3.4.2019 | 14:45
2845 - Þórður Tómasson
Nú er orðið talsvert umliðið síðan ég bloggaði síðast. Held að ég hafi ekkert skrifað um Wow-gjaldþrotið þó það hafi að sjálfsögðu verið ein helsta frétt liðinnar viku. Meðan beðið er eftir því hvernig kjarasamningum ljúki er svosem hægt að fabúlera eitthvað um það. Ég á ekki von á því að áhrifin verði mjög mikil. Sennilega verða þau þó mun meiri en ríkisstjórnin og fleiri bjartsýnisspámenn álíta. Verðbólgan gæti farið svona í 5 til 10 prósent og atvinnuleysi orðið vandamál. Samt er ástæða til að vera vongóður held ég. Nokkuð áreiðalegt er að sú kreppa sem að líkindum mun ríða yfir vegna þessa gjalþrots og tómlætis ríkisstjórnarinnar verður ekki nærri eins hörð og sú sem reið yfir á árunum 2007 og 2008.
Ekki er hægt að álíta annað en gjaldþrotið stóra hafi haft mikil áhrif á kjaraviðræðurnar. Sennilega hefur auðvaldið hagnast á því og Skúli sleppur sennilega með skrekkinn. Enginn þarf að segja mér að hann hafi ekki haft vit á að koma peningum undan. Eins og fyrri daginn eru það þeir sem minnst mega sín sem tapa mestu.
Hvað sem verkalýðsforkólfar segja er ég sannfærður um að verðtryggingin sem slík getur bjargað mörgum. Það er vísitöluviðmiðunin sem öllu ræður í því sambandi. Vitanlega getur í sumum tilfellum verið hagstæðara að taka óverðtryggð lán. Launin eru samt of lág fyrir marga, þannig að þeir eru sífellt að elta verðbólguna ef hún er mikil. Skilin milli orsakar og afleiðingar eru ekki alltaf skýr. Helstu óvinir þeirra sem vilja koma sér upp þaki yfir höfuðið eru hátt leiguverð, hvaða liðir eru hafðir með í þeirri vísitölu sem notuð er við verðtryggingu, greiðslumat það sem bankahítin skammtar sér og notar til að skilja sauðina frá höfrunum, háir vextir og gróðabrall margra í gegnum airbnb. Sumt að þessu mun lagast af sjálfu sér við þá minnkun á hagvexti sem fyrirsjáanleg er.
Annars er pólitíkin eins og vant er afleit tík og ég vil helst ekki fjölyrða meira um hana hér. Þá er nú skemmtilegra að íhuga svolítið horfa starfshætti eins og Þórður Tómasson sem kenndur er við Skóga gerir í tiltölulega nýlegri bók sinni sem hann nefnir Heyannir og ég fékk lánaða á bókasafninu í gær. Það má eiginlega ekki á milli sjá hvort skemmtilegra er að lesa hana eða halda áfram með þetta blogg.
Á tiltölulega langri ævi hef ég tvívegis komið í safnið að Skógum. Í bæði skiptin hefur Þórður Tómasson verið þar og ég átt þess kost að skiptast nokkrum orðum á við hann. Í fyrra skiptið var hann safnvörður þar og við fjölskyldan einu safngestirnir. Hlýja hans og lifandi áhugi á fólki og safnamálum hefur orðið til þess öðru fremur að hann er tvímælalaust með eftirminnilegustu mönnum sem ég hef fyrir hitt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ef mér ríður ekki á slig
elli dagsins móða.
Ég veit að Guð nú verndar mig
og verðtryggingin góða.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2019 kl. 16:36
Elli dagsins eltir mig
um endkilangan bæinn.
Ekki mun hún minnka þig
á miðrar viku daginn. (Í dag)
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2019 kl. 21:31
Aðeins tvisvar hef ég einnig komið í Byggðasafnið að Skógum. Það var með hálfrar aldar millibili og í bæði skiptin var Þórður til staðar og lá ekki á upplýsingum og frásagnargleði. Alveg hreint einstakur maður. Í seinna skiptið get ég svo svarið fyrir það að mér fannst karlinn líta nánast nákvæmlega eins út og hálfri öld áður. Sannkallað stórmenni, hugsjónamaður af Guðs náð og brennandi í skinninu að miðla öðrum af þekkingu sinni. Það finnast ekki margir slíkir nú til dags, því miður.
Góðar stundir, með haustkveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.4.2019 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.