30.1.2019 | 09:01
2817 - Um Bandarísk stjórnmál
Áreiðanlega er ég allskrýtinn, ef ekki stórskrýtinn. Ég hef nefnilega engan áhuga á söngvakeppni Evrópu. Og ekki nóg með það. Ég hef heldur engan áhuga á stjörnustríðsmyndum eða hringadróttinssögum né Ófærð og amerískum hasarmyndum eða lögguþáttum. Heldur ekki á matargerð eða poppi. Sennilega eru þeir allmargir sem horfa á Ófærðina bara af því að hún er íslensk. En fjölyrðum ekki um þetta. Það er lítils virði. Í staðinn hef ég áhuga á furðulegustu hlutum. T.d. þjóðlegum fróðleik, fjölmiðlum, bókmenntum, bloggi, skák og ýmsu öðru. Eiginlega finnst mér það mjög slæmt að allir hafi ekki sömu áhugamál og ég. Kannski eru aðrir líkir mér að því leyti.
Einu sinni hafði ég heilmikinn áhuga á íþróttum. Þó af einhverjum ástæðum minnstan á fótbolta. Sund og fótbolti voru þó þær einu íþróttir sem ég stundaði eitthvað á mínum unglingsárum. Boltaíþróttir sem tröllríða öllu í fjölmiðlum nútímans eru óttalega ruglingslegar og lítið spennandi. Spurningaþáttum í sjónvarpi hafði ég líka einusinni heilmikinn áhuga á en hef varla lengur. Horfi einkum á skemmtigildi þeirra fremur en spurningarnar sjálfar.
Bandaríkjamenn eru þegar farnir að búa sig undir næstu forsetakosningar sem verða í nóvember árið 2020. Reikna má með að Trump sækist eftir endurkjöri og þó hann fái ef til vill einhverja málamynda andstöðu er óhætt að gera ráð fyrir því að hann verði í framboði fyrir repúblikanaflokkinn. Margir munu eflaust verða um hituna demókratamegin. Eins og staðan er núna má sennilega helst reikna með Warren, Bloomberg, Biden, Harris og hver veit nema Sanders reyni fyrir sér aftur. Hann stóð sig að mörgu leyti vel síðast.
Bandarísk stjórnmál heilla mig flestum öðrum stjórnmálum fremur og helgast það e.t.v. mest af því að aðgangur að bandarískum fjölmiðlum er afar auðveldur. Trump er líka umdeildur og hataður á helstu miðlum þar og víðast hvar um heiminn. Samt sem áður á hann sér allmarga fylgjendur í Bandaríkjunum sjálfum.
Annars virðast íhaldssöm viðhorf vera nokkuð ríkjandi hér á Moggablogginu og vissulega er Morgunblaðið að sumu leyti besta fréttablaðið virðist mér og vefurinn þeirra mbl.is hefur margar góðar hliðar. DV.is er miklu síðri. Visir.is er að mörgu leyti skárri og hermir mikið eftir erlendum stórblöðum. Vegna þess að Fréttablaðið er ókeypis er það sennilega eina blaðið sem ég les að einhverju ráði. Fréttaflutningur þar er þó fremur tilviljanakenndur og ekki mikill.
Nú virðist ég vera að detta í það far að blogga daglega. Það er aðallega vegna þess að lesendum mínum hefur fjölgað svolítið að undanförnu og mér finnst þeir, sumir hverjir a.m.k., ætlast til þess að ég bloggi daglega. Kannski er það vitleysa og hver veit nema þessar ímynduðu vinsældir mínar séu einkum vegna þess að ég bloggi sjaldan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hugðarefnin ekki fá
þó ellin að mér saumi.
Ég horfi Ófærð ekki á
og Útsvar bara í laumi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2019 kl. 09:52
Hugann örvar ekki neitt
engu þarf að fletta.
Ekki vildi ganga greitt
að gera botn á þetta.
Sæmundur Bjarnason, 30.1.2019 kl. 11:07
Ef vísnagerð ei gengi smurt
og galli á endir yrði,
þú gast Bakkabræður spurt
um botninn í Borgarfirði.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2019 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.