2782 - Lokaðir fésbókarhópar

Steini minn. Þetta heitir að sníkjublogga, eins og þú gerðir við mitt síðasta blogg. En mér er alveg sama. Þú mátt halda þessu áfram ef þú vilt. Ekki er ég samt viss um að allir lesi með mikilli athygli þessi ósköp sem þú lætur þér um tölvu (munn) fara í athugasemdum við bloggið mitt. Einu sinni bloggaðir þú hér á Moggablogginu og ég sé að ýmist heitir þú núna í þínu sníkubloggarastandi Steini Briem eða Oliver Twist. Orðljótur ertu stundum, en það skaðar mig ekki. Einu sinni sníkjubloggaðir þú svo mikið á blogginu hans Ómars Ragnarssonar að sumir héldu að hann skrifaði þessar athugasemdir sjálfur. Svo hrakti hann þig í burtu. Ekki hef ég séð að þú athugasemdist mikið hjá honum Páli (ekki baugspenna) Vilhjálmssyni. Mér finnst hann þó alltof vinsæll. Eru íhaldsseggir svona hræðilega margir? Kannski eru stjórnmálaskrif bara svona aðgengileg og hugsanlega eru vinstrisinnar svona miklir fésbókarvinir. Auðvitað er ég í aðra röndina upp með mér af því að þú skulir athugasemdast svona mikið hjá mér, en of mikið má af öllu gera.

Alhæfingar eru þreytandi. Það er ekki nóg með að sagt sé að allir karlmenn og allar konur séu alveg eða að mestu leyti eins, heldur er reynt að skipta öllum í hópa og ráðast síðan á þá undir yfirskini gáfna og reyslu. Kannski hef ég gert þetta stundum og ég er allsekki að gefa í skyn að þeir sem þetta geri séu eitthvað verri en aðrir. Þetta er bara svona og er allsekki rétt. Allir eru einstakir eins og oft er sagt.

Lokaðir fésbókarhópar er ekki vitund lokaðir þegar meðlimir þeirra eru farnir að skipta hundruðum og jafnvel þúsundum. Allt sem sagt er þar er per samstundis komið út um allt. Greinilega eru einhverjir af þeim sem vinna á blöðum og öðrum fjölmiðlum skikkaðir til þess að fylgjast sem best með fésbókinni og segja frá því sem þar gerist. Er nokkuð fylgst með öllum þeim sem taka þátt í skilgreindum fésbókarhópum? „Þjóð veit þá þrír vita“, var einu sinni sagt.

Ekki hef ég neina hugmynd um hversvegna svona margir hafa áhuga á að lesa það sem ég er að rembast við að skrifa. Auðvitað hef ég, eftir allan þennan tíma, sem ég hef lifað (rúmlega sjötíuogsexár) talsverða æfingu að skrifa þokkalega læsilegan texta. Hugleiðingar mínar eru þó ekki frumlegar yfirleitt, en geta svosem verið það, grunar mig. Rithöfundur er ég ekki, þó ég hafi nokkurn skilning á því starfi. Einskorðun mín og ending við bloggskrifin, sem ég uppgötvaði þó ekki fyrr en á gamals aldri (bloggið á ég við), er á margan hátt furðuleg. Ekki ætla ég þó að reyna að skilgreina þá ónáttúru núna enda skil ég hana ekki vel sjálfur. Hatur mitt á fésbókinni, þó ég fari oft þangað og skilji og skynji á margan hátt töfra hennar, er einnig illskilgreinanlegt.

Nú eru Saudasvínin búin að viðurkenna að hafa drepið Khashoggi. Engir held ég að trúi þeirri sögu, nema kannski Trump, sem þeim hefur tekist að sjóða saman á næstum því mánuði. Þetta mál kemur til með að hafa mikil áhrif, jafnvel þó allmargir þykist trúa þessu. Saudi-Arabia kemur ekki til með að endurheimta þau áhrif sem það ríki hafði áður fyrr.

IMG 7710Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það sem ég birti í athugasemdum hér er birt vegna þess að það er lesið og tómt rugl að kalla það "sníkjublogg" ef það fjallar á einhvern hátt um það sem um er rætt í viðkomandi bloggi hverju sinni, eins og það sem undirritaður birti hér síðast.

Ef það gerir það hins vegar ekki að þínu eigin mati eða einhverra annarra máttu mín vegna kalla það "sníkjublogg". Það skiptir mig engu máli.

Og það ekki hvarflar að mér lengur að fara í orðaskak við aðra hér, sem langflestir eru öfgahægrikarlar, fábjánar og gamlir sérvitrir karlar eftir að Davíð Oddsson varð ritstjóri Moggans.

Haltu bara áfram þínum skrifum og ég held áfram mínum hér á Moggablogginu vegna þess að þau eru lesin, hvort sem þér eða einhverjum öðrum líkar það betur eða verr.

Og beinlínis hlægilegt að halda því fram að undirritaður sé orðljótari en aðrir hér á Moggablogginu.

Ég birti hér fyrst og fremst staðreyndir en stundum glens og grín, sem sumir þola að sjálfsögðu ekki og allra síst öfgahægrikarlar og -kerlingar. Hér er undirritaður minkur í hænsnabúri.

Hver og einn ræður sínu bloggi og getur auðveldlega eytt þar athugasemdum eða komið í veg fyrir að einhverjir geti birt þar athugasemdir.

Og að sjálfsögðu get ég hvenær sem er skrifað hér á mínu eigin bloggi ef mér sýnist svo og komið í veg fyrir að einhverjir aðrir geti birt þar athugasemdir.

Því ræð ég hins vegar sjálfur en ekki einhver fífl hér á Moggablogginu. cool

Engin hætta á öðru en að það verði lesið og ég veit að það sem ég birti hér er lesið. Ég held ekkert um það og ræði það til að mynda á Facebook, þar sem undirritaður á fimm þúsund vini, bæði Íslendinga og útlendinga.

Öfgahægrikörlum og -kerlingum hefur hins vegar tekist að hrekja allt venjulegt fólk af Moggablogginu og skrif hér eru orðin mjög einsleit. cool

Þorsteinn Briem, 20.10.2018 kl. 17:48

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Orðsending til minksins í hænsnabúrinu.

Þú mátt kalla mig það sem þú vilt, Steini minn. Ég kippi mér ekki mikið upp við það.

Urðu semsagt allir óalandi og óferjandi við það að Davíð Oddsson var gerður að ritsjóra hér?

Það er misnotkun á annarra manna bloggum ef athugasemdir eru svona langar og margar eins og þér virðist tamt. 

Vísurnar þínar fannst mér þó margar alveg ágætar.

Sæmundur Bjarnason, 20.10.2018 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband