29.1.2019 | 10:43
2816 - Um klukkubreytingu
Ég er sífellt að verða sannfærðari og sannfærðari um að þetta með klukkuvitleysuna er ein allsherjar smjörklípa. Hef samt sem áður ekki almennilega áttað mig á því hverju er verið að leyna. Kannski vita það ekki aðrir en þeir sem byrjuðu á þessu.
Í lífeðlisfræðinni skiptir sólarljósið að kvöldi litlu fyrir líf okkar og líðan, það er morgunbirtan sem öllu máli skiptir. Líkamsklukkan er þannig gerð af skaparanum að hringurinn er 25 klukkustundir og ef vísbendinga frá sólarljósi nýtur ekki við erum við að setja lífið í ójafnvægi. Á Íslandi þarf fólk einfaldlega að fylgja ljósinu og sofa meira; skv. nýjum tölum sofa ungmenni á Íslandi rétt rúmar 6 klukkustundir á sólarhring, sem er allt of lítið. Og haldi þessu áfram blasir við okkur eftir 20 ár eða svo faraldur þeirra sjúkdóma, eins og ég nefni hér að framan,
Þetta segir Karl Ægir Karlsson prófessor í taugavísindum í viðtali við Morgunblaðið. Mér finnst þetta ekki sanna nokkurn skapaðan hlut, en ég er ekki prófessor í taugavísindum. Held samt endilega að fólk fari ekki almennt að sofa lengur þó klukkunni verði seinkað. Hef áður sagt það að ef þetta snýst um það að hrekja ekki blessuð börnin út í myrkrið eldsnemma á morgnana í misjöfnu veðri, þá sé einfaldast að byrja skólana svolítið seinna. Reyndar hélt ég að sólarhringurinn væri 24 klukkustundir en ekki 25.
Flestir lesa ekki og kynna sér ekki annað en það sem þeim líkar sæmilega vel við. Þannig verður til ósamstætt fólk, sem hugsar öðruvísi en aðrir. Að mörgu leyti er þetta jákvætt, en getur líka verið hættulegt. Ósamkomulag eykst og línur skerpast. Ef nógu markvissum áróðri er beitt er hægt að fá marga til að hugsa eftir svipuðum brautum. Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu með klukkuna. Sennilega snertir það mig ekki á nokkurn hátt. Held bara að mörgum bregði í brún þegar fer að skyggja klukkutíma fyrr en venjulega um eftirmiðdaginn. Auðveldast er að ná til fólks með eitthvað sem er nógu almenns eðlis. Efast ekki um að margir vilja breytingu breytinganna vegna og þetta ásamt bjórnum á sinni tíð er upplagt í þjóðaratkvæðagreiðslu tilraunir. Sem betur fer svæfir alþingi flest mál.
Klukkan átti allsekki að verða meginefni þessa bloggpistils. Mér finnst bara að ég sé að svíkja einhverja ef ég blogga ekki reglulega. Ekki get ég gert eins og Jens Guð að krydda bloggpistlana sína með veitingahúsadómum og allskyns tónlistarspekúlasjónum, því ég er með öllu laglaus og fer mjög sjaldan út að borða. Hinsvegar hef ég áhuga á mörgu eða það finnst mér a.m.k. Þó ekki á greinarmerkjasetningu enda er slíkt af skornum skammti hjá mér í þessum pistlum. Reynsla mín í bloggefnum er þó orðin talsverð og réttritunarkunnáttan og fésbókarandúðin í lagi hjá mér.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þó flestu oftast finni að
framhjá skautar fimur.
Hvað er hvurs og hvurs er hvað
og hverjum klukkan glymur?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2019 kl. 12:31
Klukkan glymur kannski hæst
karli Baldvins Jóa.
Laxdal núna fimur fæst
við frækinn skóla-spóa.
Sæmundur Bjarnason, 29.1.2019 kl. 12:57
Það er ekki nóg að vera prófessor í taugavísindum ef maður getur ekki hugsað sæmilega skýrt.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.1.2019 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.