2019 kl. 14:01
Að hugsa sér að kalla íslendinga öfgamenn. Hefir kaffið farið í "den gale hals" áykkur. Eða er þetta blöðruhálskirtillin sem er farinn að stækkar?
Þessi leiði síður að kalla pólitíska andstæðinga sína öfgamenn er of mikið notaður af þeim sem halda að þeir hafi sérleyfi á réttar skoðanir og hreinar á vinstri vængnum. Ef slík stóryrði eru einu "rökin" sem menn hafa fram að færa, eru þeir ráðþrota og rökvilltir.
Maður, sem hefur skrifað 2863 blogg á bloggsíðu, sem fjölmiðill "öfgamanna" stjórna, hlýtur að vera berserkur. Ertu nokkuð af sænskum ættum Sæmundur?
FORNLEIFUR, 15.7.2019 kl. 07:47
stækka ætlaði ég að skrifa.
FORNLEIFUR, 15.7.2019 kl. 07:49
Reyndar hefur það verið svo, Sæmundur, að málfasisminn á Íslandi hefur ekki verið stjórnað af hægrimönnum. Elítan, sem líkti íslenska málinu við ljóshærða stúlku sem talar norðlensku í auglýsingum fyrir hreina mjólk hér um árið, er öll viðriðin vinstri stefnu. Svokallaðar öfgar koma nefnilega úr öllum áttum á Íslandi. Þegar 10% íbúa í landi eru kaþólskir útlendingar sem ekki tala íslensku eins vel og zettlega og Jón Valur og maður getur á FB sumra þeirra lesið það sem næst kemst öfgum útlandsins, er kannski betra að staldra við og íhuga málið og málin.
FORNLEIFUR, 15.7.2019 kl. 07:55
Fyndið þetta hjá þér, doktor, um 2863 bloggin og berserkinn sem er kannski af sænskum ættum!
Jón Valur Jensson, 15.7.2019 kl. 13:32
Kallarðu þessa þvælu sem þú skrifar hérna fyrir ofan röksemdir, Villi minn.
Þú getur alveg gert betur.
Sæmundur Bjarnason, 15.7.2019 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.