2861 - Kvöldroðinn vætir, en morgunroðinn bætir (eða var það öfugt?)

Málaferli eru í uppsiglingu gegn flugvélaframleiðandanum Boeing útaf Max 737 vélunum sem fórust. Auðvitað væri sanngjarnast að fyrirtækið yrði selt (ef einhver vill kaupa það) og því sem fengist fyrir það skipt á milli aðstandenda þeirra sem fórust.

Sérfræðiþekkingu á flugmálum hef ég enga og þvi ætla ég ekki að fjölyrða meira um þetta.

Að ein af fjölmennustu og tvímælalaust ein allra ríkasta þjóð veraldar skuli láta það um sig spyrjast að börn hælisleitanda séu aðskilin frá foreldrum sínum og hrúgað á staði, sem margir kalla óviðunandi og heilsuspillandi, er stjórnvöldum þar til stórkostlegrar skammar. Fleiri orð er óþarfi um það að hafa. Já, ég á við Bandaríki Norður-Ameríku.

Í bókinni „Medieval History Dummies“ sem ætti líklega að heita medieval history for dummies segir á einum stað:

Whatever else the Viking Age produced, it may be that one of the Beatles was a Viking descendant!

Hvaða bítill skyldi það vera? Ef einhver af mínum lesendum hefur hugmynd um það væri ég alveg til í að frétta af því.

Í gær fór ég gamla fimm kílómetra hringinn minn sem ég hef ekki farið nokkuð lengi. Sennilega er þetta fyrsta „Fitbit-ferðin“ mín eftrir þessum hring. Ferðir gekk nokkuð vel að öðru leyti en því að fimm kílómetrarnir reyndust vera 5,5 kílómetrar skv. Fitbit-gervitunglinu sem ég veit ekki hvort er það sama og Caledostunglið.

Eiginlega líkar mér betur við Fitbitið en Caledosið. Það er nú ekki bara vegna þess að kílómetrarnir virðast vera styttri þar, heldur lætur það mig vita um meðalhraðann á hverjum tíma til viðbótar við allt annað.

Um daginn var ég að lesa gömul eigin blogg (aðrir gera það víst ekki) og það er að mörgu leyti dálítið skemmtilegt beskæftigelse. Alveg er ég hissa á því hvað mér hefur dottið margt í hug til þess að skrifa um.

Kvöldroðinn er fallegur í kvöld. Ég horfi einmitt á hann út um gluggann hjá mér núna  og þarf ekki nema að snúa höfðinu dálítið til þess. Allur himininn virðist vera rauður. Svo tekur morgunroðinn víst við eftir smástund, en ég er að hugsa um að fara að sofa.

IMG 6844Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband